Feykir


Feykir - 23.08.2012, Page 1

Feykir - 23.08.2012, Page 1
fff BLS. 8-9 BLS. 15 Sigurlaug Þóra Hermanns skrifar frá Blönduósi Að láta drauminn rætast BLS. 4 Spjallað við Guðrúnu og Þórarinn í Hegranesi Sjaldan dauður tími í Keldudal Kristrún og Sigurbjörn eru matgæðingar vikunnar Góður kjúlli og djúsí desert Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 31 TBL 23. ágúst 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Skagfirska kirkjurannsóknin Flutningur beina eldri siður en áður var talið Fornleifarannsókn á 11. aldar kirkjugarði í landi Stóru- Seylu á Langholti í Skagafirði lauk í vikunni sem leið og leiddi rannsóknin afar forvitnilegar niðurstöður í ljós. Að sögn Guðnýjar Zoëga fornleifa- og mannabeinafræð- ings hjá Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fundust leifar kirkjugarðs og kirkju sem aflögð hafði verið líklega nokkru fyrir gjóskufallið mikla úr Heklu 1104. Sjá frétt á bls. 11. /BÞ BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air Jíha! GoPro er leiðandi merki í heiminum á sviði myndavéla sem nota má við alls konar íþróttir eða jaðarsport og í raun allt sem mönnum dettur í hug að gera. Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska - Gæði - Gott verð Steinsmiðja Akureyrar Glerárgötu 36 Akureyri Sími 466 2800 sala@minnismerki.is www.minnismerki.is FNV settur í vikunni Norðurland vestra Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur sl. þriðjudag á sal skólans og hófst kennsla sam- kvæmt stundaskrá í gærmorgun. Meðal þess sem boðið er upp á skólaárið 2012-1013 er plastbáta- smíði en það er afrakstur sam- starfsverkefnis sem styrkt er af Leonardo-hluta Menntáætlunar Evrópusambandsins. Að plastbátasmíðanáminu koma Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Sveitar- félagið Skagafjörður, Salpaus Further Education í Finnlandi og Den jydske Haandværkerskole í Danmörku. Námið er skipulagt í samvinnu við Siglingastofnun sem viðurkennir námið. Námið hefst með lotu á Sauð- árkróki í byrjun september. Á vef skólans segir að námið sé skipulagt sem lotubundið fjarnám, en kennsla í verklegum áföngum, vika í senn hvora önn, fer fram við FNV á Sauðárkróki. Námið samanstendur af 18 einingum á þessu skólaári og veitir viðurkenningu til plastbátasmíði fyrir þá sem hafa tilskylda starfsreynslu hjá viðurkenndu plastsmíðafyrirtæki. Nánari upplýsingar og skráning er á skrifstofu skólans og í síma 455-8000 en henni lýkur 30. ágúst. Innritun í fjarnám við FNV stendur yfir og lýkur sunnudaginn 26. ágúst. Upplýsingar um framboð er að finna á vef skólans en kennsla hefst þriðjudaginn 28. ágúst. /PF Yfirlitsmynd af uppgraftarsvæðinu á Stóru-Seylu á Langholti í Skagafirði. Þarna má sjá hringlaga kirkjugarðinn og móta fyrir kirkjubyggingu fyrir miðju. Myndin er tekin með því að nota myndavél sem hangir neðan í flugdreka. Mynd: John Schoenfelder.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.