Feykir


Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 11
33/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti skilið að fá hrós. Spakmæli vikunnar Sértu sjálfselskur. Vertu þá skynsamur en ekki þröngsýnn í sjálfselsku þinni. - Dalai Lama Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Hildigeir Hugmar húð og handlæknir var virtur í sínu fagi. Á læknaráðstefnu í Udevalla í Svíþjóð hlaut hann mikið lof fyrir erindi sitt um klíníska húðskiptimeðferð á íslenskum krókódílamönnum með strípihneigð. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Hundar eru afar þefnæmir eins og flestir vita og hafa sumir þeirra verið þjálfaðir til að leita að týndu fólki og til að finna fíkniefni og sprengiefni. Þefnæmi mannsins er aðeins 1/20 af þefnæmi hundsins. Krossgáta ( BRAGÐLAUKARNIR ) berglindth@feykir.is Sultur Stútfullar af vítamínum úr íslenskri náttúru Nú þykir með eindæmum góð berjatíð og er að margra mati ómissandi að fara í berjamó þegar tekur að hausta. Af því tilefni ætlar Feykir að birta nokkrar uppskriftir af berjasultum og fleira sem hægt er að útbúa úr hinum ýmsum berjum sem náttúra Íslands hefur fram að færa. Bláberjasulta 1 kg bláber 800 gr sykur AÐFERÐ Þvoið berin. Setjið í pott ásamt sykri og sjóðið í 10 mín. Setjið í hreinar krukkur og lokið með þéttu loki. Bláberjasulta með döðlum 700 gr döðlur 2 dl vatn 1 kg bláber AÐFERÐ Saxið döður í matvinnsluvél og hellið sjóðandi vatni yfir. Látið standa í 30 mín. Hrærið berjunum saman við. Setjið í heitar hreinar krukkur og lokið með þéttu loki. Krækiberjasulta 2 kg krækiber 5 dl vatn 1 kg sykur 2 tsk hleypiefni AÐFERÐ Setjið krækiber og vatn í pott og látið sjóða í 20 mín. Bætið sykrinum út í og sjóðið í 20 mín. til viðbótar. Setjið þá hleypiefnið út í og sjóðið í 2-3 mín. Setjið í hreinar krukkur og lokið með þéttu loki. Krækiberjasaft 1 l safi úr krækiberjum 750 gr sykur AÐFERÐ Þvoið krækiberin og maukið í matvinnsluvél. Sigtið tvisvar. Blandið sykri saman við kalda saftina og hrærið við og við þar til sykurinn leysist upp. Einnig má sjóða upp saftina með sykrinum og hella á hreinar heitar flöskur. Ath. Feykir spyr... Ert þú búinn að fara í berjamó? [ Spurt í Varmahlíð ] C-vítamínið skemmist nokkuð við suðuna og einnig við að standa og þegar hrært er í saftinni. Gott út á hafragraut, grjónagraut og blandað vatni sem svaladrykkur. Rabarbara - krækiberjasulta 2 kg rabarbari 1 kg krækiber 2 ½ kg sykur AÐFERÐ Skerið rabarbarann smátt og setjið í pott ásamt sykrinum og látið berin ofan á. Maukið soðið við vægan hita í 1 klst. Hrærið í við og við þar til það þykknar. Setjið í hreinar krukkur og lokið með þéttu loki. Rifsberjasulta 1 kg rifsber 800 gr sykur AÐFERÐ Þvoið berin. Setjið í pott ásamt sykri og sjóðið í 10 mín. Setjið í hreinar krukkur og lokið með þéttu loki. Rifsberja hlaup 1 kg rifsber með stilkum og smá laufi 1 kg sykur AÐFERÐ Skolið berin í köldu vatni, ath. græn ber þurfa að vera með þar sem hleypiefnið er í þeim og stilkunum. Setjið í pott ásamt sykri. Hitið að suðu, ekki við of háan hita og hrærið í svo ekki brenni við. Látið sjóða í 7-10 mín. Dragið pottinn af hitanum, fleytið froðunni af og látið setjast til í smá tíma. Síið saftina frá berjunum og hellið á hreinar, heitar krukkur. Lokið með þéttu loki. Verði ykkur að góðu! BJÖRG BALDURSDÓTTIR -Ja, miðað við að það telst ekki með ef maður hefur tínt minna en 30 lítra þá er ég ekki búin að fara í berjamó. Reikna ekki með að ná því úr þessu. ÁSKELL HEIÐAR ÁSGEIRSSON -Nei, ég er með fólk í því á mínu heimili. PÉTURÍNA LAUFEY JAKOBSDÓTTIR -Já, ég fór í berjamó í Djúpavík á Ströndum. UNNUR GOTTSVEINSDÓTTIR -Nei, ekki ennþá en ætla að reyna komast.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.