Feykir


Feykir - 27.09.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 27.09.2012, Blaðsíða 5
36/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Uppskeruhátíð knattspyrnu- deildar Hvatar, fyrir sumarið, fór fram á dögunum og voru veitt verðlaun fyrir ástundun, mestu framfarir og bestu leikmennina. Frá þessu er greint á Húna. is en þar segir að sjálfboðaliði ársins hafi einnig verið verð- launaður. Í lokin var svo öllum boðið í pylsupartý.Verðlaun og viðurkenningar hlutu: 8. flokkur Allir fengu bolta og verðlaunapening fyrir þátttökuna 7. flokkur Besta ástundun: Jón Gísli Stefánsson og Haraldur Björgvin Eysteinsson Mestu framfarir: Þórður Pálmi Þórðarson 6. flokkur Besta ástundun: Rúnar Ingi Eysteinsson og Pétur Ari Zophoníasson Mestu framfarir: Víkingur Leon Þórðarson 5. flokkur kvenna Besta ástundun: Alma Einarsdóttir og Helga María Ingimundardóttir Mestu framfarir: Ástrós Benediktsdóttir 5. flokkur karla Besta ástundun: Bergsveinn Snær Guðrúnarson og Hilmar Smári Hilmarsson Mestu framfarir: Kristinn Heiðmar Björnsson 4. flokkur kvenna Besta ástundun: Kristrún Hilmarsdóttir og Margret Rún Auðunsdóttir Mestu framfarir: Karen Sól Káradóttir Leikmaður ársins: Arndís Þórudóttir 4. flokkur karla Besta ástundun: Kristófer Már Tryggvason og Pétur Arnar Kárason Mestu framfarir: Sigurður Bjarni Aadnegard Leikmaður ársins: Ingibergur Kort Sigurðsson 3. flokkur kvenna Besta ástundun: Hrafnhildur Björnsdóttir Mestu framfarir: Guðrún Dóra Sveinbjarnardóttir Leikmaður ársins: Hrafnhildur Björnsdóttir 3. flokkur karla Besta ástundun: Kristófer Skúli Auðunsson Mestu framfarir: Benedikt Axel Ágústsson Leikmaður ársins: Bergur Líndal Guðmundsson Sjálfboðaliði ársins: Kristjana Björk Gestsdóttir /Húni.is Uppskeruhátíð yngri flokka í knattspyrnu hjá Hvöt Viðurkenningar og pylsur Uppskeruhátíð knattspyrnuliðanna Edvard, Bjarki og Kristín best Körfuboltinn Sigur og töp í æfingaleikjum Karlalið Tindastóls í körfubolta hélt suður yfir heiðar um síðustu helgi og spilaði þar tvo æfingaleiki. Liðið tapaði fyrir ÍR á föstudag með 17 stiga mun, en vann Njarðvík á laugardag með þriggja stiga mun. Stelpurnar í stúlknaflokki töpuðu sínum æfingaleik við meistaraflokk Þórs á Akureyri. Bárður Eyþórsson þjálfari segir á Tinda- stóll.is að hann sé fyrst og fremst kátur með að liðið hafi fengið að spreyta sig gegn úrvals- deildarliðum og sagði margt gott hafa verið í leik liðsins, en jafnframt ýmislegt sem þurfi að laga eins og gengur á þessum árstíma. Tindastóll spilaði við Skallagrím í gær- kvöldi og um helgina ætla KR-ingar að koma í heimsókn og spila við Tindastól á föstudag og laugardag. Þórsarar frá Akureyri eru einnig væntanlegir í leiki við Tindastól og KR á laugardeginum. Það verður því nóg um að vera á næstunni. George Valentine kom til landsins á laugardagsmorguninn og lék nokkrar mínútur í Njarðvíkurleiknum og Isacc Miles kom nú í vikunni. Stelpurnar í stúlknaflokki léku æfingaleik við