Feykir


Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 16

Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 16
-veisla í sumarbústaðnum! Taktu Vilko með í ferðalagið! Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 35 TBL 20. september 2012 32. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Umhverfisviðurkenningar voru veittar í áttunda sinn í Húsi frítímans sl. fimmtudag en um er að ræða samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar. Öll framkvæmd verkefnisins er í höndum kvenna í klúbbnum sem eru 32 talsins. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar eru farnar tvær ferðir um allt sveitarfélagið yfir sumarið, bæði dreifbýli og þéttbýli og tillögum er skilað til fjáröflunarnefndar klúbbsins. Hún fer síðan lokaskoðun um allt sveitarfélagið og fer yfir tilnefningar hópanna. Lokaákvörðun er tekin í samráði við Helgu Gunnlaugsdóttur, garðyrkjustjóra sveitarfélagsins. „Mikil vinna og natni er lögð í þetta val og ánægjulegt að sjá hve margir koma til greina til viðurkenninga.Val þetta fer aftur fram að ári og hvetjum við alla til að halda áfram að fegra umhverfi sitt,“ segir í fréttatilkynningu en viðurkenningar eru veittar árlega í allt að 7 flokkum. Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2012 fengu: Brúnastaðir fyrir snyrtilegasta sveitabýlið með hefðbundinn búskap. Þar búa Stefanía Hjör- dís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson. Kvistholt fyrir snyrtilegasta sveitabýlið með óhefðbundinn búskap. Þar búa Ebba Kristjáns- dóttir og Björn Svavarsson. Austurgata 14 Hofsósi fyrir snyrtilegustu lóðina í þéttbýli. Þar búa Herdís Jakobsdóttir og Páll Magnússon Kaffi Krókur fyrir snyrtilegasta umhverfi fyrirtækis. Fyrirtæk- ið er rekið af Kristínu Magnús- dóttur og Sigurpáli Aðalsteins- Nú tökum við slátur Lifur ......................................198,- kg. Hjörtu ...............................389,- kg. Nýru ....................................329,- kg. Svið ..........................................298,- kg. Mör .......................................149,- kg. Mör brytjaður ..............239,- ÞiNdar ..............................520,- kg. bLóð 2 ltr. . ...........................318,- EiStu ........................................520,- kg. HafraMjöL 1kg .........179,- rúgMjöL 2kg ..............219,- gErvikEppir 5st .......359,- SL á tu r Sa La N H Ef St 2 0 . SE pt . o g L ý k u r 5 o k t. Viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og fögur umhverfi afhentar í Skagafirði Umhverfisviður- kenningar veittar í áttunda sinn syni. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fyrir snyrtilegasta um- hverfi stofnunar. Samgönguminjasafn Skaga- fjarðar sem einstakt framtak. Eigendur Gunnar Þórðarson og Sólveig Jónasdóttir. Laugarvegur í Varmahlíð var valin snyrtilegasta gatan í Sveitarfélaginu Skagafirði. /BÞ Viðtakendur umhverfisviðurkenninga Svf. Skagafjarðar og Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar. Kvistholt fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegasta sveitabýlið með óhefðbundinn búskap. Herdís Jakobsdóttir tekur við viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóðina í þéttbýli að Austurgötu 14 á Hofsósi. Sólveig Jónasdóttir og Gunnar Þórðarson fengu viðurkenningu fyrir einstakt framtak sem er Samgönguminjasafn Skagafjarðar. Kaffi Krókur fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegasta umhverfi fyrirtækis.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.