Feykir


Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 37/2012 Tindastóll Leikmenn Tindastóls 2012-2013 Nú fer leiktímabilið að hefjast hjá körfubolta- spilurum landsins og kynnum við hér til leiks úrvalsdeildarlið Tindastóls en deildin sem keppt er í þetta tímabil nefnist Domino´s deildin. Spár þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna var gerð heyrinkunnug í vikunni en þar er okkar mönnum spáð 9. sætinu, eða ekki sæti í úrslitakeppninni. Vonum að sú spá rætist ekki. Fyrsti leikur liðsins verður sunnudaginn 7. október á Sauðárkróki gegn Stjörnunni klukkan 19:15 og allir hvattir til að láta sjá sig á bekkj- unum og hvetja Tindastól til sigurs. Tvo í leikmannahópi Tindastóls vantar í upptalninguna hér að neðan; þá Reynald Smára (fæddur 1982, 190 sm bakvörður/framherji) og Ingimar Jónsson (fæddur 1992, 197 sm fram- herji). /PF George Valentine fæddur 1988 203 sm miðherji Ragnar Níels Steinsson fæddur 1979 185 sm bakvörður Helgi Freyr Margeirsson fæddur 1982 190 sm bakvörður Ingvi Rafn Ingvarsson fæddur 1994 185 sm bakvörður Sigtryggur Arnar Björnsson fæddur 1993 182 sm bakvörður Þorbergur Ólafsson fæddur 1992 180 sm bakvörður Helgi Rafn Viggósson fæddur 1983 197 sm miðherji Isacc Miles fæddur 1988 188 sm bakvörður Sigurður Páll Stefánsson fæddur 1985 190 sm bakvörður Hreinn Gunnar Birgisson fæddur 1989 192 sm framherji Pétur Rúnar Birgisson fæddur 1996 185 sm bakvörður Svavar Atli Birgisson fæddur 1980 200 sm framherji Friðrik Hreinn Hreinsson fæddur 1981 185 sm bakvörður Birgir Þór Guðmundsson fæddur 1991 202 sm miðherji Þröstur Leó Jóhannsson fæddur 1989 196 sm bakvörður/framherji Bárður Eyþórsson þjálfari Betri stofan opnar á Hvammstanga Líf og fjör á kaffistofunni Líf og fjör var á sjúkrahúsinu á Hvammstanga sl. föstudag en þá var kaffihús opið í tilefni endurbættrar aðstöðu til ýmiss félagsstarfs með tilkomu Betri stofu og smiðju. Betri stofan kemur til með að vera notuð fyrir íbúa sjúkrahússins, gesti og dagþjónustuna. Sesselja Kristín Eggertsdóttir segir í samtali við Norðanátt.is að margar hugmyndir komi upp í kollinn með nýtingu Betri stofunnar. Til dæmis gæti hún verið nýtt til þemavinnu, fyrir konu- og karlaklúbba, fyrir gesti til að koma og ræða við íbúana og margt fleira. „Markmiðið er að fá fólk utanað til að koma inn á sjúkrahúsið. Ef þú færð gesti, þá geturðu boðið þeim þarna inn.“ Þá er smíðastofan líka ný af nálinni. Hún verður opin oftast virka daga eftir hádegi og það sama er að segja um föndur- stofuna. Morgnarnir í dagþjón- ustunni eru nýttir í hreyfingu. Kaffihúsið var vel sótt í sl. föstudag og kom það Sesselju Kristínu skemmtilega á óvart. Þar hljómaði afmælissöngurinn á kaffihúsinu og í Betri stofunni en þær systur Þóra Eggertsdóttir (86 ára) og Elsa Eggertsdóttir (88 ára) fögnuðu afmæli sínu í góðra vina hópi í vöfflukaffi. Til stendur að hafa kaffihúsið opið annað slagið í framhaldinu og mun það verða auglýst sérstaklega. Markmiðið er sem áður að fá fólk til að kíkja inn á sjúkrahúsið. „Hér eru allir velkomnir og fólkinu sem býr hér finnst voða gaman að fá fólk í heimsókn,“ segir Sesselja Kristín og bætir við að íbúar sjúkrahússins hafi gaman af því að fá frásagnir af því sem er að gerast utan sjúkrahússins. Hún segir það ekki nauðsynlegt að eiga skyldmenni á sjúkrahúsinu til að kíkja inn. „Það eru allir velkomnir, ungir sem aldnir.“ /BÞ Margir voru samankomnir í kaffihúsinu í Sjúkrahú- sinu á Hvammstanga. Ljósm.: Norðanátt.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.