Feykir


Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 31/2012 býr félagið yfir þremur þreski- vélum sem eru notaðar til að þreskja þá 500ha sem ræktuð er af korni í Skagafirði. Guðrún tók við formennsku í Búnaðarsambandi Skagfirð- inga í sumar, sem odda- maður í stjórninni en Bún- aðarsambandsstjórnin er mynduð að formönnum búgreinafélaganna í Skagafiðri, kúabænda, sauðfjárbænda, hrossabænda og loðdýra- bænda. Hún hafði þá verið í stjórninni í 2 ár sem formaður Félags kúabænda í Skagafirði, en í stjórn kúabænda í 6 ár. Stærstu verkefni síðustu ára hjá Búnaðarsambandinu segir Guðrún vera aðkoma þess að Landbúnaðarsýningunni og bændahátíðinni Sveitasælu sem fer fram á Sauðárkróki um helgina og að koma tillögum til Búnaðarþings. „Búnaðarsambandið fær ríkisstyrki til að reka ráðunauta- þjónustu og kúasæðingar. Árið 2001 stofnuðu Skagfirðingar Leiðbeiningamiðstöðina ehf. og hún hefur séð um rekstur og framkvæmd þessara þátta fyrir hönd Búnaðarsambandsins, auk þess að taka að sér bókhald fyrir bændur,“ útskýrir Guðrún en hún sat jafnframt í stjórn Leiðbeiningamiðstöðvarinnar í 6 ár, þar af 4 ár sem formaður. „Ég gekk úr þeirri stjórn í vor, það gengur ekki að vera báðum megin við borðið,“ útskýrir Guðrún. Þá hefur hún einnig setið sem fulltrúi Skagfirðinga VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Spjallað við Guðrúnu og Þórarinn í Hegranesi Þórarinn Leifsson og Guðrún Lárusdóttir eru bændur af lífi og sál. Bæði eru þau alin upp í sveit, hafa lagt stund á búfræði og unnið ötullega í félagsmálum bænda. Blaðamaður Feykis heimsótti hjónin í Hegranesinu og ræddi við þau um hin fjölbreyttu störf sem þau hafa fyrir höndum í Keldudal. Sjaldan dauður tími í Keldudal á Búnaðarþingi síðustu 3 ár, og situr í stjórn Lífeyrissjóðs bænda og háskólaráði Hólaskóla. Þess má geta að Keldudalur er hluti af Opnum landbúnaði sem felst í því að vera viðbúinn því að taka á móti fólki, s.s. skóla- og leikskólabörnum. Um rætur þeirra hjóna segir Guðrún að þau séu bæði fædd árið 1966, Þórarinn á Sauðárkróki en hún á Þverá á Síðu þar sem móðir hennar ólst upp. Guðrún er alin upp á Kirkjubæjarklaustri II þar sem foreldrar hennar, Lárus Valdimarsson og Sólrún Ólafsdóttir, ráku stórt fjárbú. Þórarinn, eða Tóti eins og hann er jafnan kallaður, er alinn upp í Keldudal af foreldrum sínum Leifi Þórarinssyni og Kristínu Ólafsdóttur. Guðrún segir frá því þegar leiðir þeirra Þórarins lágu saman. „Ég er stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og tók svo búfræðipróf frá Hvanneyri. Tóti fór í fjöl- brautina á Króknum og er búfræðingur frá Hólum. Við hittumst svo á Hvanneyri,“ segir Guðrún en þar lögðu þau stund á búsvísindi þar til þau útskrifuðust með BS-próf árið 1991. Í kjölfarið lá leiðin í Hóla þar sem þau kenndu í nokkur ár við Hólaskóla en Guðrún sá þar að auki um fjármál skólans. Þórarinn hyggst nú ganga menntaveginn að nýju og er að hefja mastersnám á Hvanneyri og mun beina sjónum sínum að því næstu tvö til þrjú árin eða svo. Þórarinn og Guðrún eiga langa sögu að baki í félagsmálum bænda og gantast Guðrún með það að það megi segja að þau séu hálfgerðir félagsmálabændur. Þórarinn var meðal annars formaður kúabænda í 6 ár og hefur setið í stjórn Þreskis ehf. frá því félagið var stofnað en Þreski er félag sem kornræktarbændur í Skagafirði stofnuðu. Í dag

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.