Feykir


Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 11
35/2012 Feykir 11 ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Ég ákvað þegar ég tók þeirri áskorun að vera á lista fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar að miðla því til hins almenna kjósenda hvernig það er að vera í pólitík þegar kjörtímabilið væri hálfnað. Þar sem ég er alveg rennandi blaut á bak við eyrun í þessum bransa tel ég mig vera í fínum sporum til þess að segja frá. Ég er ekki orðin samdauna þessum nýja heimi sem opnast þegar farið er í pólitík. Og maður minn nú hef ég frá mörgu að segja. Ég gekk inní þennan heim harðákveðin og forvitinn. Vinstri græn fengu nokkuð góða kosningu í framsóknarfriðlandinu Skagafirði. Við sömdum því að sjálfsögðu um meirihlutasamstarf við Framsókn og gengu þær viðræður vel. Ég komst mjög fljótlega að því að þetta sem kallast pólitík flækist bara fyrir í þessari hópvinnu sem sveitarstjórnarmálin eru. Þrátt fyrir að jú meirihlutinn eigi að ráða höfum við frá upphafi átt ágætis samstarf við minnihlutann. Þess vegna hefur komið á óvart einstaka blaðagrein frá minnihlutanum sem lýsir óánægju með ástandið eða reynir að slá ryki í augu kjósenda. En það er þeirra hlutverk, að vera óánægð allavega með eitthvað. Það er hins vegar staðreynd að nær allir sem koma að þessum málum vilja það sama, sama í hvaða flokki þeir eru. Við viljum öll gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að gera Skagafjörð að enn betri stað til að búa á. Þar sem allir, sama á hvaða aldri, búa við öryggi og velferð....eða á íslensku: að öllum líði vel, hafi í sig og á, geti notið lífsins og samvista við fólkið sitt!! Við vissum hins vegar öll að við stóðum frammi fyrir miklu verkefni að koma rekstrarmálum sveitarfélagsins í viðráðanlegt horf, sérstaklega í ljósi kreppunnar og mikinn niðurskurð á fjármagni frá hinu almáttuga ríki sem hefur bara sína hentisemi þegar kemur að fjárútlátum, athugið lagalegum fjárútlátum. Og það hefur tekist með glæsibrag þrátt fyrir dyntótt ríki. Því staðreyndin er sú að þrátt fyrir að ríkið eigi að láta okkur hafa t.d. ákveðna upphæð í fræðslumál, þá úbs fáum við bara 30 milljónum minna. Ég skildi þetta bara alls ekki, hvernig gekk þetta upp en júbs, þá er þetta bara svona. Og þetta var bara byrjunin. Að koma inní sveitarstjórnarmál, full af góðum og gildum hugmyndum um að gera þetta sveitarfélag fjölskylduvænna, fallegra og samheldnara var meira en að segja það. Þessar hugmyndir flæktust töluvert fljótt í heimi bókhaldsreglna, málamiðlana og fjárhagsáætlunarpressu. Heyrðu já, svo er ég líka í annarri vinnu, vinnu sem krefst tíma og orku, og er lifibrauðið mitt, því minn kæri kjósandi, maður verður ekki milljónamæringur á því að sinna sveitarstjórnarmálum, meira svona sérfræðingur í þolinmæði. Eftir 1 ár í þessum nýja heimi fullorðna fólksins, sem er eins langt frá því að vera fullkomin og sandkassinn á leikskólanum, féllust mér hendur. Ég sá að ég varð að forgangsraða grimmt til þess að komast yfir allt sem ég þurfti að gera, eða mér fannst ég verða að gera. Þrátt fyrir góðar fyriráætlanir hafði ég ekki komið nema hluta af málum mínum í gegn, þetta var svona eitt skref áfram og tvö aftur á bak. En eftir þetta fyrsta ár ákvað ég að taka öðruvísi á þessu, verða svolítið fagmannleg. Taka eitt mál fyrir í einu og sætta mig við það að allt færi ekki eins og ég vildi. Ég varð líka að sætta mig við það að þrátt fyrir góðan vilja þá get ég ekki verið inn í öllum málum. Og einnig að ekki koma allir fram af heilindum sem hafa þarf samskipti við, þó það sé minnihluti. Þetta allt hefur mér reynst erfitt en er þó allt að koma. Mér finnst að það ætti að vera skylda að allir tækju að minnsta kosti einu sinni þátt í því að koma saman fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélag og um leið að gera öllum til hæfis. Það er holl og góð lexía. Núna held ég áfram, ótrauð og eitilhörð, ákveðin í að nýta næstu 2 ár til eins margs