Feykir


Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 7
33/2012 Feykir 7 skiptist þannig að íbúarnir fá 50% og veitan 50%. Það hækkar styrkinn um 300 þúsund fyrir meðalnotanda. Eftir að menn hafa greitt tengigjald til RARIK sem er samkvæmt gjaldskrá í dag 250 þúsund þá hafa menn 300 þús. upp í það að breyta í húsunum hjá sér. Aðspurður um væntingar vegna fjölda tenginga segir Tryggvi að íbúar séu hvattir til að taka þátt í verkefninu enda hafi það mikil áhrif upp á hagkvæmni. -Við gerum okkur þó fulla grein fyrir því að það koma ekki allir sama dag inn á veituna og munum við þurfa að blæða eitthvað til að halda hita. Það er mjög mikilvægt bæði hér og annarsstaðar þar sem nýjar hitaveitur hafa komið, að sem flestir, helst heilu göturnar tengist svo koma megi í veg fyrir að fólk lendi í vandræðum með of kalt vatn. Kerfið er hannað til þess að anna bænum öllum en ekki bara litlum hluta. Ef að notkunin verður mun minni heldur en gert er ráð fyrir þá verður kaldara en áætlanir gerðu ráð fyrir. Verða sveitabæir milli Blönduóss og Skagastrandar tengdir við veituna? -Þeir bæir verða tengdir sem liggja við pípuna eða nálægt henni en það eru því miður bæir sem er útilokað að tengja vegna þess að til þess að halda þar upp hita þyrfti að láta renna verulega mikið framhjá og við höfum ekki efni á því að láta blæða svo miklu. En við bjóðum öllum þeim sem eru innan ásættanlegra marka að tengjast, segir Tryggvi. Með betri fréttum sem Skagaströnd hefur staðið frammi fyrir lengi Adolf H. Berndsen oddviti sveitarstjórnar á Skagaströnd var að sjálfsögðu á kynning- unni sem haldin var í íþrótta- húsi bæjarins og var hann spenntur fyrir verkefninu. -Ég held að þetta eigi eftir að hafa gríðarlega jákvæð áhrif bæði fyrir búsetu og framtíðarhorfur Skagastrandar. Dæmin hafa sýnt það að alls staðar þar sem hitaveitur hafa komið, breytir það búsetuskilyrðum og möguleikum atvinnulífs. Þetta eru með betri fréttum sem Skagaströnd hefur staðið frammi fyrir lengi, segir Adolf sem lengi hefur haft puttann á púlsinum í samfélaginu á Skagaströnd. Hvað aðdraganda að hitaveituvæðingu Skaga- strandar segir Adolf að sagan sé ekki ný. -Þetta er mjög löng saga sem spannar 15-20 ár aftur í tímann. Margar tilraunaholur voru boraðar í nágrenni Skagastrandar á sínum tíma. Árangurinn var með þeim hætti að sérfræðingar treystu sér ekki til að mæla með frek- ari borunum. Viðræður við RARIK hafa staðið yfir með hléum í 6-7 ár, hrunið komið inní ferlið en aðdragandinn er langur og fyrir vikið er verkið að okkar mati mjög vel undirbúið, segir Adolf sem trúir því að bæjabúar verði jákvæðir fyrir því að tengjast veitunni enda muni lífsgæðin aukast að hans mati. -Reynsla annarra segir okkur að menn hafi eðlilega skiptar skoðanir til að byrja með. Mönnum vex í augum kostnaðurinn en flestir munu sjá að þetta muni borga sig innan ákveðins tíma. En svo hefur reynslan verið sú að fljótlega eftir að veitan hefur hafið starfsemi verða allir mjög ánægðir enda aukast lífsgæðin og engin vafi er á að íbúar eru komnir með verðmætari og betri eignir. Menn fara oft í aðrar framkvæmdir í leiðinni, gera húsin enn betri. Adolf segir að sveitarfélagið hafi komið myndarlega að verkinu með því að leggja til verksins fjármuni til að tryggja arðsemiskröfu Rarik, sem er ekki há að hans mati og í öðru lagi að tryggja sama verð á orkunni og á Blönduósi sem er með 35 ára gamla veitu. -Eins og við þekkjum þar sem nýjar veitur hafa komið eru þær oft á tíðum til langs tíma jafnvel dýrari en rafmagnskynding. Við erum spennt og það er algjör einhugur um verkefnið innan sveitarstjórnar. Þess má geta í lok þessara skrifa að Sveitarfélagið Skaga- strönd hefur gert samning við söluaðila um kaup á ofnum og býðst húseigendum á Skagaströnd að ganga inn í þau afsláttarkjör sem eru þar í boði. Vonir standa til að fleiri slíkir samningar verði gerðir á næstunni þar sem húseigendur muni eiga sömu möguleika á afsláttum og sveitarfélagið þegar kemur að þjónustu og efniskaupum. Adolf H. Berndsen (fyrir miðju) ræðir málin við einn söluaðilann. Myndin sýnir hvernig lagnakerfið mun líta út. Mynd: Skagaströnd.is Hiti skiptir máli fyrir alla, bæði konur og kalla. Íbúar nýttu sér daginn til að forvitnast um kostnað og framkvæmdir. Tryggvi Þór reiknar fyrir áhugasama gesti.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.