Feykir


Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 9
35/2012 Feykir 9 lausn og meðfram vinnunni sá ég fram á að geta haldið áfram að þróa hugmyndir mínar að listaverki sem ég hef verið að melta með mér,“ segir hún. Þó segir hún hafa komið sér svolítið á óvart hve mikið hefur verið að gera hjá henni í nýja starfinu og því hefur hún ekki mikla orku afgangs til að sinna listagyðjunni. „Nes listamiðstöð er á afar spennandi tímapunkti þar sem hægt er að stýra henni í þá átt til að ná nýjum hæðum í listrænum heilindum og jafnframt að þróa nýjar og spennandi leiðir fyrir þá sem hér dvelja til að ná árangri. Þessi umbreyting þýðir að ég þarf að setja markið hátt og leggja mikla vinnu á mig til að ná markmiðunum,“ segir Melody af sannfæringu. „Samfélagið hér á Skaga- strönd sýnir listamiðstöðinni mikinn stuðning og hefur það reynst einstaklega vel og verið mjög hjálplegt, sérstaklega þeir sem eru í stjórn listamiðstöðvarinnar,“ segir Melody. Þrátt fyrir þennan mikla stuðning segir hún mikla vinnu felast í að reka listamiðstöðina, skipuleggja hina ýmsu viðburði, s.s. hátíðir, listnámskeið, samfélagsverk- efni og sinna listamönnunum og getur öll þessi vinna stundum tekið á. Þrátt fyrir það segir hún vinnuálagið ekki öðruvísi en hún hafi átt von á, hún hafi komið hingað með það að augnamiði að leggja á sig mikla vinnu fyrstu fimm árin í starfi svo hún gæti komið Nes í þann farveg sem hún hafði séð fyrir sér. „Ég hef háleitar áætlanir fyrir Nes og einungis tvær hendur,“ segir hún og heldur áfram: „Ég átti alls ekki von á því að ég myndi sakna borgarinnar, eins mikið og ég geri, þar sem er að finna heilmikla afþreyingu af ýmsu tagi og hlutum til að auðga andagiftina og hugmyndaflæðið. Ég var vön því að nærast á listinni í kring um mig. Listamenn, afþreying og tónlist í nánasta umhverfi mínu örvaði mig og veitti mér innblástur, og ég hafði alltaf aðgang að þessari andagift. Á Skagaströnd er Nes miðstöð lista og menningar – þess vegna verð ég að láta þetta takast!“ Hátíð á Skagaströnd Í september stendur til að halda matar- og listahátíð á Skagaströnd sem kallast Könnun umhverfis-áhrifa á listsköpun, eða K.U.L. en á ensku kallast hátíðin S.E.A.S – Site Exploration Arts, Skagaströnd. Hátíðin verður sett á morgun, föstu- daginn 21. september kl. 19 með viðhöfn í húsakynnum listamiðstöðvarinnar. Svo verður lokahátíðin haldin þann 29. september með listkynningum og matar- viðburðum listamannanna og matreiðslumanna á svæðinu, sem og heimamanna. Hátíðina segir Melody vera hugarfóstur Bandaríkjamann- anna Jakobs Kasper og Andreu Cheatham Kasper, sem búa á Skagaströnd og Tönju Geis frá Hong Kong og Henry Fletcher frá Bretlandi en hjónin hittu þau síðarnefndu á námskeiði á Ísafirði. Í sameiningu báru þau þá hugmynd á borð stjórnar Nes listamiðstöðvar um hvernig mætti þróa strandmenningu og finna nýjar gerðir af fæði og matvælaauðlindum hér á svæðinu. Þannig segir hún áhersluna vera bæði á mat og listir. Í kjölfarið var sótt um ýmiskonar styrki til að fjármagna komu fleiri listamanna á Skagaströnd og til að finna nýjar leiðir til að örva svæðið fjárhagslega, listfræðilega og til nýsköpunar í matargerð. Ávöxtur þess- arar vinnu