Feykir


Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 3
37/2012 Feykir 3 Aðgerðir í Skagafirði vegna óveðurs Umfangsmiklar leitir að baki frh. af forsíðu Ákvörðun um þetta átak sagði Vernharð hafa verið tekin á fundi hjá Almannavörnum Skagafjarðar sem haldinn var mánudaginn 24. september. Ríkisstjórnin veitti fjármuni í verkefnið til að þetta væri framkvæmanlegt og einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að aðstoða við leitirnar. Samskonar aðgerðir voru einnig í gangi á sama tíma á Vaðlaheiði og Þing- eyjarsýslum. Vernharð sagði að haft hafi verið samband við fjallskila- stjóra í Skagafirði og athugað hve margir bændur óskuðu eftir aðstoð. Í kjölfarið var ákveðið að fljúga yfir fjöllin við Kolbeinsdal, Vesturfjöllin og Fljótin. Ekki náðist þó að fljúga yfir Fljótin þar sem þyrlan þurfti að hverfa til annarra verka. „Næst þegar veður verður gott ætlum við að fá flugvél sem er á Blönduósi til að fljúga yfir Fljótin og fjöllin á milli Mælifellsdals og Svartár- dals,“ sagði Vernharð. Aðgerðin hófst kl. 7 um morguninn og var leitað þar til það tók að dimma. Tveir staðkunnugir menn voru fengnir til að fljúga með þyrlunni, það voru þeir Gunnar Guðmundsson í Víðinesi, en hann er mjög staðkunnugur í fjöllunum hjá Kolbeinsdal, og Ari Sigurðs- son, stórtenór í Varmahlíð sem þekkir vel til í Vesturfjöllunum. Samkvæmt Vernharði gengu aðgerðirnar heilt yfir ljómandi vel. Engar kindur fundust við leit í fjöllunum umhverfis Kolbeinsdal en tugir fjár komu í leitirnar í Vesturfjöllunum. „Allt í allt komu 50-60 kindur í leitirnar á afrétti en fleiri bættust við þegar nær dró heimahögum,“ sagði Vernharð og bætti við að svæðin hafi verið mjög erfið yfirferðar, sérstaklega þegar leið á daginn vegna sólbráðar en mikill snjór var í hlíðum og mikil aurbleyta. Sem fyrr segir var fjöldi bænda við leitir á hestum og voru björgunarsveitarmenn með- ferðis að aðstoða þá en þær björgunarsveitir sem tóku þátt í aðgerðunum voru Björg- unarsveitin Strákar frá Siglu- firði, Skagfirðingasveit frá Það var margt um manninn á Sal Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra sl. mánudag er Heilsutorg var sett upp í tengslum við verkefni sem lýtur að heildrænni stefnu í forvarna- og heilsueflingar- málum framhaldsskólanna og er í umsjá Lýðheilsustöðvar. FNV gerðist aðili að verk- efninu og telst nú heilsueflandi framhaldsskóli en markmiðið er að stuðla markvisst að velferð og góðri heilsu framhalds- skólanemenda með áherslu á fjögur viðfangsefni, þ.e. nær- ingu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Eitt viðfangsefni er tekið fyrir á hverju ári og verða því jafn mörg og námsár flestra framhaldsskólanema. Þemað í ár er hreyfing og um það snérist Heilsutorgið að þessu sinni og gafst nemendum tækifæri á að kynna sér nokkra af þeim möguleikum sem í boði eru á Sauðárkróki. Þar má nefna Lífshlaup framhaldsskólanna ásamt hlaupakorti af svæðinu, íþróttafélagið Gróska sýndi hvernig á að leika boccia, Rikki kynnti vetrardagskrá Þrek- sports, Bárður Eyþórsson kynnti Körfuboltaakademíuna og kokkar skólamötuneytisins buðu upp á smakk af niður- skornum ávöxtum, múslístöng- um og hollustukökum, sem verður hluti af góðgæti sem mun rata upp í hillur nemenda- sjoppunnar. /PF Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Heilsutorg