Feykir


Feykir - 20.09.2012, Side 4

Feykir - 20.09.2012, Side 4
4 Feykir 35/2012 Ný tillaga Framsóknar um verðtryggð fasteignalán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins kynnti á fjölmennum fundi á Grand Hotel nýja tillögu til aðstoðar skuldugum heimilum. Eins og flestum er kunnugt hafa framsóknarmenn lagt höfuðáherslu á að koma heimilum til aðstoðar vegna hárrar skuldsetningar þeirra. Svokölluð 20% leið er vel þekkt og almennt viðurkennt að hefði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hlustað á þær tillögur þegar þær komu fram væri staða heimilanna önnur og betri í dag. Það er í raun ótrúlegt að heimilin hafi ekki fengið njóta þess svigrúms sem til varð er nýju bankarnir voru stofnaðir en erlendir vogunar- sjóðir látnir njóta þess í staðinn. Markmið þessarar tillögu er að koma til móts við þá sem, þrátt fyrir forsendubrest, hafa náð að standa í skilum með sín lán. Nýja tillagan gengur út á að nýta skattkerfið til að lækka skuldir heimilanna, hjálpa fólki að greiða niður lán. Í stórum dráttum yrði útfærslan þannig að afborganir fasteignalána yrðu frádráttarbærar frá tekjuskatti og skattaafslátturinn lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef afborganir lánsins hafa myndað t.d. 100 þús. kr. frádrátt þá myndi höfuðstóll lánsins lækka um 100 þús. kr. Samhliða þessu er eðlilegt að gera þá kröfu til lánveitandans að hann færi viðkomandi lán niður í 100% af fasteignamati. Til að taka af allan vafa þá gildir tillagan eingöngu um lán sem þegar hafa verið tekin og áætlað er að hún gildi tímabundið. Hverjum gagnast þetta? Stór hópur Íslendinga er í miklu basli með rekstur síns heimilis þar sem afborganir af verðtryggðum fasteignalánum hafa hækkað mjög mikið. Flestir hafa getað staðið í skilum og greitt af þessum lánum en um leið hafa fjármunir til annarra hluta minnkað að sama skapi. Með því að greiða hraðar niður lánið skapast mun fyrr svigrúm í rekstri heimilisins til að nota fjármuni í annað og það eykur veltuna í samfélaginu t.d. í formi viðhaldsverkefna, ný- framkvæmda eða kaupa á vörum og þjónustu. Þessi stóri hópur er einn þeirra sem skilinn hefur verið eftir og hefur ekki notið góðs af sértækum lausnum hingað til. Með þessu yrði til jákvæður hvati til að standa í skilum þar sem umbunin væri hraðari lækkun lána sem síðar meiri afgangur af heimilisrekstrinum. Eflaust munu einhverjir halda því fram að þessi leið sé of dýr. Þá verðum við að spyrja á móti hvað það kosti að gera ekki neitt? Það er mikill kostnaður fólginn í því að heimilin greiði sífellt meira til fjármálstofnana í formi vaxta í stað þess að greiða til samfélagins í formi aukinnar veltu. Af fenginni reynslu leggjum við tillöguna fram sem þings- ályktunartillögu, þannig að fjármálaráðherra sé falið að út- færa lagafrumvarp um þessa leið, því reynslan sýnir að of ná- kvæmar tillögur stjórnarand- stöðunnar eru skotnar niður án umhugsunar. Á þennan hátt vonumst við til að geta unnið að tillögunni í samráði við ríkisstjórnarflokkana. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á 20% leiðina í aðdraganda síðustu kosninga og hefur gert allt fram að þessu. Sú leið var fær á þeim tíma og allt þar til bankarnir voru endurreistir. Við getum ekki lofað sömu útfærslu aftur en munum leggja áherslu á að leita áfram leiða til almennrar leið- réttingar, enda gagnast þessi nýja leið því miður ekki öllum. Samhliða þessu munum við áfram leggja áherslu á verðtryggingarmál og höfum lagt fram frumvarp sem miðar að því að draga stórlega úr vægi hennar. Ég vona að þessi nýja tillaga hljóti sanngjarna og málefna- lega umfjöllun og skoðun en verði ekki slegin af borðinu umhugsunarlaust. