Feykir


Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 31/2012 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Meistaraflokkur kvenna : Völsungur - Tindastóll 2-1 Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls héldu til Húsavíkur sl. föstudag og léku sinn næst síðasta leik í fyrstu deildinni þetta tímabil. Ekki voru sótt nein stig að þessu sinni því leikurinn endaði 2 – 1 fyrir Völsungi. Tindastólsstúlkur byrjuðu betur og komust yfir strax á 11. mínútu þegar Brynhildur Ósk Ólafsdóttir skoraði frá miðju. Leikurinn var nokkuð jafn og skiptust liðin á að sækja. Á 70. mínútu dró til tíðinda þegar Völsungar jöfnuðu metin með marki Helgu Bjarkar Heiðars- dóttur. Seinna mark þeirra kom svo á markamínútunni ógurlegu þegar Harpa Ásgeirsdóttir setti boltann í netið á 89. mínútu. Skömmu síðar náðu gestirnir að brjóta sér leið að marki Tap gegn Völsungi heimastúlkna sem náðu að bægja hættunni frá en Stólastúlkur vildu meina að brotið hefði verið á Rakel Hinriks innan vítateigs og vildu víti. Dómarinn var ekki á sama máli og gaf Rakel gula spjaldið fyrir leikaraskap. Var dómi þessum mótmælt með þeim afleiðingum að fyrirliðinn Sunna Björk Atladóttir fékk einnig að líta gult spjald. Síðasti leikur stúlknanna þetta tímabilið verður nk. sunnu- dag á Sauðárkróksvelli og hefst hann klukkan 14:00. /PF Úr leik Tindastóls og BÍ/Bolungarvíkur fyrr í sumar. Mynd: ÓAB Jóhann Björn Sigurbjörnsson spretthlaupari úr Tindastól/ UMSS varð áttundi í 100 metra spretthlaupi er hann keppti með sameiginlegu liði Íslendinga og Dana á Norðurlandamóti 19 ára og yngri í frjálsíþróttum sem fram fór í Vaxjö í Svíþjóð um helgina. Jóhann hljóp á tímanum 11,17 sekúndur en félagi hans, Frederik Thomsen frá Dan- mörku, kom fyrstur í mark ásamt Jan Wocalewski frá Svíþjóð en þeir urðu jafnir á tímanum 10,60 sekúndur. Jóhann Björn tók einnig spretti í boðhlaupi en sú sveit var skipuð Íslendingum. Lenti hún í 4. sæti í 4x100m á 42,70 sekúndum en það voru Finnar sem sigruðu á 40,60 sek. Í 4x400m endaði boðhlaups- sveitin í 5. og neðsta sæti með tímann 3,19,06 sekúndur en norska sveitin varð hlut- skörpust og sigraði á tímanum 3,14,36 sekúndur. Með Jóhanni hlupu þeir Ingi Rúnar Kristinsson, Kol- beinn Gunnarsson og Snorri Stefánsson í 4x400m en Sindri Hrafn Guðmundsson og Snorri höfðu sætaskipti í 4x400m. /PF Norðurlandamót 19 ára og yngri í frjálsíþróttum Jóhann Björn varð áttundi í Vaxjö Hef opnað FÓTAAÐGERÐASTOFUNA JAFNFÆTIS að Flúðabakka 2 (á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi í gamla hlutanum 2. hæð) Tímapantanir í síma 452-4910/ 867-2548 Get einnig komið í heimahús sé þess óskað Kveðja Elín Ósk LÖGGILTUR FÓTAAÐGERÐAFRÆÐINGUR Frjálsar : Þristurinn UMSS sigraði heildar- stigakeppni Þristurinn fór fram á Sauðárkróksvelli í síðustu viku en þar kepptu UMSS, USVH og USAH sín á milli. Samkvæmt heimasíðu UMSS voru aðstæður góðar á Króknum til frjálsíþróttaiðkunar þó að sólin hafi ekki látið