Feykir


Feykir - 13.09.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 13.09.2012, Blaðsíða 11
34/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á allt gott skilið. Spakmæli vikunnar Fullyrðingin er tal fáfræðinnar annars vegar og trúarinnar hins vegar. – Benjamín J. Eiríksson Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Sveinhallur Fjölgeir hitti Grímfjólu Aðalstínu fyrst í kröfugöngu á 1. maí 1971. Til að gera langa sögu stutta þá tókust með þeim ástir og búa þau saman enn, þó hefur alltaf setið nokkuð í Sveinhalli hvað stóð á kröfuspjaldi Grímfjólu en það var: Frjálsar ástir lifi. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Sólin er stjarna í miðju sólkerfisins, ein af yfir 200 milljörðum sólstjarna í Vetrarbrautinni okkar. Sólin er í um 26 þúsund ljósára fjarlægð frá miðju Vetrarbrautarinnar en aðeins 150 milljón km frá jörðinni. Það er ótrúlegt en aðeins 55 prósent af öllum Bandaríkjamönnum vita að sólin er stjarna. Krossgáta ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Haddý og Róbert kokka Réttir úr heima- framleiðslunni Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir og Róbert Júlíusson eru sauðfjárbændur á Hvalshöfða í Hrútafirði. Þau skora á Guðrúnu Ósk Steinbjörnsdóttur á Hvammstanga. „Fljótlega eftir að ég gerðist sauðfjárbóndi hérna á Hvalshöfða fóru ég og kunningi minn að fikta við að reykja kjöt. Þetta varð samvinnuverkefni af því að ég átti jú kjötið en hann þennan fína reykkofa. Ég sé um söltunina og hann um reykinn. Þetta úrvalskjöt er reykt í um 2 vikur við spæni, trjákurl og tað og þykir hinn mesti herramanns matur og því finnst mér við hæfi að hafa það sem forrétt.“ FORRÉTTUR Reykt hangikjöt AÐFERÐ: Hangikjötið er skorið frosið (og hrátt) í örþunnar sneiðar og borið fram með bláberja sósu og ristuðu brauði. BLÁBERJA SÓSA: Sósan er það einfaldasta sem til er. 4-6 msk bláberja sulta (spillir nú ekki fyrir ef að hún er heimatilbúin) hrærðar út í hálfa dós af grískri jógurt. AÐALRÉTTUR Lambalæri í ofni lambalæri Lamb íslandia frá Pottagaldri Eðal krydd frá Pottagaldri Og enn held ég mig við lambakjötið. Læri látið liggja í ísskáp í 5 daga og kryddað með pottagaldra kryddinu Lamb íslandia og eðal krydd (liggur með kryddinu í 2 daga). Steikt í ofnpotti við 180 gráður í 1 og hálfan tíma. Sósan er búin til úr soðinu og bætt í hana rjóma eftir smekk og einni tsk af rabbarbarasultu. Þykkja með sósujafnara eftir þörfum. MEÐLÆTI: Meðlætið er bakað grænmeti, sæt kartafla, laukur, sveppir og paprika skorið í bita og velt uppúr örlítilli matarolíu og kryddað með sítrónupipar og salti, bakað í 20 mín við 180 gráður. Ef að mikið er haft Feykir spyr... Átt þú kind? Ertu búin að draga margar kindur í dag? [ spurt í Stafnsrétt ] GUÐRÚN VERNHARÐSDÓTTIR -Ég á hlut í kind. -Já ég er búin að því. SIGRÚN VERNHARÐSDÓTTIR -Nnneeiiijj. -Já, kannski sjö. SILVÍA RUT GUNNARSDÓTTIR Já, ég á kindur en veit ekki alveg hve margar. -Búin að draga svona tíu kindur. KRISTINN GUÐMUNDSSON -Ég á tvær en þær eru ekki hér. -Búinn að draga þrjár kindur. við eru líka sykurbrúnaðar kartöflur eins og mamma gerði alltaf. 2 dl sykur og 2 msk smjör sett á pönnu og látið bráðna og hrært vel í á meðan það gerist. Takið pönnuna af hitanum og soðnar kartöflur settar út í bráðina og hrært varlega í þar til karamellan festist á þeim. EFTIRRÉTTUR Heimatilbúinn ís 3 egg 3 msk sykur ½ l rjómi 4 msk kókómalt AÐFERÐ: Eftirrétturinn er líka úr heimaframleiðslunni að hluta. Heil egg þeytt með sykri þar til það er ljóst og létt, sett til hliðar. Ég nota heil egg í ísinn af því að ég með hænur en það má líka nota einungis rauðurnar ef að þarf að nýta þær. Rjómi er þeyttur og þessu svo blandað varlega saman og bætt í kókómalti og sett í frysti. Auðvitað er hægt að setja hvaða bragðefni sem er en þetta nýtur sérstakra vinsælda hjá húsbóndanum á bænum, ekki síst ef að þetta er borið fram með niðurskornum ávöxtum, ristuðu kókosmjöli og heitri súkkulaði sósu. RISTAÐ KÓKOSMJÖL: Kókosmjöl sett á þurra heita pönnu og hrært í með spaða þar til það er orðið ljósbrúnt. SÚKKULAÐISÓSA: Síríus suðusúkkulaði 100 gr, síróp 2 msk, og 1 dl rjómi hitað að suðu. Verði ykkur að góðu! Fjölskyldan á Hvalshöfða. Frá vinstri; Júlíus, Þorsteinn, Daníel, Hafdís, Róbert, Elmar og Gréta Kristín.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.