Feykir


Feykir - 13.09.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 13.09.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 34/2012 ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Það er að koma haust. Aðeins vika til heimasmölunar og skólarnir eru byrjaðir. Sólin skín eins og alltaf hér í sumar í Langadalnum; svo heit að hún brennir bæði túnin okkar og úthagann og aldrei rignir, - en við hjónin á þessum bæ ákveðum að fara í ferðalag. Það er smáferðalag, bara yfir hádaginn. Nóg fyrir okkur. Förum með dóttur okkar og tengdasyni, fimm barnabörnum á aldrinum 5 – 22ja ára. Leiðin liggur út í Hrútey sem er eyja í ánni Blöndu við Blönduós og rennur Blanda straumþung báðum megin við eyjuna. Við förum út á göngubrúna sem er orðin „roskin“ og hún hristist smávegis. „Við getum ruggað henni,“ segir unglingurinn sterki, nýkominn úr ræktinni og getur varla gengið fyrir strengjum. Eyjan er alveg yndisleg, slétt sums staðar og háir klettar líka, mikið af „fullorðnum“ trjám og alls konar gróðri. Hvönn, berjalyng, allar tegundir og þegar við erum á ferðinni er fullt af berjum og allir að tína upp í sig. Svo er fuglalíf þar en eyjan er lokuð frá apríl fram í júní vegna varptímans. Það eru mjög góðir göngustígar um alla eyju og borð og bekkir ef fólk vill setjast og hvíla sig, - jafnvel hafa með sér nesti. Ég lýsi eyjunni ekki nánar, fólk getur bara farið þangað og skoðað sig um. „Þetta er bara soldið hættulegt,“ segir unga daman í jakkanum og horfir af eyjunni ofan í straumþunga ána. Við verjum góðum tíma í eynni áður en farið er aftur í land yfir „rosknu“ brúna sem ruggar svolítið. En þá er sjoppan á næsta leyti og nú þurfa allir að fá ís. Þá þarf yngsti herramaðurinn að fara á salernið, móðir hans stormar með hann þangað en drengurinn stingur við fótum. „Þetta er sko fyrir stelpurnar,“ svo að Ari stóribróðir verður að fara með hann þangað„sem er fyrir strákana.“ Mikið var gaman að þessu litla ferðalagi og það þarf ekki að fara langt til að sjá eitthvað nýtt. Vil ég ráðleggja því fólki sem ekki kemst til Spánar eða Noregs næsta sumar að fara bara dagspart út í Hrútey í góða veðrinu. - - - - - Bylgja skorar á dótturdóttur sína og nöfnu, Bylgju Guðrúnu Brynjólfsdóttur frá Brandsstöðum í Blöndudal. Bylgja Angantýsdóttir skrifar frá Móbergi í Langadal Hafið þið komið í Hrútey? ( TÓN-LYSTIN ) palli@feykir.is Ásgeir Trausti James Blake heillar þessa dagana Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson fagnar um þessar mundir útkomu frumraunar sinnar, Dýrð í dauðaþögn, með tónleikaröð sem hefst á morgun 14. september á Græna hattinum á Akureyri. Svo fer hann á heimaslóðir og verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga sunnudaginn 16. september og endar á Faktorý í Reykjavík þar sem Ásgeir Trausti mun stíga á stokk í fyrsta sinn með fullmannaðri hljómsveit þann 18. september. Ásgeir Trausti er ungur tónlistar- maður sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþættinum Hljómskálanum í vor. Þar söng hann lagið Sumargestur sem fangaði vorstemninguna og um leið huga þjóðarinnar. Ásgeir Trausti fylgdi vinsældum þess lags eftir með smáskífunni Leyndarmál sem náði gífurlegri hylli og kom honum endanlega á kortið sem einum efnilegasta tónlistarmanni landsins. Ásgeir semur öll lögin á plötunni en um textagerð sjá þeir Einar Georg Einarsson, faðir Ásgeirs, og vinur Ásgeirs, Júlíus Aðalsteinn Róbertsson. Upptökustjórn var í höndum Guðmundar Kristins Jónssonar. Feykir sendi Ásgeiri nokkrar „Tón-lystar“ spurningar í tilefni af útkomu Dýrðar í dauða- þögn sem hann svaraði sam- viskusamlega. Árgangur: 1992 Hvar ólstu upp? Að mestu í Húnaþingi vestra, á Laugarbakka. Hljóðfæri: Gítar aðallega, en get bjargað mér á ýmsum hljóð- færum Helstu tónlistarafrek: Klára framhaldspróf á klassískan gítar og gefa út mína fyrstu breiðskífu Uppáhalds tónlistartímabil? 90's. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? James Blake. