Feykir


Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 7
37/2012 Feykir 7 Hún gerði tilraun til þess að komast á leikana í fyrra þegar hún tók þátt Evrópuleikunum í Danmörku í maí síðastliðnum. Þar voru keppendur um 60 konur og 60 karlar og einnig var keppt í liðakeppni þar sem 30 lið öttu kappi. Hjördísi gekk vel á mótinu og endaði í 8. sæti en það var ekki nóg til að komast á Heimsleikana því einungis efstu þrjú sætin fá að komast alla leið. Þannig að næst á dagskrá hjá Hjördísi er að halda áfram að æfa og vinna hart að markmiði sínu. Hún segist vera þakklát styrktaraðilum sínum en hún er styrkt af Hreysti sem hún segir hafa stutt vel við bakið á sér en einnig hefur Under Armour stutt hana hvað varðar fatnað. „Ég ætla að æfa mjög svipað nema í ár ætla ég að passa mig að æfa meira með öðrum og fá samkeppni frá þeim. Einnig ætla ég að vera duglegri að keppa á minni mótum til að fá meiri reynslu fyrir Evrópuleikana, því ég tel að reynslan skipti miklu máli þegar komið er á stórmót,“ útskýrir Hjördís og bætir við í lokin: „Það væri geðveikt að komast á leikana og keppa við þær allra bestu í heiminum.“ Feykir óskar Hjördís til hamingju með sigurinn og góðs gengis í að ná öllum sínum markmiðum og draumum. Vinaliðar frá Noregi í Skagafirði Allir krakkar með Í síðustu viku fengum við góða gesti í heimsókn til okkar frá Noregi, þá Kjartan Eide og Tommy Bottenvik. Þeir eru tveir af höfundum „Trivselsprogrammet“ eða Vinaliðaverkefnisins eins og við höfum kosið að kalla það hér í Skagafirði. Haldin voru leikjanámskeið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, bæði fyrir nemendur og starfsfólk grunnskólanna í Skagafirði. Á haustþingi KSNV, Kennarasambands Norðurlands vestra, kynntu þeir félagar verkefnið fyrir félagsmönnum ásamt því að bjóða upp á umræður og fyrirspurnir um verkefnið í málstofu. Vinaliðaverkefnið er fyrst og fremst forvarnarverkefni sem hefur það að yfirmarkmiði að nemendur hlakki til þess að koma í skólann sinn á hverjum degi. Ákveðinn fjöldi nemenda er valinn til þess að verða vinaliðar og munum við í fyrstu virkja nemendur í 4.-6. bekk til þátttöku í verkefninu. Hlutverk vinaliða gengur út á það að skipuleggja leiki í frímínútum og drífa alla krakka með í leikina. Einnig er það hlutverk vinaliðanna að passa upp á yngstu nemendurna, að þeim líði vel í frímínútum og vera duglegir við að virkja nemendur sem eru einir. Vinaliðar eiga að hafa augun opin gagnvart óæskilegri framkomu eða hegðun nemenda og ber þeim að tilkynna um slíkt til skólaliða eða kennara. Til þess að geta útskrifast sem vinaliði þurfa krakkarnir að fara í gegn um leikjanámskeið og fræðslu sem boðið er upp á með ákveðnu millibili. Þar læra nemendur fjölbreytta og skemmtilega leiki og fá kennslu í því koma þeim af stað í frímínútum. Rík áhersla er lögð á að vinaliðar séu hvetjandi og styðjandi við nemendur ásamt því að geta stjórnað leikjum í þann tíma sem frímínúturnar vara. Það var líf og fjör á leikjanámskiði Vinaliðanna í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Selma Barðdal ásamt Kjartan Eide og Tommy Bottenvik. Hjördís ásamt Aroni kærasta sínum. Tekið á því á Fit as Fu*k í Kaupmannahöfn. Hjördís ásamt hinum stúlkunum sem komust á pall á Fit as Fu*k. Vinaliðaverkefnið er norskt verkefni og er nú notað í um 800 grunnskólum í Noregi. Norðmenn tala gjarnan um verkefnið sem framhald eða góða viðbót við eineltisáætlun Olweusar eða aðrar sambæri- legar eineltisáætlanir. Sem kunnugt er starfa allir grunn- skólarnir þrír í Skagafirði eftir þeirri áætlun. Samkvæmt norskum rannsóknum fer 60% eineltis fram á skólalóðinni þrátt fyrir gæslu af hendi skólans. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið í þeim skólum í Noregi sem eru að nota Vinaliðaverkefnið kemur í ljós að um mun meiri aldursblöndun nemenda er að ræða en áður í frímínútum, stríðni og ágreiningur hefur minnkað til muna og mun færri nemendur eru einir í frímínútum en áður. Einnig segja um 90% kennara að verkefnið virki frábærlega eða vel í sínum skóla. Árskóli, Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli hafa nú tekið höndum saman og hafa ákveðið að innleiða Vinaliðaverkefnið í skóla- starfið. Styrkur fékkst úr Sátt- málasjóðnum til að hrinda verkefninu í framkvæmd. Umsjónarmaður verkefnisins hér verður Selma Barðdal, uppeldis- og sálfræðiráðgjafi hjá Fræðsluþjónustu Skagafjarðar. Hægt er að skoða heimasíðu verkefnisins í Noregi á eftir- farandi slóð http://www. trivselsleder.no/index.aspx. / Selma Barðdal Reynisdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.