Feykir


Feykir - 11.10.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 11.10.2012, Blaðsíða 5
38/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Dominos-deildin : Tindastóll - Stjarnan 79-90 Stjörnumenn voru sterkari í Síkinu FRÍ velur í landsliðshóp Tveir Skagfirðingar valdir í hópinn Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ hefur nú valið nýjan landsliðshóp að loknu utanhússtímabili 2012. Hefur einnig verið myndaður nýr Ólympíuhópur. Skagfirðingarnir Jóhann Björn Sigurbjörnsson sprett- hlaupari og Björn Margeirs- son millivegalengda- og langhlaupari sem keppa undir merkjum UMSS eru í hópnum. Þeir nafnar Jóhann Björn og Björn hafa verið kallaðir í landsliðshitting þann 27. október næstkomandi en um kvöldið verður haldin uppskeruhátíð FRÍ. /PF Tindastóll spilaði sinn fyrsta leik í hinni splunkunýju Dominos-deild á sunnudagskvöldið en þá kom sterkt lið Stjörnunnar úr Garðabæ í heimsókn í Síkið. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik reyndust gestirnir sterkari og unnu öruggana 11 stiga sigur, 79-90. Það var fín mæting í Síkið og stuðningsmenn Tindastóls spenntir að sjá nýja leikmenn fara á kostum. Að venju voru menn spenntir að sjá Bandaríkjamennina tvo, þá George Valentine og Isaac Miles, en þeir voru báðir afar daprir, nánast hlédrægir, og náðu sér engan vegin á strik. Stólarnir kláruðu annan leikhluta sterkt en Rikki hélt okkar mönnum inni í leiknum. ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Nafn: Gísli G. Magnússon. Heimili: Staðarbakki 2, Húnaþingi vestra. Starf: Bóndi. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Arsenal. Þegar ég ungur með hár og tennur fór að fylgjast með enska boltanum fannst mér Arsenal flottasta nafnið í efstu deild. Þess vegna var ákveðið að fylgja þeim. Ekki skemmdi fyrir að liðið varð tvöfaldur meistari fæðingarárið mitt og hefur reyndar afrekað það tvisvar sinnum síðan. Ertu sáttur við stöðu liðsins? Nei, liðið sem spilar besta boltann á að vera á toppnum. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Nei, deili ekki nema dæmið sé þess eðlis. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Dennis Bergkamp. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei, búið að vera á döfinni síðan 11. júní 2011. Koma tímar, koma ráð. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, búinn að opna marga pakka síðan ég gekk í Arsenalklúbbinn á Íslandi. Var að enda við að opna einn sem innihélt trefil með áletrun vegna 30 ára afmælis klúbbsins, fána með sömu áletrun o.fl. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Yngri dóttirin er búin að skreyta flesta húskofa á bænum að innan með myndum og texta sem vísa til þess hverjir eru bestir, þannig að einhver áhrif hefur maður haft á hana. Nema því aðeins að hún hafi áttað sig á því sjálf hvaða lið kann að spila fótbolta. Sonurinn, eldri dóttirin og konan forða sér yfirleitt í hinn enda hússins eða hreinlega út úr húsinu á meðan leikur er sýndur. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, en glerplatan á sófaborðinu hefur oft verið í hættu um helgar. Uppáhalds málsháttur? Öll él styttir upp um síðir. Einhver góð saga úr boltanum? Sumarið 1992 kepptum við í meistaraflokksliði Kormáks m.a. við Þrym frá Sauðárkróki. Tvennt stendur upp úr í minningunni um þann leik. Örn Gunnarsson sem lék sem aftasti varnarmaður tók aukaspyrnu frá miðju vallarins og skoraði úr henni. Einhverra hluta vegna lét dómarinn endurtaka spyrnuna og Örn gerði sér lítið fyrir og skoraði aftur frá miðju. Sjálfur lék ég sem hægri kantmaður í þessum leik sem og oft áður. Um miðjan fyrri hálfleik barst boltinn út á vinstri kant til Axels Rúnars Guðmundssonar, framherja Kormáks. Ég tók hlaupið á ská yfir völlinn, fékk sendingu frá Axel Rúnari, tók eina snertingu með hægri fæti og lét svo vaða með vinstri. Boltinn fór í markslána, niður í jörðina og svo upp í netið. Ég öskraði af geðshræringu og fagnaðarlætin ætluðu aldrei að byrja. Í búningsklefanum eftir leik sagði Axel Rúnar við mig: Ég hefði aldrei fyrirgefið þér ef þú hefðir sett þennan yfir. Þá kom Örn inn í umræðuna og sagði: Já, þú laumaðir inn einu. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Einu sinni sem oftar fór ég á vínrauðum Subaru okkar hjóna til Hvammstanga. Með í för var systir konu minnar. Ég átti erindi í Byggingavöruverslunina en þar fyrir utan stóð bíll af sömu gerð, með sama lit og bílnúmerið ekki ósvipað. Ég vissi hver átti bílinn og ákvað að leggja við hliðina á honum til að kanna hvað eigandinn gerði þegar hann kæmi úr búðinni. Mágkona mín beið í bílnum á meðan ég skaust inn í verslun. Þegar konan sem átti bílinn kom út settist hún beint inn í bílinn minn og sá þá sér til mikillar undrunar að það var farþegi við hliðina á henni sem hún þekkti ekkert. Konan áttaði sig loks á því að hún átti bílinn við hliðina og var þá fljót að færa sig um set. Spurning frá Sólrúnu Rafnsdóttur. – Hvenær á að skella sér á leik með Arsenal og hefur þú átt nautgrip sem hefur verið nefndur eftir einhverjum leikmanni Arsenal? Svar: Eins og áður kom fram er það á döfinni að fara á leik og verður vonandi framkvæmt fljótlega ef einhver hefur ráð á að koma með. Það vill nú þannig til að nautin verða yfirleitt ekki eldri en tvævetur og tekur því varla að nefna þau. Hins vegar er ég að verða uppiskroppa með nöfn á kýrnar og ætti kannski að fara að fylgjast með Arsenal „ladies“ enda hafa þær víst verið langbestar í mörg ár. Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Axel Rúnar Guðmunds- son, bónda í Valdarási. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Verður Robin van Persie markakóngur annað árið í röð ? Sumarið gert upp hjá 3.- og 4. flokki í fótboltanum Skemmtilegu sumri slúttað Uppskeruhátíð Tindastóls fyrir 3. og 4. flokka karla og kvenna fór fram á Mælifelli föstudagskvöldið 5. október þar sem boðið var upp á glæsilegt hlaðborð frá Ólafshúsi. Eftir matinn og verðlauna- veitingar var dansað til kl. 24:00 og skemmtu krakkarnir sér vel. Eftirtaldir aðilar fengu viðurkenningar fyrir frábæra frammistöðu: 3. fl.drengja Mikilvægastur: Pétur Rúnar Birgisson Efnilegastur: Óli Björn Pétursson Besta ástundun: Ágúst Friðjónsson 3. fl. stúlkna Mikilvægust: Sigurveig Anna Gunnarsdóttir Efnilegust: Hugrún Pálsdóttir Besta ástundun: Bríet Guðmundsdóttir 4. fl. drengja Mikilvægastur: Pálmi Þórsson Efnilegastur: Halldór Broddi Þorsteinsson Bestu ástundun: Jónas Aron Ólafsson 4. fl. stúlkna Mikilvægust: Kolbrún Ósk Hjaltadóttir Efnilegust: Vigdís Edda Friðriksdóttir Besta ástundun: Elínborg Margrét Sigfúsdóttir /PF Þú laumaðir inn einu Gísli G. Magnússon heldur með Arsenal Vörn Tindastóls var sterk og Stjörnunni gekk illa að klára sínar sóknir. Staðan jöfn í hálfleik, 38-38. Gestirnir voru firnasterkir í byrjun þriðja leikhluta á meðan sóknir Tindastóls gengu ekki upp. Varnarleikurinn var skárri en Stjarnan seig framúr og ekki varð það til að bæta stöðu Stólanna þegar Þresti Leó var vikið úr húsi, fékk tvær tæknivillur á tveimur sek- úndum hjá röggsömu dómaraþríeyki. Því síður var það gott mál að Justin Shouse fann fjölina sína og varð nánast óviðráðanlegur. Barátta beggja liða var í góðu lagi en Stjarnan var yfir eftir þriðja leikhluta, 52-60. Það voru Helgarnir tveir sem héldu Stólunum inni í leiknum í fjórða leikhluta en því miður hrukku kanarnir okkar aldrei í gang í leiknum og áttu erfitt uppdráttar gegn sterku Stjörnuliði. Stólarnir náðu aldrei að nálgast gestina í lokafjórðungnum og á end- anum fór það svo að Stjarnan sigraði sanngjarnt, 79-90. /ÓAB Mikilvægastir, efnilegastir og bestir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.