og hreyfing Nú er einmitt rétti tíminntil að gerast áskrifandi að Feyki því það er farinn í gang splunkunýr áskrifendaleikur. Þú gerist áskrifandi og getur unnið flottan vinning. Dettur þú í pottinn?lukku 1. vinningur Fyrsti vinningur er gisting fyrir tvo á Hótel KEA og miðar á leiksýningu að eigin vali á yfirstandandi leikhúsári hjá Leikfélagi Akureyrar. LEIKHÚSPAKKAR Á HÓTEL KEA AKUREYRI Hótel Kea // Akureyri // Símar 460 2000 og 460 2029 // Fax: +354 460 2060 // www.keahotels.is Í tveggja manna herbergi. Ein nótt með morgunverði og leikhúsmiði, kr. 10.300 á mann. Í tveggja manna herbergi. Tvær nætur með morgunverði og leikhúsmiði, kr. 17.200 á mann. Fundir, árshátíðir, hvataferðir, ráðstefnur, skemmtiferðir og fl. Gerum tilboð í hópa, stóra sem smáa. Herbergja- og borðapantanir í síma 460 2000 Leikhúspakki 1 Leikhúspakki 2 Allir áskrifendur Feykis eiga möguleika á 1. vinningi 2. vinningur Aðeins nýir áskrifendur Feykis eiga möguleika á 2. vinningi Annar vinningur er frábær snjallsími úr Galaxy seríu Samsung. Síminn hefur allt sem flottur sími þarf í dag. Wi-Fi hotspot, DLNA, HD-upptöku og öflugan tveggja kjarna örgjörva. 3. vinningur Aðeins nýir áskrifendur Feykis eiga möguleika á 3. vinningi Þriðji vinningur er bráðsmart NexTime veggklukka frá Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki. Tíminn líður ljúft með NexTime. Feykir kemur út á hverjum fimmtudegi, stútfullur af öllu því sem skiptir íbúaá Norðurlandi vestra máli, og er áskriftin einungis kr. 1400 á mánuði. Síminn er 455 7171 Ert þú áskrifandi? Þú getur einnig sent okkur póst á netfangið feykir@feykir.is Dregið verður í áskrifendaleiknum þann 16. október en þá er einmitt alþjóðlegi matardagurinn. Úrslit verða kynnt í 39. tbl. Feykis sem kemur út þann 18. október. Tryggðu þér áskrift í tíma. Sauðarkróki, Flugbjörgunar- sveitin í Varmahlíð og Grettir á Hofsósi. Stjórnstöðin var á Slökkvistöðinni á Sauðár- króki. Starfshópur til að móta viðbragðsáætlun Á fundi Almannavarna Skagafjarðar var einnig ákveðið að skipa starfshóp sem er ætlað að vinna skýrslu um afleiðingar illviðrisins sem gekk yfir 10. og 11. september. Þeir sem koma til með að tilnefna aðila til að starfa í hópnum eru Lögreglustjór- inn í Skagafirði, Leiðbein- ingarmiðstöðin á Sauðár- króki, Almannavarnarnefnd Skagafjarðar, Landbúnaðar- nefnd Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, fjallskilastjóri til- nefndur af formanni Landbúnaðardeildar og full- trúi frá Akrahreppi. Á fundinum var m.a. rætt það mikla tjón sem hlaust af óveðrinu og ályktað um að nauðsynlegt væri að fara yfir aðdraganda þess og viðbrögð bæði einstakra bænda og þeirra opinberu aðila sem hefðu getað komið þar að, með það í huga að bætt verði úr þeim ágöllum sem kunna að koma í ljós. Þetta er gert með það í huga að vinna viðbragðsáætlun þar sem horft er til framtíðar komi slíkir atburðir fyrir aftur. Verður það eitt af hlut- verkum starfshópsins að skila drögum að slíkri viðbragðs- áætlun til AS. Þá er nauðsyn- legt að bændur sem þurfi á aðstoð að halda við svipaðar aðstæður viti að þeir geti leitað aðstoðar og þá hvert, en til að mynda barst engin formleg beiðni um neyðar- aðstoð, að sögn Vernharðs. /BÞ Fjölmargir kynntu sér hvað Heilsutorgið hafði upp á að bjóða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.