sjá sig. Alls tóku um 70 kepp- endur þátt í mótinu og fóru úrslitin á þann veg að UMSS vann heildarstigakeppnina en USAH var í öðru sæti og USVH í því þriðja. /BÞ HESTAÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/hestar Opna íþróttamót Þyts fór fram sl. helgi og samkvæmt heimasíðu hestamanna- félagsins var um skemmtilegt mót að ræða, veðrið lék við knapa, hesta og áhorfendur. Mette Mannseth varð stigahæsti knapi mótsins annað árið í röð og samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum. Mótið var sterkt og hörku- keppni efstu hrossa í flestum flokkum. Hér fyrir neðan má sjá helstu úrslit en nánari upplýsingar um einkunnir er hægt að nálgast á hestatengli Feykis.is. Fimmgangssigurvegari: Mette Mannseth Fjórgangssigurvegari í 1. flokki Sonja Líndal Þórisdóttir Fjórgangssigurvegari í 2. flokki Kolbrún Stella Indriðadóttir Fjórgangssigurvegari í unglingaflokki Finnbogi Bjarnason Fjórgangssigurvegari í barnaflokki Sara Lind Sigurðardóttir Stigahæsti knapi Mette Mannseth /BÞ Opna íþróttamót Þyts Mette stigahæst á Hvammstanga Firmakeppni hestamanna- félagsins Stíganda fór fram sl. laugardag á Vindheima- melum. Á heimasíðu félagsins segir að veðrið hafi leikið um keppendur og áhorfendur og kaffið og kanilsnúðarnir hafi einnig farið vel í fólk, en bryddað var upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á kaffi og snúða við hesthúsin og sleikjó- pinna fyrir krakkana. Annað sem telst til nýjunga var að auk hefðbundinna verðlauna voru veitt aukaverð- laun af ýmsum toga. Úrslitin voru eftirfarandi: Pollaflokkur 1. Björg Ingólfsdóttir og Þór frá Þverá og kepptu þau fyrir Hádranga ehf. 2. Trausti Ingólfsson og Hnokki frá Hofsstöðum Björg hlaut í aukavinning reið- tíma hjá Barböru Wenzl. Barnaflokkur 1. Ingunn Ingólfsdóttir og Magni frá Dallandi og kepptu þau fyrir Gestagarð Hofsstöðum 2. Freyja Sól Bessadóttir og Litli-Blesi 3. Guðný Rún Vésteinsdóttir Ingunn hlaut í aukavinning reiðtíma hjá Arndísi Brynjólfs- dóttur. Unglingaflokkur 1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Lárus frá Syðra-Skörðugili og kepptu fyrir Flugumýrahvamm 2. Sonja Sigurgeirsdóttir 3. Gunnar Freyr Gestsson og Flokkur frá Borgarhóli Ásdís fékk reiðtíma hjá Mette Mannseth í aukavinning. Kvennaflokkur 1. Unnur Sveinbjörnsdóttir og Morri frá Hjarðarhaga og kepptu þau fyrir Árgerði Sæmundarhlíð 2. Jóhanna Karrbrand og Hekla frá Tunguhálsi 2 3. Guðrún Margrét Sigurðardóttir og Ópera frá Brautarholti Karlaflokkur 1. Elvar Einarsson og Laufi frá Syðra-Skörðugili og kepptu þeir fyrir Starrastaði 2. Gestur Stefánsson og Orgía frá Höskuldsstöðum 3. Ingólfur Helgason og Þór frá Þverá Heiðursflokkur í fyrsta sinn í firmakeppni Stíganda 1. Þórey Helgadóttir og Tónn frá Tunguhálsi 2 2. Vésteinn Vésteinsson Þórey fékk gjafabréf á Lónkot. Vésteinn fékk gjafabréf á fótaaðgerð hjá Tánni. /PF Firmakeppni Stíganda Heiðursflokkur í fyrsta sinn

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.