Feykir


Feykir - 13.09.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 13.09.2012, Blaðsíða 3
34/2012 Feykir 3 Bjórhátíðin á Hólum var haldin í annað sinn laugardaginn 8. september að Hólum í Hjaltadal. Þótti hátíðin takast frábærlega en samkvæmt fréttatilkynningu frá skipuleggjendum sóttu um 80 manns hátíðina að þessu sinni, auk á annan tug sjálfboðaliða sem sáu um að hátíðin gengi smurt fyrir sig. Helstu bjórframleiðendur landsins mættu til leiks og að þessu sinni voru heimamenn hjá Bjórsetri Íslands – Brugghús líka þátttakendur og buðu upp á Vesturfara – Gangnamannaöl og Litla ljót sem varð að Litlu Gulu hænunni á sínum bás. Alls gátu gestir hátíðarinnar fengið að smakka rúmlega 20 tegundir af ólíkum lagerbjór- um eða öli. Kosið var um besta bjórinn og fóru leikar þannig að Bruggsmiðjan Kaldi varði titil sinn frá því í fyrra með árstíðarbjórnum Októberkalda. Í öðru sæti var Borg Brugg- Bjórhátíðin á Hólum haldin í annað sinn Októberkaldi þótti bestur hús með Snorra nr. 10 sem er öl úr innlendu byggi kryddað með íslensku blóðbergi úr Aðaldal. Borg Brugghús átti líka bjórinn sem lenti í þriðja sæti en það er bjór í Barley Wine stíl og er glænýr bjór úr smiðju þeirra Borgar Brugghús manna. „Sem fyrr var keppt í kútaralli og sýndu margir góð tilþrif í brautinni. Á milli þess sem smakkað var á bjór gátu menn gætt sér á ekta Bratwurst pylsum eða kíkt á nytjamarkað Kvenfélags Hólahrepps. Bjór- setur Íslands var að sjálfsögðu opið en um 84 tegundir af bjór fylltu skápa setursins um helg- ina,“ segir í fréttatilkynningu. Bjórhátíðin er haldin að undirlagi Bjórseturs Íslands sem staðsett er á Hólum og er rekið af hópi áhugamanna um bætta bjórmenningu lands- manna. /BÞ Fjölmenni var á Bjórhátíð á Hólum sem þótti takast með afbrigðum vel Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við SSNV. Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkirnir miðast við starfsemi árið 2012. Til ráðstöfunar eru 10,3 millj. kr. Menningarráð hefur ákveðið að þeir umsækjendur hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða við úthlutun ársins 2012: • Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs. • Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi. • Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu. • Verkefni sem flutt voru af safnliðum fjárlaga til Menningarráðs Norðurlands vestra árið 2012. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu Menningarráðs Norðurlands vestra, www.ssnv.is, undir liðnum Menningarráð. Umsóknir skulu sendar Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, eigi síðar en 24. september 2012. Þær má senda rafrænt á netfangið: menning@ssnv.is. Séu þær sendar í pósti skulu þær póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag. Nánari upplýsingar veitir Ingibergur Guðmundsson, menningarfulltrúi Norðurlands vestra, símar 452 2901 / 892 3080, netfang: menning@ssnv.is. Föst í Kólumbíu Ríkistjórnin styrkir fjölskylduna Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja þremur milljónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja fjölskylduna sem dvalið hefur í Kólumbíu í níu mánuði í þeim tilgangi að ættleiða þaðan tvær stúlkur. Fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað töluvert um aðstæður íslenskrar fjölskyldu, sem er fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í Kólumbíu til að ættleiða tvær ungar stúlkur. Hjónin Bjarnhildur og Friðrik fóru í desember síðastliðnum til Kólumbíu en hafa ekki ennþá komist heim með börnin vegna þess að mál þeirra hefur þæfst hjá þarlendum dómstól. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Íslenskri ættleiðingu er mál þessarar fjölskyldu einstakt og á sér ekki hlið- stæðu í Kólumbíu eða í reynslubanka Íslenskrar ættleiðingar. „Augljóst er að óvænt níu mánaða dvöl í öðru landi hefur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fjölskylduna og þá ekki síst á fjárhag hennar. En samkvæmt frétt- um stendur kostnaður þeirra nú í um 12 milljónum króna vegna þessarar útiveru,“ segir í fréttatilkynningunni. Á föstudagskvöld bárust Íslenskri ættleiðingu þær gleðilegu fréttir að ríkisstjórn Íslands hafi tekið þá ákvörðun að verja af ráð- stöfunarfé sínu þremur milljónum til að styrkja fjölskylduna í sínum þröngu aðstæðum. Það mun hafa verið Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sem, eftir ábend- ingu frá skrifstofustjóra í Innanríkisráðuneytinu, beitti sér fyrir því utan og innan ríkisstjórnar að fjöl- skyldunni yrði lagt lið með þessum hætti. /BÞ Birna Salóme og Helga Karólína bregða á leik í Kólumbíu. Veiðimaður sem staddur var í Hallá við Skagaströnd í lok ágúst sá nokkra laxa en náði ekki að setja í þá. Einn laxinn sá þó aumur á honum og gekk sjálfur á land. Um þetta má lesa á Agn.is. „Við heyrðum í veiðimanni sem skaust í Hallá og veiddi eina kvöldvakt þegar farið var að líða á síðari hluta ágúst mánaðar. Kvaðst hann hafa mætt hóflega bjartsýnn að veiðihúsinu eftir allar þær hamfarafréttir sem hafa dunið á okkur þetta árið,“ segir á Agn.is Á heimasíðunni segir að það hafi komið veiðimannin- um nokkuð á óvart að sjá að búið væri að skrá töluvert marga laxa í veiðibókina. Þeir sem höfðu veitt daginn áður en hann var á ferðinni höfðu landað tveimur 14 punda löxum, báðum nýgengnum og lúsugum. Það var því einhver von til staðar. Þegar veiðimaðurinn var kominn að ánni sáust fljótlega Landgöngulax í Hallá Stökk sjálfur í land nokkrir laxar neðarlega í ánni. Eftir að 2-3 flugum hafði verið kastað á þá komst styggð að löxunum, fóru þeir að hringsóla um hylinn og tóku loks strikið niður ánna og hurfu sjónum. Þá segir að heldur betur hafi borið til tíðinda. „Um það bil 50 metrum neðar lenti einn laxinn á mjög grunnu vatni og spriklaði sjálfur á land. Þetta var eini laxinn sem kom á land þann daginn en okkur heyrðist á veiðimanninum að hann hefði svo sannarlega verið betri en enginn,“ segir á Agn.is. Að öðru leiti var Hallá ágæt í ágúst og nokkuð til af lausum haustdögum, samkvæmt heimasíðunni, en þar eru komnir um 60 laxar á land þrátt fyrir að áin hafi fundið vel fyrir þessu mikla þurrka sumri og hafi verið hóflega ástunduð þetta sumarið. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.