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Klassík og harmónikkutónlist. Hver var fyrsta platan/ diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Nevermind. Hvaða græjur varstu þá með? Vasadiskó. Hvað syngur þú helst í sturt- unni? Pósturinn Páll. Wham! eða Duran? Wham! Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Stranglers. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafs. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Hefði viljað fara á Nirvana á Unplugged in New York tónleikana og hefði tekið Andra með. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Kurt Cobain. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? For Emma, Forever ago. áhrif á greinina í heild sinni; veitingarekstur, flug, bílaleigur og aðra þjónustu og verslun. Samdrátturinn mun vitanlega bitna á tekjum ríkissjóðs. Skatta- hækkun getur auðveldlega skert skatttekjur og þá er betur heima setið en af stað farið. Tilraunastarfsemi í skattlagningu er ekki leiðin til árangurs. Framsóknarflokkurinn telur að ítrekaðar óvinveittar aðgerðir gegn ferðaþjónustunni sýni að ríkisstjórnin sé skilningsvana á atvinnurekstur almennt og sérstaklega þegar kemur að atvinnulífi á landsbyggðinni. Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka þá hlýtur það að verða forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjónustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verður að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Ásmundur Einar Daðason þingismaður Framsóknarflokks Gistináttaskattur ríkisstjórnar- innar var lagður á hvert útselt hótelherbergi hverja nótt allt árið um kring frá og með síðustu áramótum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngum talin hafa horn í síðu atvinnureksturs, samanber atlöguna að sjávarút- veginum og andúðina sem stafar frá stjórnarráðinu til land- búnaðarins. Ferðaþjónustan mátti því búast við höggi frá ríkisstjórninni en það er eins og stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstrar sem hvorttveggja í senn skapar útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi á landsbyggðinni. Síðsumars tilkynnti fjármálaráð- herra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Þegar kreppan skall á var það ferðaþjónustan ásamt hinum grunnatvinnuvegunum tveim, landbúnaði og sjávarút- vegi, sem skipti sköpum í efna- hagslegri viðreisn landsins. Einyrkjabúskapur er algengur í ferðaþjónustunni, einkum á landsbyggðinni, þar sem einstaklingar og fjölskyldur hafa byggt upp atvinnurekstur af krafti og áræðni. Það eru kaldar kveðjur sem ríkisstjórnin sendir þessari atvinnugrein með því að hækka álögurnar og setja þar með rekstrargrundvöllinn í uppnám. Landsbyggðin verður sérstaklega hart úti vegna skattahækkunarinnar. Eftir því sem það verður dýrara að gista hér á landi er líklegra að gisti- nóttum fækki hjá hverjum og einum ferðamanni. Gisting á landsbyggðinni verður harðar úti í þeim niðurskurði en hótel og Ríkisstjórnin ræðst á ferðaþjónustuna AÐSENT ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON SKRIFAR gistiheimili á höfuðborgarsvæð- inu þar sem gistinóttum utan höfuðborgarsvæðisins fækkar fyrst hjá ferðamönnum - áður en þeir klípa af gistingu næst millilanda-flugvellinum. Skattahækkunin mun stuðla að aukinni svartri atvinnustarfsemi, - einkum á höfuðborgarsvæðinu. Í fjölmiðlum hefur verið sagt frá því að námsmenn fá ekki húsnæði vegna þess að íbúðir sem áður voru leigðar þeim eru fráteknar fyrir ferðamann. Athuganir sam- taka í ferðþjónustu benda til að svört atvinnustarfsemi blómstri einmitt á þessum vettvangi þar sem almennt íbúðarhúsnæði er leigt út. Framsókn hafnar skattahækk- unum á ferðaþjónustuna Íslensk ferðaþjónusta er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Með því að hækka virðisaukaskattinn verður landið dýrara heim að sækja og ferðamönnum mun fækka. Það hefur bein Brúin yfir Blöndu út í Hrútey. Mynd: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.