Feykir


Feykir - 27.09.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 27.09.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 36/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Bændur á Stóru-Giljá Sakna um 200 fjár Útlitið er betra hjá Sigurði Erlendssyni bónda á Stóru- Giljá í Húnavatnshreppi en leit út í fyrstu en hann geymdi allt sitt fé í Sauðadal sem fylltist af snjó í hretinu þann 10. september sl. Í fréttum Ríkisútvarpsins um sl. helgi kom fram að Sigurður saknaði 400 lamba og nokkurs af fullorðnu en síðan þá hefur talsvert fé komið í leitirnar þegar réttað var sl. mánudag. „Svo verður smalað aftur um næstu helgi og þá kemur vonandi fleira í ljós,“ sagði Sigurður í samtali við Feyki. Sigurð vantar ennþá rúm 200 lömb og nokkrar ær og gerir hann sér vonir um að fleiri komi í leitirnar um helgina. Aðstæður til smölunar í Sauðadal segir hann hafa lagast til muna, snjórinn nánast að hverfa nema úr stærstu giljum. Aðspurður um hvort hann hafi fundið mikið dautt segist hann hafa fundið nokkra tugi. „Ég fann strax 25 kindur dauðar og svo hefur smátt og smátt bæst við. Það má vænta að sú tala hækki eitthvað, það skýrist á næstu vikum,“ sagði Sigurður. Sigurður segir fleiri bændur í Vatnsdal og Svínadal hafi látið fé sitt ganga á Sauðadal og þeim vanti þá einnig töluvert, þó hefur eitthvað vænkast hagur hjá þeim. Ljóst er þó að flestir hafi lent í einhverju tjóni. /BÞ LEIÐARI Skoðanakúgun Í nútímasamfélagi hafa netmiðlar haslað sér völl svo um munar á hraða ljóssins svo frétt morgunsins er orðin úrelt að kveldi. Nú geta allir miðlað efni um netið, ekki einungis „þeir stóru“. Samskiptamiðilinn Facebook hafa flestir séð og allir heyrt um og fer ýmislegt misgáfulegt þar á öldur ljósvakans líkt og hjá bloggurum landsins, margt gott, annað miður. Svokölluð kommentakerfi, þar sem fólk getur sett skoðanir sínar fram á því málefni sem til umræðu er, eru oft yfirfull af vitleysu og rugli og virðist fólk vera óhrætt við að gagnrýna án nokkurrar vitneskju um staðreyndir. Því miður virðist þetta hafa áhrif á umræður hvort sem þær eru pólitískar eður ei og sumir láta kúga sig til að segja eða þegja um eitthvað ákveðið mál. Þetta þurfti Feykir.is að reyna í síðustu viku þegar fréttir voru sagðar frá kvikmyndaatriði sem tekið var upp í Sauðárkrókshöfn. Aðstandendur myndarinnar hræddust neikvæða umfjöllun um hest á sundi svo mikið að þeir fengu vilja sínum framgengt að Feyki.is tæki myndbandið af atriðinu út af YouTube. Annað dæmi er að Feykir.is lenti á frægum lista Hildar Lilliendahl „Karlmenn sem hata konur“ fyrir að mæla með lagi Chris Brown en sá hlaut dóm fyrir nokkrum árum vegna ofbeldis gagnvart unnustu sinni. Ekki var verið að fjalla um þann verknað og kúga átti vefinn til að taka færsluna um lagið, sem mörgum finnst alveg ágætt, út eða að minnsta kosti að skýra það hvers vegna væri verið að hampa ofbeldismanni. Feykir.is varð ekki við þeirri ósk. En kannski er þetta bara hinn nýi tími og best að sætta sig við þetta strax... eða ekki! Páll Friðriksson ritstjóri Óskilahross í Skrapatungurétt Örmerkt en óskráð Þrátt fyrir mikinn snjó og vonda færð gekk stóðsmölun á Laxárdal vel um þar síðustu helgi, samkvæmt Húna.is. Eftir helgina kom þó í ljós að tvö óskilahross voru í stóðinu sem voru örmerkt en óskráð. Hrossaeigendur eru beðnir um að skoða sín örmerkingarblöð með það í huga að finna þessi örmerki: Rauðstjörnóttur hestur 2 v örmerki 352206000076833. Rauðskjótt hryssa 2 v örmerki 352206000076867. Upplýsingar í síma 865-2421. /BÞ Skagafjörður ábyrgist lán Skagafjarðarveitna Greiða upp óhagstæðari lán Byggðarráð lagði til við sveitarstjórn Svf. Skaga- fjarðar á fundi sínum þann 20. september sl. að sveitarfélagið gangist í ábyrgð á óverðtryggðum lánssamningi í íslenskum krónum milli Arion banka hf. og Skagafjarðarveitna ehf. að lánsupphæð 250 millj. kr. til 24 