Feykir


Feykir - 16.08.2012, Page 8

Feykir - 16.08.2012, Page 8
8 Feykir 30/2012 -Ég stundaði nám í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykja- vík. Sérhæfing mín að loknu námi liggur helst innan skaða- bótaréttar, félagaréttar, stjórn- sýsluréttar, eignaréttar, saka- málaréttar og fullnusturéttar. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla þá sem hyggja á háskólanám til að kynna sér vel það sem Háskólann í Reykjavík hefur upp á að bjóða. Þegar rætt er um háskólanám, þá setja námsgæðin, námskröfurnar og nútíma kennsluaðferðir setja skólann í ótvíræða forystu á því sviði hérlendis. Námsfram- boðið er mjög áhugavert og kennararnir afbragðs góðir. Síðast en ekki síst er umhverfið notalegt og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í félags- lífinu sem er ekki síður mikil- vægt. Sú þekking sem ég aflaði mér í HR er þegar farin að nýtast vel í starfi og má því fullyrða að námið hafi verið hagnýtur undirbúningur fyrir komandi verkefni í atvinnu- lífinu. Hvað varstu lengi í náminu? -Á haustdögum árið 2007 hélt ég suður á bóginn, bæði ungur og saklaus, eftir að hafa lokið stúdentsprófi við Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki um vorið. Lög- fræðinám í dag skiptist upp í þriggja ára grunnnám til skilaði sér svo í góðum náms- árangri eftir hinum hefð- bundna mælikvarða. Í mínum huga skipta einkunnir þó ekki öllu máli, heldur hversu góðan skilning og tök þú hefur á námsefninu. Ég útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn frá HR og fékk við útskriftina peningaverðlaun frá LOGOS lögmannsþjónustu fyrir bestan samanlagðan námsárangur í grunn- og meistaranámi. Þá fékk ég bókarverðlaun frá Háskólanum í Reykjavík fyrir framúrskar- andi námsárangur í meistara- námi í lögfræði. Auðvitað er ánægjulegt að fá slíkar viður- kenningar – ekki síst þegar ljóst er að baki liggja ófáar vinnu- stundirnar. Árangurinn sýnir jafnframt að ekki skiptir öllu máli hvort þú komir úr litlum framhaldsskóla eða stórum, því þegar öllu er á botninn hvolft er það undir hverjum og einum einstaklingi komið hvort hann hefur metnað til að standa sig vel. Hvað tekur nú við? -Nú í haust er á dagskránni að sækja svokallað héraðsdóms- lögmannsnámskeið (hdl.-nám- skeið). Um er að ræða tveggja mánaða námskeið til undir- búnings prófi til að öðlast réttindi til að starfa sem hér- aðsdómslögmaður. Almenn- ingur áttar sig kannski ekki alltaf á muninum á lögfræðingi og lögmanni, en hann liggur einmitt í þessu námskeiði, en til að mega starfa sem lögmaður þarftu að vera orðinn lög- fræðingur sem og að ljúka umræddu námskeiði. Samhliða lögfræðináminu hef ég starfað í þrjú ár á lög- mannsstofu í Reykjavík, sem í dag heitir CATO lögmenn. Á sumrin hefur hugurinn þó ávallt leitað í heimahagana og hef ég starfað með Stefáni Ólafssyni hæstaréttarlögmanni hér á Norðurlandi vestra. Ég hef fengið starfstilboð frá CATO og mun að námskeiðinu loknu starfa hjá þeim sem lögmaður. Hefurðu stefnt lengi á lögmennskuna? -Já, ótrúlega lengi. Upp í hug- ann kemur það augnablik þegar ég var að hefja nám í FNV á haustdögum árið 2004. Þá hélt ég til fundar við hana Ingileif (núverandi skólameist- ara), sem þá var námsráðgjafi í skólanum. Ég settist niður og sagði nokkuð ákveðnum rómi að ég ætlaði í lögfræði að stúdentsprófi loknu og því þyrfti hún að leiðbeina mér hvaða námsbraut hentaði best til undirbúnings því námi. Ég þóttist sjá á svipbrigðum Ingi- leifar að henni þótti skemmti- legt hversu