yrði matar- og listahátíð. „Þegar ég hóf störf sem framkvæmdarstjóri var það í mínum verkahring að koma þessu í framkvæmd. Mér fannst við þurfa sterkari listræna umgjörð til að laða að listamenn og til að þróa verkefnið áfram og leggja fram heildræna hátíð sem yrði tengd við staðinn. Þannig yrði maturinn og listin beintengd við staðinn sem þau eiga uppruna sinn frá. Áhugi minn á staðbundinni, lifandi og hagnýtri listsköpun reyndist góður grunnur fyrir þessa vinnu,“ segir Melody. „Ég sá fyrir mér að hátíðin myndi vara í um mánuð og á því tímabili yrði staðurinn og nágrenni hans kannaður og afraksturinn myndi birtast í formi lista og matargerðar. Þá myndu listamennirnir hitta heimafólkið, kynnast sögum, minningum, mat, hefðum, þjóðsögum og fleiri atriðum sem eru með beina tengingu við svæðið. Í gegnum listaverkin fáum við nýja sýn og skilning og uppgötvum jafnvel áður óþekkt verð- mæti á Skagaströnd og Norð- vesturlandi,“ segir hún og útskýrir nánar: „Við sjáum Skagaströnd með nýjum augum og hrópum upp yfir okkur við hverja uppgötvun svo allir heyri. Þegar sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi heim- sótti Nes í júní, sagði hann eitt af því dásamlega við Skagaströnd væri eiginleiki íbúanna til að horfa á sjálfa sig með augum annarra, með augum útlendinga eða listamanna. Ég er stolt af því að taka þátt í að stuðla að stöðugt breytilegri sýn okkar á sjálf okkur með nýjum og ferskum augum svo við getum sem best skilið litla þorpið okkar og verið framsækin, listræn, siðfróð og alheimsvædd – óháð stærð okkar,“ segir hún og brosir. Melody segir að til að halda áfram með þessa hugmynd þá sjáum við sjálf okkur frá samþættu eða síbreytilegu sjónarhorni og verðum opin fyrir nýjum túlkunum á svæðinu. „Ég er að skipuleggja kvikmyndahátíð fyrir árið 2013 sem ætlunin er að virki með svipuðum hætti og K.U.L. Ég vil bjóða kvikmyndagerðarfólki í tvo mánuði til Skagastrandar til að vinna að gerð nýrra mynda sem síðan verði sýndar á alþjóðlegri kvikmyndahátíð. Þema þessarar hátíðar er að skilja áskoranirnar á mennsku okkar og mannúðar í víðáttu einhvers sem er okkur stærra og yfirsterkara,“ segir hún en kvikmyndagerðarfólkið mun vinna á Skagaströnd við gerð myndanna, sem mun hugsanlega opna fyrir samskonar starfsemi aftur á svæðinu, og jafnframt skapa nýja leið fyrir aðra til að sjá Skagaströnd. „Ég er einnig að vonast til að geta náð saman safni heimagerðra myndbanda frá fólki á Norðvesturlandi til að segja raunverulegar sögur af svæðinu,“ segir Melody og bætir við að nánari upplýsingar verður að vanda hægt að nálgast í fréttablaði listamiðstöðvarinnar eða með því að skrá sig á póstlista á heimsíðunni neslist.is. Að lokum segist Melody vera bjartsýn á framtíðina og spennt fyrir komandi verkefnum. „Ég hvet alla til að koma á opnunarhátíð K.U.L. listahátíðarinnar á morgun til að fræðast meira um hátíðina og spjalla við listamennina sem henni tengjast – allir eru velkomnir,“ segir Melody að endingu. Melody á Skagaströnd með Spákonufell í baksýn. Melody í góðra vina hópi í Kántrýbæ. Listaverk sem prýðir einn vegg listamiðstöðvarinnar. Melody við störf í listamiðstöðinni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.