góðs og ég get. Ég mun hefja þetta ár á því að kynna nýja jafnréttisáætlun fyrir Skagafjörð sem ég vann að hluta af miklum eldmóð, meðfram hlaupum mínum á næturvöktum á heilbrigðisstofnuninni, og oft var ég ansi sveitt í lok nætur. Þessi jafnréttisáætlun er nýstárleg þar sem megináherslan er á það að gera jafnrétti að því sem því var ætlað í upphafi, réttlætismáli fyrir karla ekki síður en konur. Það þarf að hrista upp í þessari umræðu, jafnréttið hefur ekki verið að skila okkur því sem því er ætlað, betra lífi fyrir bæði kyn og börnin okkar. Karlar og konur verða að vinna í því saman. Fræðsla innan skólanna er því umfangsmikil í þessari jafnréttisáætlun. Síðan ætla ég mér m.a. að vinna að samfélagsstefnu fyrir sveitarfélagið til að hrista okkur saman og efla samkennd Skagfirðinga. Því í þessum fallega firði býr afbragðsfólk sem eyðir tíma sínum um of í innbyrðis stríð, þegar þeim tíma væri betur komið í jákvæða umræðu og samhjálp. Þetta veit ég þrátt fyrir að ég sé akp. (aðkomupakk), en kannski einmitt þess vegna. Nú er ég samt hætt að þurfa túlk við það að lesa Sjónhornið og tel mig því orðna þónokkurn Skagfirðing. Pólitík er list hins mögulega sagði mér spekingur, á það ætla ég að trúa og gera mitt allra besta næstu 2 árin að minnsta kosti. Lifið heil. Virðingarfyllst með þökk fyrir traustið Arnrún Halla Arnórsdóttir 3ja barna móðir Hjúkrunarfræðingur BSc, dipl.ed í kennslufræðum, M.A í Siðfræði Háskólakennari við H.A. Formaður félags-og tómstundanefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar Varamaður í sveitarstjórn og byggðaráði sveitarfélaginu Skagafirði Formaður heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra - - - - - Arnrún Halla skorar á Guðnýju Jóhannesdóttur að skrifa næsta pistil. Arnrún Halla Arnórsdóttir skrifar frá Sauðárkróki Að vera í pólitík Farskólinn tvítugur Athyglisverð námskeið í boði Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra stendur á tímamótum en þann 9. desember næst- komandi verða 20 ár liðin frá því að Farskólinn var gerður að sjálfseignarstofnun með sína eigin skipulagsskrá. Í dag starfa ellefu símennt- unarstöðvar vítt og breitt um landið og er Farskólinn elst þeirra. Á dögunum barst nýr Námsvísir skólans inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra og að venju stútfullur af spennandi námskeiðum sem nært getur bæði líkama og sál. Að sögn Halldórs B. Gunn- laugssonar verkefnastjóra verður boðið upp á athyglisvert námskeið sem hentar vel fyrir þá sem hafa hætt í námi eða ekki farið í framhaldsnám eftir grunnskóla og treystir sér ekki til að hefja skólagöngu í framhaldsskóla. Nefnist það „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ og eru kenndir hinir átta grunn- áfangar þ.e. tungumál, stærðfræði o.fl. Mennta- og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 24 eininga á framhaldsskólastigi. Þeir sem eru að hugsa um frekari menntun ætti að skoða þennan möguleika vel. Bryndís Þráinsdóttir framkvæmdastjóri telur að námskeiðið Menntastoðir sé einnig mjög áhugavert. Þar er boðið upp á grunn- nám á framhaldsskólastigi og möguleiki á að námið sé metið sem fullnægjandi undirbúningur undir frum- greinadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi mun sjá um framkvæmdina en Farskólinn býður fólki sem hyggst feta þessa leið að stunda námið í námsverunum en notast er við fjarfundarbúnað. Námið er 600 kennslustundir eða tvær annir. Afmælisins minnst Á slíkum tímamótum sem þessum er ekki óalgengt að gerður sé dagamunur fyrir afmælisbarnið og segir Bryndís að haldið verði upp á afmæli skólans í Viku símenntunar sem verður á næstunni. Þá verður boðið upp á ókeypis örnámskeið ásamt því að haldið verður málþing. Einnig er í bígerð að gefa út afmælisrit sem væntanlega kemur út fyrir jólin. /PF Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri og Bryndís Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Farskólans.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.