ákveðinn ég var á þessum tímapunkti að fara í lögfræði og að hún hefði fengið óákveðnari nemendur en mig inn til sín. Ég fékk að sjálfsögðu góð ráð varðandi hvaða námsbraut hentaði best og nýttist námið í FNV vel sem grunnur undir lögfræðinámið. Það má því segja að lögmað- urinn hafi lengi blundað í mér. Hvað gerðir þú í tómstundum? -Líf laganemans er ekki alltaf dans á rósum og oft þarf að nýta kvöldin og næturnar í að vinna verkefni og lesa torskilda lögfræðidoðranta. Aftur á móti er mikilvægt að eiga sér líf utan bókanna, enda snýst lögfræðin líka um að skapa góð tengsl og vinabönd. Í frístundum mínum hef ég lagt kapp á að halda mér í góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ég á ekki langt að sækja íþróttagenin og hef lagt stund á bæði körfubolta og fótbolta þegar færi hafa gefist. Hreyfing er mér afskaplega mikilvæg og í raun nauðsynleg til að halda góðri einbeitingu og fullum afköstum yfir daginn. Í seinni tíð hefur áhugi minn á golf íþróttinni farið vaxandi sem og áhugi á veiðiskap. Þá hef ég töluverðan áhuga á búskap, þá sérstaklega hestamennsku og fer reglulega í útreiðartúra með karli föður mínum, en þeir túrar eru jafnframt liður í undirbúningi fyrir göngur á Miðfirðingaafrétti sem ég hef farið í nánast á hverju hausti undanfarin áratug. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Já, ég vil koma þeim skila- boðum til Skagfirðinga og annarra íbúa Norðvesturlands að þó svo aðalstarfstöð mín verði í Reykjavík þá er ég ávallt reiðubúinn að sinna verkefnum hér fyrir norðan og því vel- komið að setja sig í samband við mig sé þörf fyrir lögfræði- aðstoð. Sér í lagi með þá stað- reynd í huga að ekki er starfandi lögmaður með fasta viðveru í Skagafirði. Að lokum vil ég koma á framfæri þökkum til fjölskyldu minnar fyrir stuðn- inginn í gegnum laganámið, þá sérstaklega til foreldra minna og til ömmu og afa á Skag- firðingabrautinni. VIÐTAL Páll Friðriksson Arnar Ingi Ingvarsson stóð sig framúrskarandi vel í HR Stefndi strax á lögfræði Frá útskrift Arnars Inga. Brátt fara skólar landsins af stað að nýju eftir sumarfrí og margir sem setjast á skólabekk. Oft er talað um að framhaldsskólanemar viti ekki hvert á að stefna er í háskóla er komið og þreifa fyrir sér í ýmsum greinum. Það á að sjálfsögðu ekki við um alla. Arnar Ingi Ingvarsson frá Sauðárkróki stundaði nám í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík og útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn úr skólanum ásamt því að hljóta verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í meistaranámi í lögfræði sem og fyrir bestan samanlagðan námsárangur í grunn- og meistaranámi. Feykir hafði samband við Arnar Inga og forvitnaðist um þennan glæsilega árangur hans. Lesendum til glöggvunar eru foreldrar Arnars Inga þau Ingvar Magnússon og Hjördís Ingimarsdóttir á Sauðárkróki. bakkalár gráðu (BA) og tveggja ára meistaranám til meistara- gráðu (ML). Flestir sem ljúka grunnnámi halda áfram og klára meistaranámið og því má segja að um fimm ára nám sé að ræða. Ég hélt mínu striki allan tímann og útskrifaðist þann 9. júní sl. við glæsilega athöfn í Eldborgarsalnum í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpunni. Hvernig gekk námið? -Það er óhætt að segja að vel hafi gengið í náminu. Ég setti mér þau markmið í upphafi að reyna skilja til hlítar það námsefni sem ég var með í höndunum hverju sinni. Þau markmið náðust oftast sem

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.