Feykir


Feykir - 16.08.2012, Síða 7

Feykir - 16.08.2012, Síða 7
30/2012 Feykir 7 Dreymir um einskonar mini-Airwaves Þar sem engin þeirra hafði skipulagt viðburð fyrr af þessari stærðargráðu var þetta nýja verkefni mikil áskorun. „Við erum góð blanda og allir með misjafna reynslu að baki sem hefur komið sér vel,“ segir Stefán en þau hafa lagt áherslu á það að vera vel undirbúin og fá gott fólk til liðs við sig. „Við erum með fagfólk í hverju horni, “ segir Silla en Önundur Pálsson verður hljóðmaður hátíðarinnar og hefur líka séð um Aldrei fór ég suður, Guðbrandur Ægir sér um ljósin, Sigurbjörn Árnason setur upp sviðið og Fúsi er með tækniatriðin á hreinu. „Það hefur ótrúlega mikið að segja að finna sér fagfólk sem gerir upp á afslátt í Grettislaug og stangveiði. „Draumur okkar er að Gæran verði svona eins og mini-Airwaves - að það verði tónleikar og viðburðir tengdir Gærunni um allan fjörð og að hún verði sjálfbær,“ segir Stefán. Kósí sveitastemning Þau segja þörfina og eftir- spurnina eftir tónlistarhátíð á svæðið hafa klárlega verið til staðar, sérstaklega hjá hljómsveitum. „Það hefur verið 120% aukning á miðasölu á milli ára og verið gerum ráð fyrir að það aukist enn fremur í ár,“ segir Stefán. Fyrsta árið sóttu fimm hljómsveitir um spila á hátíðinni, annað árið voru þær 14 og í ár voru þær 47 talsins en samkvæmt Stefáni eru þær enn að detta inn, þrátt fyrir að lokað var fyrir umsóknir fyrir nokkru. „Við reynum að hafa sem hafa fjölbreytta tónlistarflóru og tökum ekki endilega bara stóru nöfnin. Við reynum að búa til speis fyrir ungu og upprennandi hljómsveitirnar og skagfirskar hljómsveitir fá líka forgang,“ segir Silla og heldur áfram: „Við leggjum mikið uppúr að hafa kósí sveitastemningu hjá okkur. Við höfum það heimilislegt baksviðs þar sem tónlistarfólkið getur minglað svolítið og myndað tengsl“ „Við viljum fá sambland af kósíheitunum á Bræðslunni og rokkinu á Ísafirði,“ bætir Stefán við. Gæruliðar hafa lagt mikið upp úr því að gera vel við hljóm- sveitirnar; koma þeim í nota- lega gistingu, góðan mat og hafa gaman, eins og kom fram hér að ofan, enda sækja sömu hljómsveitirnar sífellt um að snúa aftur. „Við þurftum að setja þriggja ára reglu til að tryggja fjölbreytileikann, sem þýðir að ef hljómsveitin hefur komið fram tvisvar þarf hún að bíða í eitt ár,“ útskýrir Silla. Gæruliðar eru gríðarlega þakklátir þeim fjölmörgu sem hafa lagt þeim lið, fyrirtækjum sem einstaklingum. „Það er svo yndislegt hvað fólk er tilbúið til að vinna sjálfboðavinnu – ef maður gæti metið þessa vinnu sem hefur verið unnin til fjár þá myndi það velta á mill- jónum,“ segir Silla. Þau bæta við að ennþá sé þörf fyrir sjálfboðaliða í hin ýmis störf. [Þá má hafa samband við Stefán í síma 868 5021] Fyrirtækin hafa líka styrkt þau vel, til að mynda þá hefur Ágúst hjá Sláturhúsinu gefið mat og gistingu, sem og fjölmörg önnur fyrirtæki. Menningarráð Norðurlands vestra hefur einnig stutt vel við bakið á tónlistarhátíðinni og haft mikla á trú á henni. „Við gerum þetta af hugsjón og skemmtileg- heitum en við lærðum það fljótlega að það þarf pening líka til að dæmið gangið upp,“ segir Stefán. Alþjóðleg tónlistarhátíð Í ár munu 20 hljómsveitir stíga á svið á tónlistarhátíðinni, auk Frá Gærunni 2011. Sandra í Brother Grass, Dimma, Geirmundur og Ingunn og mikil stemning þegar Blaz Roca steig á svið. hlutina vel og hefur áhuga fyrir því sem það er að gera,“ segir Stefán. „Það kom svolítið á óvart hvað maður þarf að sjá fyrir miklu, það eru svona 200 atriði sem maður þarf að hafa í huga,“ segir Silla og þau telja upp að t.d. þurfi að finna sjálfboðaliða, mat, klósett, girðingar, tjöld, gistingu, setja upp svið, tengja kerfi, fá einhvern til að stjórna því og margt fleira. „Bölvað vesen,“ bætir Fúsi við og hin hlægja. „Það sem kom mér í fyrstu mest á óvart var hve margir höfðu aldrei komið á Sauðár- krók og vissu ekki einu sinni hvar hann væri staðsettur á landinu!