Feykir


Feykir - 27.09.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 27.09.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 36/2012 Framkvæmdir við Sauðá á Sauðárkróki Grænt og snoturt útivistarsvæði Undanfarnar vikur hafa miklar framkvæmdir staðið yfir við Sauðá við Skagfirðingabraut þar sem áin rennur undir veginn. Um er að ræða fegrunaraðgerðir sem hafa staðið til um nokkurt skeið og eiga að tengja saman útivistarsvæðið í Litlaskógi allt niður að Tjarnartjörn. Svæðið umhverfis Sauðánna hefur lengi verið til skoðunar hjá sveitar- félaginu og hugmyndir um að gera það að grænu útivistarsvæði verið til umræðu um nokkurt skeið. Jón Örn Berndsen hjá Umhverfis- og tæknisviði Svf. Skagafjarðar segir þær fyrirætlanir hafi verið útfærðar nánar í rammaskipulagi fyrir þremur árum síðan en þá var verkfræðistofan Stoð á Sauðárkróki fengin í verkið og var það í höndum Sólveigar Olgu Sigurðardóttur landslagsarkitekts að koma með teikningar fyrir rammaskipulagið. „Við höfum unnið eftir skipulagi Sólveigar og verið að útfæra þær nánar út frá verklegu hliðinni hér hjá tæknideildinni,“ segir Jón Örn. „Hugmyndin er að gera svæðið náttúrulegt og aðlaðandi, m.a. fyrir börn sem þarna leika sér iðulega og veiða síli,“ bætir Jón Örn við. Í fjárhagsáætlun þessa árs var gert ráð fyrir að ljúka við framkvæmdir á svæðinu umhverfis ánna austan Skagfirðingabrautar, norðan við nýja leikskólann, Ársali. „Við höfum líka verið að vinna aðeins vestan við veginn í tjarnarmyndun og stíflugerð, einnig að skoða hvernig vatnið hagar sér,“ segir Jón Örn en verkinu lýkur að öllum líkindum í þessari viku. Á næsta ári verður framkvæmdum haldið áfram og þá verður einblínt að svæðinu nær Verknámshúsi FNV og gerðar fleiri tjarnir og eyjur. Mun þá áfanganum vera náð að þessu sinni. Víðimelsbræður ehf. hafa haft umsjón með framkvæmd verksins og að sögn Jóns Árnasonar hefur það gengið að óskum. „Við höfum verið að gera hlykki á Sauðánna til að gefa henni náttúrulegri lögun. Einnig höfum við gert þrjár tjarnir með hólmum fyrir miðju, eina norðan við nýja leikskólann, vestan við göngubrúnna sem þar er. Hinar tvær eru vestan við Skagfirðingabraut, undir brekkunni við sjúkrahúsið. Einnig settum við nokkra steina út í Sauðánna svo hægt sé að stikla á þeim yfir ánna,“ útskýrir Jón. Aðspurður um frágang umhverfis ánna taldi hann líklegt að sáð verði í moldina fremur en að tyrfa yfir þar sem mun kostnaðarsamara er að tyrfa, auk þess er moldin afar blaut eftir framkvæmdirnar. Sauðáin áður í tilfæringum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sauðáin hefur verið færð til en hér áður fyrr rann hún eftir svokölluðum Flæðum niður til sjávar, sem útskýrir nafngiftina á Flæðunum þar sem áin flæddi iðulega yfir bakka sína í leysingum. Samkvæmt Unnari Ingvarssyni héraðsskjalaverði voru Flæðarnar þar sem nú er íþrótta- völlurinn og sundlaugin. Síðan rann áin nokkurn veginn í farvegi niður þar sem Kaupþing er nú og síðan í norður að því þar sem Landsbankinn er og tók þá sveig niður til sjávar. „Áin var færð til að rýma fyrir íþróttavellinum og líklega ekki síður til að snyrta bæinn á sínum tíma, þar sem menn áttu í sífelldri baráttu við hana,“ útskýrir Unnar og bætir við að hér áður var kastað í hana bæði skólpi og rusli, þannig að hún var ekki alltaf til prýði. /BÞ Myndir af framkvæmdum við fegrun Sauðár. Sauðáin rann eftir svokölluðum Flæðum niður til sjávar. Þegar leysingar voru flæddi áin yfir bakkana. Flæðarnar voru þar sem nú er íþróttavöllurinn og sundlaugin, en síðan rann áin nokkurn veginn í farvegi niður þar sem Kaupþing er núna og síðan í norður að því þar sem Landsbankinn er, en tók þá sveig niður til sjávar. Áin var færð til að rýma fyrir íþróttavellinum og líklega ekki síður til að snyrta bæinn á sínum tíma, þar sem menn áttu í sífelldri baráttu við hana, auk þess sem í hana var kastað bæði skólpi og rusli, þannig að hún var ekki alltaf til prýði. Myndir: HSk. Sauðáin í gamla daga Teikning Sólveigar Olgu af því hvernig svæðið kemur til með að líta út. Byggingin neðst til hægri er Ársalir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.