Feykir


Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 35/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Skagafjarðarhafnir Mikill fiskur á land Nóg var um að vera í höfnum Skagafjarðar í síðustu viku. Á heimasíðu Skagafjarðarhafna kemur fram að á sunnudag í síðustu viku lönduðu Þinganes SF-25 og Friðrik Sigurðsson ÁR-17 smá slöttum af rækju og bolfiski á Sauðárkrókshöfn en þeir komu inn vegna brælu, sem og Röst SK-17. Þinganes var með 6,6 tonn af bolfiski og 2,4 tonn af rækju, Friðrik Sigurðsson var með 7,6 tonn af rækju og 500 kíló af bolfiski. Röst landaði 2,3 tonn af rækju á mánudeginum sem og Klakkur SK-5 sem var með 95,7 tonn af þorski og 6 tonn af öðrum tegundum, sem og 7 tonn af þorsklifur. Þá landaði Málmey SK-1 67,7 tonnum af unnum afurð- um en skipið er í viðgerðar- stoppi þessa viku. Hafborg SK- 54 hefur landað í tvígang samtals 3,7 tonnum sem feng- ust í net. Á Hofsósi lönduðu tveir bátar sl. miðvikudag og þrír bátar á fimmtudag samtals 36 tonnum. „Voru þetta bátar frá Siglufirði sem leituðu inn á fjörðinn vegna brælu og þetta var útkoman,“ segir á heima- síðunni en þetta var að megn- inu til ýsa sem fékkst skammt undan höfninni á Hofsósi. Á fimmtudag og föstudag var flutningaskipið Vestlandia við Sauðárkrókshöfn og var skipað upp 638 tonnum af salti fyrir Loðskinn. Hélt skipið síðan för sinni áfram eftir hádegið á föstudag. /BÞ LEIÐARI Laun heimsins eru vanþakklæti Það er umhugsunarefni þegar forstjóri Landsspítalans fær launahækkun upp á um 450 þúsund krónur á mánuði til að tryggja það að hann haldi áfram starfi sínu hjá stofnuninni en hann hafði fengið starfstilboð í Svíþjóð á hærri launum. Mér finnst það umhugsunarvert vegna þess að enginn átti að fá hærri laun en forsætisráðherrann okkar sem fær skitinn milljónkall á mánuði en spítalaforstjórinn er með gott betur en það. Hans laun verða um 2,3 milljónir á mánuði. Mér varð hugsað til þess að ef hann vinnur virku dagana en tekur sér helgarfrí eins og tíðkast á flestum stöðum þá eru þetta 20 dagar í september, 23 dagar í október og 22 dagar í nóvember. Ef við deilum þessum dögum upp í mánaðarkaupið er hann með um og yfir 100 þúsund krónur á dag eða rúm 4000 krónur á tímann ef hann vinnur allan sólarhringinn. Það er ágætt og eflaust á hann þetta skilið en það er einhver skekkja í þessu enda hefur starfsfólk stofnunarinnar og fleiri í heilbrigðisgeiranum lýst vanþóknun sinni á þessum gjörningi velferðarráðherra og mótmæla hástöfum. Guðbjartur Hannesson er sjálfsagt að gera rétt í málunum, enda skynsamur maður, og Björn vel innvinklaður í nýja byggingu Hátæknisjúkrahúss sem liggur á teikniborðinu, en spurningin er hvort ráðherrann lifi þetta af pólitískt, nú þegar veður eru öll válynd á kosningavetri. Páll Friðriksson ritstjóri Landnámshænsna- ræktandi Fær ekki meðmæli Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra í vikunni var lagt fram erindi Júlíusar M. Baldurssonar landnámshænuræktenda þar sem hann óskaði eftir því að byggðarráð veitti honum meðmæli vegna umsóknar hans um ábúðarrétt að jörðinni Tjörn 1 á Vatnsnesi. Byggðarráð veitir ekki meðmæli né umsagnir í þeim tilvikum er ríkið ráðstafar ábúðarétti á ríkis- jörðum og samkvæmt því getur byggðarráð ekki orðið við erindi Júlíusar. /PF Byggðasafn Skagafjarðar Aldrei fleiri gestir Gestir safnsvæðisins í Glaumbæ hafa aldrei verið fleiri en á þessu sumri samkvæmt heimasíðu Byggðarsafns Skagfirðinga en þann 10. september, sem var síðasti sumaropn- unardagur safnsins, höfðu 31.339 gestir gegnið um gamla bæinn. Safnsýningagestir eru því orðnir yfir 33.300 á þessu sumri af því að á sýningar í Minjahúsinu komu 2032 gestir. Framvegis verða sýningar safnsins opnar eftir sam- komulagi. Töluvert er um hópapantanir fram í október og margir enn á ferðinni á eigin vegum. /BÞ Byggðarráð Skagafjarðar mótmælir harðlega fyrirhug- aðri skattahækkun á gistingu og telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu. Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi: „Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5% Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnún- ingur mjög skökku við. Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í grein- inni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinn- ingur ríkisvaldsins verður því minni en enginn. Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvestur- horninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikil- vægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veru- leika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verk- efni sem hafa verið í burðar- liðnum í landshlutanum. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármála- ráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrir- huguðum hækkunum virðis- aukaskatts á hótel- og gisti- þjónustu.“ /PF Byggðarráð Skagafjarðar Mótmæla hækkun virðisaukaskatts Blönduós Farið yfir helstu verkefnin Á fundi bæjarstjórnar Blönduósbæjar þann 11. september sl. fór bæjarstjóri yfir framkvæmdir sumarsins og verkefni haustsins. Samkvæmt fundargerð voru endurnýjaðar og lag- færðar 10 heimtaugar í Vatns- veitunni. Ljósastaurar og fyll- ing í götu við Smárabraut. Lóð Kvennaskólans var jarðvegs- skipt og malbikuð. Þá endurnýjaði Blönduós- bær vatnslagnir þar, Síminn endurnýjaði sínar lagnir og Rarik skipti um hitaveitulagnir á svæðinu. Verkið er á vegum Byggðasamlags um atvinnu- og menningarmál. Rarik er að ljúka við framkvæmdir við dæluhús og Rarik stefnir að því að ljúka lagningu hitaveitu til Blönduós í haust. Framkvæmd- um í Stekkjavík til að taka við sláturúrgangi stóðu yfir í sumar og er lokið. Í haust stendur til að gera breytingar á samþykktum Blönduósbæjar, uppfæra þarf jafnréttisáætlun Blönduós- bæjar, setja reglur um innkaup og samkvæmt 29. gr. sveitar- stjórnarlaga þurfa sveitarfélög að setja sér siðareglur. /BÞ Húnavatnshreppur Skóladagur- inn lengist Í haust hóf 61 nemandi nám við Húnavallaskóla og í leikskólanum Vallarbóli eru skráðir 10 nemendur en báðir skólarnir eru reknir af Húnavatns- hreppi. Nokkrar hagræðingar hafa átt sér stað, til að mynda hefur stundartöflum verið breytt, frímínútum fækkað og kennslutími aukinn, jafn- framt því að tómstundir og íþróttastarf rúmast nú innan skólatíma. Vegna breyting- anna lengist skóladagurinn lítillega. /PF Afleiðingar haustshretsins Almannavarnir munu funda Ljóst er að fjárdauði er mikill á Norðurlandi vestra eftir hretið sem gekk yfir landið fyrir skömmu og tjón bænda því í samræmi við það. Bændur á svæðinu hafa staðið í ströngu við að bjarga því fé sem fennt hafði og er ekki einungis bundið við afrétti á fjöllum. Slæmt færi hefur aftrað markvissum björgunarað- gerðum og sem dæmi var öðrum göngum frestað í Staðarfjöllum í Skagafirði vegna ófærðar. Ekki var lýst yfir neyðarástandi líkt og gerð- ist í Þingeyjarsýslu en þá koma yfirvöld að björgunarmálum með samhæfð viðbrögð og úrræði en að sögn Ríkarðs Másonar sýslumanns í Skaga- firði mun Almannavarnanefnd funda um málið. Ekki liggur enn fyrir hvert tjónið er. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.