Feykir


Feykir - 16.08.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 16.08.2012, Blaðsíða 11
30/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti skilið að fá að sofa frameftir! Spakmæli vikunnar Við viðurkennum oft smágalla okkar til að telja fólki trú um að við höfum enga mikla. – La Rochefoucauld Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Sunnupálmi Hólmhjörtur hefur lengi staðið í þrefi við embætti yfirdýralæknis en það háa embætti hefur margendurtekið hafnað beiðni hans um að flytja inn einn asna. Æskudraumar Sunnupálma um dýrðlegar innreiðar eru því að engu orðnir. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Hjörtu kvenna slá hraðar en karla og eru talin mun sterkari. Vísindamenn í Bretlandi hafa sagt að það kunni að vera helsta skýringin á því að þær lifi lengur. Krossgáta ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Þorbjörg og Hannes kokka Tvær með kartöflum og dísætur desert Þorbjörg Valdimarsdóttir og Hannes Þór Pétursson bændur í Helguhvammi í Miðfirði, Húnaþingi vestra, eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. „Við erum aldrei með forrétt og sjaldan með eftirrétti. Við getum ekki sagt að okkur finnist skemmtilegt elda en það skýr verkaskipting á milli okkar í eldhúsinu. Þorbjörgu finnst reyndar mjög gaman að baka. Við ákváðum að gefa ykkur tvær uppskriftir með kartöflum og ein dísæt uppskrift af Skyr- marens. Við skorum á Haddý og Róbert á Hvalshöfða.“ RÉTTUR 1 Kartöflusalat (hentar bæði sem létt máltíð eða sem meðlæti með kjöti) ½ kg kartöflur 5 stk hvítlauksrif fersk timjan, nokkrar greinar 3 msk ólífuolía ½ dl sítrónusafi ½ dl appelsínusafi Smá salt og pipar 1 stk rauðlaukur 2 græn epli 10 stk kapersber (má sleppa) ½ dl sólblómafræ Aðferð: Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, skerið kartöflurnar í hæfilega stóra munnbita og setjið í ofnskúffuna. Saxið hvítlaukinn smátt og dreifið yfir ásamt timjan, ólífuolíu, sítrónu- og appelsínusafa, smá salti og pipar. Ristið sólblómafræin. Afhýðið rauðlaukinn og skerið í þunnar sneiðar. Skerið eplin í hæfilega munnbita. Þegar kartöflurnar eru til- búnar þá blandið þið öllu saman í skál. Skvettið yfir salatið smá ólífuolíu, sítrónusafa og smá salt og pipar. RÉTTUR 2 Kartöflumauksúpa 1 kg kartöflur 1 púrra 1 ½ l kálfakjötssoð 1 dl rjómi 50 gr smjör nautakjötskraftur 100 gr beikon Aðferð: Kartöflurnar og púrran eru soðin í soðinu í um 30 mín og síðan veidd upp úr soðinu og maukuð í mixara. Síðan sett aftur út í soðið í um 20 mín með beikoninu. Bætt með rjóma og smjöri. EFTIRRÉTTUR Skyrmarens 2 marensbotnar 5-6 stk mars súkkulaði 2 plötur suðusúkkulaði ½ l rjómi ½ l vanilluskyr ½ poki hrískúlur Ávextir/ ber að eigin vali (Tilvalið að skreppa á berjamó og týna ber.) Aðferð: Brjótið marensinn niður í fat. Skerið mars og suðusúkkulaði gróft niður. Þeytið rjómann og hrærið að því loknu vanilluskyrinu saman við rjómann. Blandið súkkulaðinu og rjómaskyrblöndunni saman og hellið yfir marensinn. Dreifið ávöxtum og hrískúlum yfir. Verði ykkur að góðu! Götumarkaður verður á Bogabraut á Skagaströnd frá kl. 13-15 nk. laugardag, „en fólki er guðvelkomið að vera lengur. Hvetjum alla til að koma og vera með – saman getum við skapað skemmtilega stemningu,“ segir í fréttatilkynningu frá Nefndinni. Sauðkrækingar og Blönduósingar, og fólkið í sveitinni er einnig hvatt til að vera með söluborð á Boga- brautinni. „Ekki þarf að panta pláss né borga fyrir aðstöðuna, bara koma með dót sem þið viljið selja (og kannski borð og stól), svo er bara að velja sér góðan stað í götunni,“ segir loks í frétta- tilkynningu. /BÞ Skagaströnd Götumark- aður á Kántrý- dögum Umferðarslys var á þjóðveginum við Bólu í Blönduhlíð í Skagafirði um kl. 15 sl. mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um bílveltu að ræða þar sem ökumaður missti stjórn á bifreiðinni og fór nokkrar veltur. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild á Akur- eyri en meiðsl voru ekki talin vera alvarleg en farþegar voru með bílbelti. /BÞ Skagafjörður Bílvelta í Blönduhlíð Firmakeppni hestamanna- félagsins Stíganda verður haldin á Vindheimamelum laugardaginn 18. ágúst nk. Mun keppnin hefjast kl. 14:00 með skráningu í greinarnar, síðan hefst veislan. Keppt verður í Karla- ,kvenna-,unglinga-,barna og pollaflokki. Einnig verður boðið upp (h)eldri borgara- flokk (60+) ef næg þátttaka næst, þar sem karlar og konur keppa saman. Allir félagar velkomnir með góða skapið og keppnisandann! /PF Hestaíþróttir : Stígandi Firmakeppni 2012

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.