ára. „Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið gangist í einfalda ábyrgð á greiðslum samkvæmt láns- samningi þessum til lán- veitanda,“ segir í fundargerð. Þessum fjármunum er ætlað til uppgreiðslu á öðrum óhagstæðari lánum. /BÞ Samkaup og Kaupfélag Húnvetninga hafa skrifað undir samning sem veita félagsmönnum kaupfélagsins 2% afslátt af viðskiptum í verslunum Samkaupa um allt land, auk þess munu Samkaup bjóða félagsmönn- um reglulega tilboð með verulega auknum afslætti. Húni.is greinir frá þessu. „Nýir félagar munu geta skráð sig í kaupfélagið á heimasíðu Samkaupa www. samkaup.is og eins í verslunum Úrvals á Blönduósi og á Skagaströnd,“ sagði Ómar Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Samkaupa í samtali við Húna.is. „Í tilefni undirritunar samningsins verða sérstök tilboð fyrir félagsmenn í verslunum á Blönduósi og á Skagaströnd, um næstu helgi,“ bætti Ómar við. Núverandi félagsmenn í kaupfélaginu munu fá send sérstök afsláttar- kort í pósti næstu daga. Samkaup eru að stærstum hluta í eigu kaupfélaga og rekur félagið um 50 verslanir víða um land, verslanir sem flestar voru áður reknar undir merkj- um einstakra kaupfélaga. /BÞ Samkaup og Kaupfélag Húnvetninga Veita félags- mönnum afslátt Rjúpnatíminn nálgast Óbreytt veiði í ár Umhverfis- og auðlinda- ráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2012, að fengnu mati og tillögum Náttúrufræði- stofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar. Veiðar verða heimilar í níu daga líkt og haustið 2011 og dreifist veiðitímabilið á fjórar helgar. Í mati Náttúrufræðistofn- unar kemur fram að rjúpna- stofninn sé nú á niðurleið um allt land þrátt fyrir að viðkoman 2012 væri góð, sem bætir bága stöðu stofnsins. Mælist hann því stærri en haustið 2011 þrátt fyrir minni varpstofn. Umhverfisstofnun leggur til að veiðifyrirkomulag verði með sama hætti og 2011, þ.e. níu dagar, sem dreifist á eftirfarandi fjórar helgar: Föstudagurinn 26. október til sunnudagsins 28. október. Laugardagurinn 3. nóvember og sunnudagurinn 4. nóvember. Laugardagurinn 17. nóvember og sunnudagurinn 18. nóvember. Laugardagurinn 24. nóvember og sunnudagurinn 25. nóvember. Umhverfisstofnun leggur áherslu á að farið verði að ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða veiði upp á 34.000 fugla, sem geri um sex rjúpur á veiðimann, miðað við þann fjölda veiðimanna sem að jafn- aði fari til rjúpnaveiða. /PF Leikfélag Sauðárkróks Fíasól á fjalirnar Leikfélag Sauðárkróks er tekið til starfa eftir sumarið og vinnur nú að haustleikriti leikfélagsins en þetta árið varð barnaleikritið Fíasól fyrir valinu, eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. „Þetta leikrit var m.a fyrir valinu því það höfðar til breiðs aldurhóps, það er einnig skemmtilegt með grípandi tónlist og ekki skemmir að góður boðskapur leynist í því,“ segir Sigurlaug Dóra Ingi- mundardóttir formaður LS. Að sögn Sigurlaugar er búið að manna öll hlutverk og er leikhópurinn blandaður af nýjum leikurum innan um reynslubolta. „Einnig er góður hópur bak við tjöldin og saman myndast góð heild sem verður til þess að allt gengur þetta upp innan sviðs sem utan. Leikstjórar að þessu sinni eru heimafólkið Páll Friðriksson og Guðný Axelsdóttir en þetta er frumraun þeirra í að leik- stýra en eru bæði miklir reynsluboltar hjá LS,“ segir Sigurlaug. Æfingar eru komnar á gott skrið en Fíasól verður frumsýnt 3. nóvember næstkomandi. „Fíasól og félagar hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu,“ segir Sigurlaug í lokin. /BÞ Körfuknattld. Tindastóls Þröstur formaður Á aðalfundi körfuknatt- leiksdeildar Tindastóls sem haldinn var á mánudags- kvöld var Þröstur Jónsson kjörinn nýr formaður deildarinnar. Á heimasíðu Tindastóls segir að lítilsháttar tap hafi verið á rekstri meistara- flokksins, eða upp á um 304 þúsund. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.