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður AÐSENT GUNNAR BRAGI SVEINSSON SKRIFAR Á stjórnarfundi SSNV fyrir skömmu voru lagðar fram niðurstöður starfshóps þar sem lagt er til að sameiginleg barnaverndarnefnd verði starfrækt á Norðurlandi vestra. Í starfshópnum áttu sæti Magnús B. Jónsson sveitarstjóri svf. Skaga- strandar, Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri svf. Skagafjarðar og Skúli Þórðarson sveitarstjóri Húnaþings vestra. Framkvæmdastjóri SSNV starfaði með hópnum auk þess sem félagsmálastjórar sveitar- félagana komu að vinnunni auk formanna barnaverndar- nefnda A-Hún og Skagafjarðar. Niðurstöður starfshópsins eru í formi tillögu að samstarfs- samningi sveitarfélagana um sameiginlega barnaverndar- nefnd auk tillagna að verk- lagsreglum nefndarinnar sem unnin var af Jóni Björnssyni félagsráðgjafa og fyrrverandi félagsmálastjóra Akureyrar- bæjar. Stjórn SSNV samþykkti tillögu starfshópsins og mun senda tillögurnar til umsagnar sveitarfélagana þar sem óskað verður formlegs umboðs þeirra til þess að stjórn SSNV skipi í nefndina á grundvelli fyrirliggjandi tillögu. /PF Norðurland vestra Sameiginleg barna- verndarnefnd Formaður SSNV Bjarni Jónsson setti fram á stjórnarfundi samtakanna hugmynd um að ráðist yrði í sérstakt átaks- verkefni um aðgerðir til þess að stemma stigu við brottflutningi ungs fólks af svæðinu. Umræður urðu um málið og eftirfarandi tillaga formannsins samþykkt. „Stjórn SSNV samþykkir að fara í átaksverkefni sem miðar að því að ráðast í aðgerðir til þess að stemma stigu við brottflutn- ingi yngra fólks af svæðinu og skapa því aukin tækifæri í landshlutanum. Markmið verkefn- isins verði að gera svæðið enn eftir- sóknarverðara til búsetu og starfa fyrir ungt fólk. Leitað verið samstarfs við sveitarfélög, fyrirtæki, skóla og stofnanir innan svæðis sem utan og ítrekaðar óskir um víðtæka aðkomu stjórnvalda að slíku átaksverkefni.“ /PF Norðurland vestra Bjarni vill átaksverkefni Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur ráðið Katharinu Schneider í 50% starf framkvæmdastjóra setursins. Jafnframt hefur Gunnar Tryggvi Halldórsson verið ráðinn í 20% starf sem verkefnastjóri við setrið. Þetta kom fram á fundi bæjar- stjórnar Blönduósbæjar þann 11. september sl. Á fundi bæjarráðs kom einnig fram að til stendur að halda stefnumótunarfund varðandi Þekkingarsetrið í Blönduvirkjun þann 24. september nk. þar sem hags- munaaðilar mæta og marka stefnuna. Menntamálaráðu- neytið verður með fulltrúa á fundinum. Markmið Þekkingarseturs- ins er að stuðla að fræðslu og rannsóknum á staðbundnum auðlindum í Húnavatnssýslum í samstarfi við heimamenn. Auk Blönduóssbæjar, Húna- vatnshrepps og Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa ýmsar stofnanir og fyrirtæki að Þekkingar- setrinu. Setrið er til húsa í Kvennaskólanum á Blönduósi. /BÞ Þekkingarsetur á Blönduósi Framkvæmda- stjóri ráðinn Myndir af lömbum sem tófur bókstaflega átu lifandi að mati bænda sem að komu fóru sem eldur í sinu um netmiðla landsins í síðustu viku. Voru þau föst í snjó í Hamraheiðinni neðan og sunnan við Mælifellshnjúk í Skagafirði. Þar mátti sjá að tófur höfðu étið andlitin af lömbunum meðan þau gátu sig hvergi hreyft og einnig var búið að éta annað lærið Skelfilegar myndir af tófubitnu fé Veisla hjá tófunni af einu lambinu meðan það var lifandi eftir því sem vegsummerki benda til. Fleiri álíka sögur hafa heyrst víða af tófubitnu fé í snjónum. /PF Myndina tók Sæmundur Sæmundsson.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.