Feykir


Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 14

Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 14
14 Feykir 35/2012 Skrapatungurétt Ævintýri og réttir Haukur á Röðli var atkvæðamikill í réttunum. Hin árlega stóðsmölun í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu fór fram sl. laugardag og réttað daginn eftir í Skrapatungurétt. Að sögn Valgarðs Hilmarssonar ferðamannafjallkóngs fóru yfir 250 manns ríðandi í dalinn á laugardaginn en brugðið var út af venjulegri leið vegna ófærðar og farið þess í stað frá Skrapatunguréttinni og upp í Kirkjuskarðsrétt og til baka. Á sunnudeginum hófust venjubundin réttarstörf og var stemningin góð í sæmilegu veðri en smá úrkoma var yfir svæðinu þann tíma er blaðamaður staldraði við eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. /PF ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Björn Anton á skalla framhjá marki Þórs í fyrri hálfleik. Arnar Sigurðsson er við stöngina. Knattspyrna 1. deild : Tindastóll - Þór 0-1 Dómarinn tók að sér aðal- hlutverkið í baráttuleik sóknarsviði var í liði Stólanna; Steven Beattie var meiddur en Árni Arnars var fremstur. Kaflaskil urðu í leiknum eftir um hálftíma leik þegar Guiseppe Funicello sló Árna Arnarsson og dómarinn rak hann af velli. Eftir þetta náði Tindastóll yfirhöndinni og átti Benni skot í þverslá en bæði lið áttu ágæta sénsa í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik fór dómarinn á límingunum og virtist þurfa að fylla einhvern spjaldakvóta. Heldur fannst nú heimamönn- um halla á sig og keyrði um þverbak þegar sá bláklæddi sendi Ingva Hrannar í sturtu fyrir litlar sakir ef einhverjar. Í kjölfarið sóttu gestirnir stíft og Orri Hjaltalín gerði eina mark leiksins þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Bæði lið fengu færi eftir þetta en höfðu ekki erindi sem erfiði. Með sigrinum tryggðu Þórs- arar efsta sætið í 1. deild og hafa nú unnið 10 leiki í röð sem er sannarlega frábær árangur. Stólarnir sigla hins vegar lygnan sjó og enda vertíðina í 7.-9. sæti. Síðasti leikurinn er gegn Þrótti Reykjavík, fyrir sunnan, á laugardag kl. 14:00. /ÓAB Tindastólsmenn urðu að sætta sig við að lúta í gras gegn 1. deildar meisturum Þórs frá Akureyri um helgina. Leikurinn var ekki áberandi fjörugur hvað færin snerti en það var helst að dómari leiksins ætti fjöruga spretti en hann vísaði tveimur leikmönnum af velli og sýndi nokkur vel valin gul spjöld í leik þar sem leikmenn virkuðu frekar pirraðir. Allir þeir 11 leikmenn sem æft hafa með Stólunum í sumar, og voru heilir, ekki í banni eða fjarverandi, skipuðu byrjunar- lið Stólanna. Bekkurinn var í skrautlegra lagi en þar sátu fyrrverandi þungavigtarmenn í fótboltafaginu; Guðbrandur, Marri, Gaui og Gísli Eyland auk Pálma Þórssonar sem er fæddur 1998. Ekki fengu kapparnir að láta ljós sín skína en ekki var laust við að áhorfendur væru margir hverjir spenntir að fá að sjá þessa snillinga spretta um völlinn. Þórsarar byrjuðu betur en það var auðvitað skarð fyrir skildi að enginn sérfræðingur á Laugardaginn 8. september var opna Advania mótið í golfi haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Mótið var spilað með svokölluðu Greensome fyrirkomulagi en þá spila tveir saman og taka báðir upphafs-högg og síðan er betra höggið valið og liðsfélagarnir slá annaðhvert högg eftir það. Hluti af forgjöf spilara er síðan dreginn frá heildarskori keppenda. Þrjátíu þátttakendur voru í mótinu eða fimmtán pör. Úrslitin urðu þau að í 1. sæti urðu Kristján Bjarni Hall- dórsson og Magnús Helgason á 71 höggi, í öðru sæti komu Arnar Geir Hjartarson og Elvar Ingi Hjartarson á 72 höggum, í þriðja sætu komu síðan Guðmundur Ragn- arsson og Hjörtur Geirmundsson á 73 höggum, í fjórða sæti komu þau Margrét Stefánsdóttir og Haraldur Frið- riksson á 74 höggum og í fimmta sæti einnig á 74 högg- um urðu Ingileif Oddsdóttir og Sævar Steingrímsson. Einnig voru veitt verðlaun fyrir að vera næst holu. Á 3. braut varð Róbert Óttarsson næstur holu en á 6. braut var það Frímann Guðbrandsson. /HG Golf : Opna Advania-mótið á Hlíðarendavelli Kristján og Magnús unnu Körfuboltinn : Tindastóll Greifamóts- meistarar Meistaraflokkslið Tindastóls í körfubolta vann báða leiki sína á Greifamótinu sl. laugardag gegn Skagamönnum og Hetti Egilsstöðum og unnu þar með mótið örugglega. Á föstudag lögðu strákarnir lið Þórs frá Akureyri. Á heimasíðu Tindastóls segir að leikurinn gegn Skagamönnum hafi verið Stólunum léttur og auðveldur sigur vannst 115-52. Í lokaleiknum gegn Hetti frá Egilsstöðum var annað uppi á teningnum en Hattarar áttu enn möguleika á sigri í mótinu þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Þórsurum fyrr um daginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem staðan var 43-40 fyrir Tindastól í hálfleik, tóku Stólarnir leikinn í sínar hendur í þeim seinni og lönduðu öruggum sigri 98-71. „Bárður Eyþórsson þjálfari var ánægður með margt í leik liðsins um helgina, en Kanarnir eru ekki ennþá komnir og mun liðið því eiga eftir að styrkjast og breytast með tilkomu þeirra. Vonir standa til að þeir komi í vikunni,“ segir á Tindastóll.is. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.