Feykir


Feykir - 13.09.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 13.09.2012, Blaðsíða 5
34/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir mt ... Þann 25. ágúst sl. var þess minnst á Borðeyri, að 75 ár voru liðin frá því að þrjú ungmenni syntu yfir Hrúta- fjörð til Borðeyrar, fyrsta sinni. Ekki er vitað til, að það hafi verið gert, fyrr en Ásta Jónsdóttir, Baldur Pálsson og Hulda Pétursdóttir syntu 24. ágúst 1937. Fjölskyldur þremenning- anna hittust í fjörunni og festu þar lítinn skjöld á siglingamerki til minningar um afrekið. Alls voru samankomnir nálægt þrjátíu manns, allt frá bræðrum annarrar sundkonunnar til smábarna. Það sköpuðust því á ný góð kynni milli afkomenda vinanna þriggja. Í hópnum voru tveir, sem bjuggu á Borðeyri á tíma sundsins, og gátu þeir frætt þá yngri um lífið á árunum fyrir stríð, og í stríðinu, þegar á Borðeyri var herstöð. Snætt var í Tangahúsinu og þar afhentu fulltrúar fjöl- skyldnanna Minjasafni Hún- vetninga og Strandamanna veggspjald til minningar um sundafrekið. Formaður safn- stjórnar, Sigríður Hjaltadóttir, tók við gjöfinni og flutti mjög fróðlega tölu um Borðeyri. Enginn afkomendanna tók áskoruninni um að endurtaka afrekið að þessu sinni, en á staðnum kom upp hugmyndin um að hittast að ári og synda þá, enda í fjölskyldunum margt góðra íþróttamanna. Hver veit? Hópurinn yfirgaf Borðeyri mun fróðari um staðinn og lífið þar fyrr á tíð, og þakkar heimamönnum frábærar mót- tökur. /ÁK 75 ár frá fyrsta Hrútafjarðarsundinu Kannski verður synt að ári Knattspyrna 1. deild : Höttur - Tindastóll 2-3 Frábær sigur á Egilsstöðum og Stólarnir áfram í 1. deild Fótboltamolar Beattie í írsku liði vikunnar Fótboltasíðan Goal.com velur ávallt lið vikunnar í boltanum og fyrir skömmu var Tindastólsmaðurinn Steven Beattie valinn í lið vikunnar þar sem Goal.com valdi írska leikmenn sem spila utan Írlands. Meðal leikmanna í liðinu eru Ciaran Clark hjá Aston Villa og Shane Long hjá WBA. Beattie hlaut þessa viðurkenningu eftir leik sinn gegn Leikni þegar hann skoraði tvö mörk. Tindastóll fær Þór í heimsókn Nú á laugardaginn spila Tindastólsmenn síð- asta heimaleik sinn á þessu keppnistímabili. Gestirnir verða ekki af verri endanum en það eru deildarmeistarar Þórs frá Akureyri sem koma í heimsókn á Sauðárkróksvöll. Tindastóll á harma að hefna frá því fyrr í sumar en Þór skellti Stólunum 5-0 á Akureyri í ágúst. Vonandi ná strákarnir að rétta sinn hlut. Lokahóf knattspyrnudeildar framundan Framundan er lokahóf hjá knattspyrnudeild Tindastóls en búið er að ákveða að lokahóf fyrir m.fl. karla og kvenna fari fram í Miðgarði laugardaginn 22. september nk. Lokahóf er að sjálfsögðu einnig fyrir leikmenn Drangeyjar. Sama dag og hófið fer fram leikur Tindastóll sinn síðasta leik í 1. deildinni í ár en sá leikur verður í Reykjavík og hefst húllumhæið því seinna en vanalega. /ÓAB Steven Beatte fagnar marki. Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir í síðustu viku og gulltryggðu sæti sitt í 1. deild með mögnuðum útisigri á Hetti en leikið var á Egilsstöðum. Markalaust var í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik hrukku leikmenn beggja liða í gang en það voru Stólarnir sem höfðu betur og sigruðu 3-2. Höttur lék undan nokkrum vindi í fyrri hálfleik en vörn Tindastóls var vel á verði. Fátt var um færi en heimamenn vildu þó fá víti eftir stundarfjórðungsleik en varð ekki að ósk sinni. Eftir um hálftíma fór boltinn í mark Stólanna eftir að leikmaður Hattar kom sér fyrir útspark frá Seb Furness en kappinn var talinn brotlegur og fékk að líta gula spjaldið fyrir uppátækið. Á markamínútunni, þeirri 39., fékk Elvar Þór Ægisson dauðafæri við mark Tindastóls en negldi yfir. Það var helst að Max Touloute ógnaði marki Hattar í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur var rétt hafinn þegar heima- menn komust yfir með marki frá Davíð Einars- syni. Þeir voru ekki lengi í paradís því Colin Helmrich jafnaði á 52. mínútu eftir að aukaspyrna frá Atla Arnarsyni féll fyrir fætur hans í teignum. Skömmu síðar munaði minnstu að Max kæmi Tindastólsmönnum yfir en markvörður Hattar varði vel. Á 72. mínútu kom Atli Arnarson Stól- unum síðan yfir með þrumuskoti af 25m færi í vinkilinn og aðeins fjórum mínútum síðar bætti Benjamín Gunnlaugsson þriðja markinu við með langskoti. Það var því á brattann að sækja hjá heimamönnum gegn vel skipulögðum Tinda- stólsmönnum en þeir náðu að klóra í bakkann í blálokin þegar Friðrik Ingi Þráinsson lagaði stöðuna. Lokatölur 3-2 fyrir Tindastól. Nú eiga Tindastólsmenn aðeins tvo leiki eftir í deildinni og hafa þegar tryggt sætið í deildinni. Stólarnir eru um miðja deild, eru í áttunda sæti með 27 stig. Algjörlega frábær árangur hjá liðinu í sumar en leikir liðsins hafa flestir verið skemmti- legir og liðið spilað flottan fótbolta. /ÓAB Fjöldi fólks var samankominn til að minnast Hrútafjarðarsundsins sem þreytt var 24. ágúst 1937. Sigríður Hjaltadóttir, form. Minjasafns Húnvetninga og Strandamanna tekur við minningarskjalinu úr höndum Hildar Baldursdóttur, Hinriks Þórhallssonar og Steinunnar Hjartardóttur. Körfubolti Tindastóll tekur þátt í Greifamótinu Meistaraflokkur Tindastóls í körfubolta tekur þátt í hinu árlega Greifamóti á Akureyri um helgina. Mótherjar strákanna eru 1. deildarlið ÍA, Hattar auk gest- gjafanna í Þór. Mótið hefst á föstudag kl. 18 með leik Þórs og Tindastóls og á laugardag spila Stólarnir við ÍA kl. 11 og Hött kl. 16. Leikið verður í Síðuskóla og eru stuðningsmenn Tindastóls hvattir til að skella sér norður og kíkja á leikina en frítt er inn á alla leiki mótsins.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.