“ segir Silla en Gæran er ekki síst hugsuð sem kynning á Skagafirði og fá tónlistarunnendur til að koma á svæðið. „Flestir sem ekki eru tengdir Króknum hafa vanið komur sínar vegna hesta- mennsku eða sækja kórmenn- ingu, sem Stefán segir einnig vera frábært, en Gærunni er ætlað að auka fjölbreytileikann og ekki síst að laða að nýjan hóp. Gæruliðar hafa tekið því fagnandi hendi ef fyrirtæki eða einstaklingar eru með ein- hverja svokallaða „off-venue“ viðburði eða Gærutilboð þessa helgi og boðist til að auglýsa það á heimasíðu sinni Gaeran. is og á facebook. „Gestir okkar eru lausir á daginn og vantar eitthvað að gera,“ segir Stefán en Arctic rafting verður t.d. með Gærutilboð býður 30% afslátt á flúðasiglingum og Drangeyjarferðir ætla að bjóða þeirra tónlistarmanna sem koma fram á sólóistakvöldinu sem haldið verður á Mælifelli fimmtudagskvöldið. „Þar sem svo margir sólóistar sóttu um að koma fram á hátíðinni ákváðum við að prófa halda sólóistakvöld í fyrra. Það reyndist mjög vel - það var fullt hús og alveg yndisleg stemning,“ segir Silla og verður þráðurinn tekinn upp að nýju í ár, en þar er einungis flutt frumsamið efni. „Á hljómsveitarlistanum þetta árið eru nokkrar rótgrón- ar hljómsveitir áberandi, s.s. Dúkkulísurnar, Gildran, Skytt- urnar og Geirmundur verður að sjálfsögðu með á ný,“ segir Stefán og heldur áfram: „Svo er Gæran orðin alþjóðleg tón- listarhátíð þar sem Eivør Pálsdóttir er á meðal þeirra sem stíga á svið á Gærunni.“ Hann segir frá því þegar Gæruliðum var boðið af SSNV atvinnuþróunun að vera með á ráðstefnu í Færeyjum. „Þar var einnig fólk sem stendur að G-festival hátíðinni í Færeyjum og ég hitti umboðsmann Eivarar. Við áttum saman gott spjall og hún sagði mér að Eivør væri að gefa út plötu og það þróaðist þannig að hún ætlar að hefja túrinn á Gærunni,“ segir Stefán og bætir við glaðlegur á svip: „Ég var þarna til að mynda tengslanet og þetta bar þennan árangur.“ Þau segjast hlakka mikið til hátíðarinnar - fyrir þeim er þetta er hápunktur ársins. „Maður er alltaf drulluþreyttur eftir hátíðina, en hún er alltaf þess virði,“ segir Stefán. Sjálf segjast þau reyna að missa af engu; Stefán og Silla segjast kannski hafa misst af einu eða tveimur atriðum. „Fúsi var þó heppinn og náði öllu, þar sem hann er alltaf staddur á sviðinu,“ segir Stefán. Fúsi samsinnir og segir: „Kannski bara rétt á meðan maður er að skíta.“ Miðasala er hafin á midi.is og Kaffi Krók en miðar eru seldir ódýrari í forsölu, þ.e. 5000, eða einn bláan eins og Fúsi orðar það, annars eru það 6000 kr. við dyrnar. „Við viljum líka minna á facebook-leik sem við erum með; við gefur miða á hátíðina við 100 hvert „læk“,“ segir Silla. „Rás 2 ætlar svo að útvarpa beint frá hátíðinni,“ segir Stefán sem þau álíta mikla viðurkenningu og að hátíðin sé að gera góða hluti. Upplýsingar um hljómsveitir og fleira er að finna á www.gaeran.is

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.