meistaraflokk Þórs á föstudagskvöldið í Síðuskóla á Akureyri en leikurinn tapaðist með 19 stiga mun. Á heimasíðu Tindastóls segir að leiknir hafi verið fimm leikhlutar og klukkan ekki stöðvuð. Eftir þriðja leikhlutann leiddu okkar stelpur með þremur stigum, en þá fór að halla undan fæti þar sem Þórsarar nýttu sér leikreynslu sína og líkamlega yfir- burði. Í liði Tindastóls var ein 16 ára stúlka, tvær 15 ára og sex 14 ára, og stóðu þær sig vel á móti eldra og reyndara Þórsliði. /PF Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls og Drangeyjar fór fram í Miðgarði sl. laugardag en þann daginn lauk keppnistímabili meistaraflokks Tindastóls. Eins og við mátti búast var mikið fjör og stemning fram á nótt eftir að búið var að seðja mesta hungrið með veislumat og skemmtiatriðum sem slógu rækilega í gegn. Viðurkenningar voru veittar til þeirra sem þóttu hafa skarað fram úr á einhverju sviði og voru eftirfarandi kallaðir til: Drangey (varalið Tindastóls) m.fl.karla: Besti leikmaðurinn Bjarki Már Árnason Efnilegasti leikmaðurinn Konráð Freyr Sigurðsson Mestu framfarirnar Ingvi Ingvarsson Besta ástundunin Óskar Smári Haraldsson Markakóngur Hilmar Kárason Tindastóll m.fl.kvenna: Besti leikmaðurinn Kristín Halla Eiríksdóttir Efnilegasti leikmaðurinn Hugrún Pálsdóttir Mestu framfarirnar Kristín Halla Eiríksdóttir Besta ástundunin Brynhildur Ólafsdóttir Markakóngur Rakel Hinriksdóttir Tindastóll m.fl.karla: Besti leikmaðurinn Edvard Börkur Óttharsson Efnilegasti leikmaðurinn Loftur Páll Eiríksson Mestu framfarirnar Benjamín Guðlaugarson Besta ástundunin Björn Anton Guðmundsson Markakóngur Ben Everson /PF 5. flokkur drengja á skemmtilegri uppskeruhátíð. Knattspyrna 1. deild : Þróttur R - Tindastóll 6-0 Skellur í síðasta leik tímabilsins Tindastólsmenn fóru enga frægðarför til Reykjavíkur sl. laugardag en þar spiluðu þeir við Þrótt Reykjavík. Hvorugt liðið hafði að neinu sérstöku að keppa en það voru heimamenn sem sáu um markaskorunina og settu sex mörk án þess að Stólarnir svöruðu fyrir sig. Þróttarar voru komnir í 2-0 eftir stundarfjórðung og þann- ig var staðan í leikhléi. Þeir bættu síðan fjórum mörkum við í síðari hálfleik. Það bar helst til tíðinda að Marri fékk að spreyta sig síðustu 10 mínútur leiksins en aðeins 13 leikmenn voru í hópnum hjá Stólunum þennan daginn. Tindastóll endaði í áttunda sæti 1. deildar með 27 stig og markatöluna 34-42. Þá er útlit fyrir ágæta norðlenska stemn- ingu í 1. deildinni að ári því auk Tindastóls og KA sem fyrir eru í deildinni, þá koma upp úr 2. deildinni tvö norðlensk lið; Knattspyrnufélag Fjallabyggð- ar og Völsungur Húsavík. /ÓAB Hugrún, Kristín Halla, Brynhildur og Sunna ásamt Snorra Geir aðstoðarþjálfara. Drangeyjarkapparnir Konni, Ingvi, Kristinn og Óskar Smári.Tindastólsmennirnir Loftur Páll, Benjamín, Björn Anton og Donni þjálfari. Edvard Börkur var valinn besti leikmaður mfl. Tindastóls.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.