Feykir


Feykir - 18.10.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 18.10.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 39/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Fundur um Blöndulínu 3 Fólk hvatt til að mæta Upplýsinga- og umræðufundur um stöðu mála varðandi forsendur, skipulag, umhverfismat og leyfisveitingar vegna Blöndulínu 3 (220kV) verður haldinn meðal íbúa, landeigenda, sveitarstjórnarmanna í Hörgársveit laugardaginn 20. október 2012 kl. 10:00- 14:00 í veitingahúsinu Engimýri í Öxnadal. Í tilkynningu um málið segir að allir sem vilji kynna sér málin séu velkomnir meðan húsrúm leyfir og eru Skagfirðingar og Húnvetningar sem eitthvað um málið hafi að segja hvattir til að mæta enda um sameiginlegt hagsmunamál að ræða. /PF Lengjubikarinn í körfu Góður sigur á Fjölni Fjölnir heimsótti Tindastól í Síkið sl. sunnudagskvöld og var viðureignin hluti af Lengju-bikarnum, sem líkt og í fyrra hefst með riðlakeppni. Auk Tindastóls og Fjölnis eru lið Stjörnunnar og Breiðabliks í riðlinum. Fjölnir höfðu byrjað vel í Dominos- deildinni en þeir urðu að sætta sig við tap gegn spræku Tindastólsliði. Leikurinn var jafn fram í miðjan fyrsta leikhluta en þá náðu Stólarnir að skella í lás í vörninni og héldu forystu allt til leiksloka. Lokatölur 79-66. Fremstur í flokki hjá heimamönnum var fyrirliðinn Helgi Rafn sem gerði 20 stig og hirti aum (!) 17 fráköst. Stólarnir fráköstuðu eins og vitlausir menn í kvöld, hirtu 55 i heildina, þar á meðal 23 sóknarfráköst, á meðan gestirnir tóku 36 alls. búsett á Sauðárkróki. /ÓAB Refa- og minkaveiðar voru til umræðu á fundi Landbúnaðarnefndar Svf. Skagafjarðar sl. föstudag og var farið yfir veiðitölur fyrir árið 2012, en alls hafa 339 refir veiðst á árinu og 133 minkar. Þar kom fram að nefndar- menn voru sammála um að refur sé að fjölga sér og ný greni eru að finnast nær byggð en áður. Þykir mjög nauðsynlegt að fá aukið fjármagn í málaflokkinn og áskorun beint til ríkisins að auka aftur fjármagn en undanfarin ár hefur verið stöðugt minna fjármagn frá ríkinu í þessa veiði og alls ekkert til refaveiðinnar. /BÞ Fjölgun refa Greni finnast nær byggð Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 Hálmur til sölu Búnaðarfélag Svínavatnshrepps hefur til sölu vel verkaðan hálm. Stærð rúlla 135cm. Hálmurinn er á kornökrum félagsins á Torfalæk. Verð á rúllu er kr. 3000-, án vsk og er miðað við að hann sé tekinn sem fyrst. Uppl. gefur Sigurbjörg í síma 452 7128 eða 618 3263 og Jón í síma 452 7133 eða 868 3750. Húnaþing vestra Högnasafnið komið upp Í síðastliðnum ágúst voru Högnasafnið og Eylandssafnið sótt í Reykjaskóla í Hrútafirði, þar sem þau hafa verið í geymslu, og flutt í Bóka- og skjalasafn Húnaþings vestra á Hvammstanga. Unnið hefur verið við að skrá og flokka safnið og er sagt frá því á Norðanáttinni að það sé nú komið upp í gamlan skáp sem safninu var gefinn og tekur sig sérlega vel út. Þar segir Sigríður Tryggvadóttir bóka- og skjalavarðar að vinna við Eylandssafnið sé langt komin og vonast hún til þess að það verði komið í stand fyrir jólabókaflóðið. /PF Búfjárskaði og eignatjón Um 4000 – 5000 fjár saknað Búfjárskaði og eignatjón af sökum hausthretsins sem skall á þann 10.-11. september sl. var til umræðu á fundi Landbúnaðarnefndar Svf. Skagafjarðar sl. föstudag. Þar kom fram að ekki liggja endanlegar tölur fyrir en allt bendir til þess að á milli 4000 – 5000 fjár sé saknað eða fundist hefur dautt. Á fundinum fór Eiríkur Loftsson frá Leiðbeiningar- miðstöðinni yfir þær tölur sem nú liggja fyrir varðandi tjón á búpeningi en tölur þurfa að liggja fyrir sem fyrst svo hægt sé að gera grein fyrir tjóninu fyrir Bjargráðasjóði. Þá er umtalsvert tjón á girðingum, sem erfitt er að kanna fyrr en snjóa leysir. Vernharð Guðna- son formaður Almannavarnar- nefndar Skagafjarðar fór yfir aðkomu nefndarinnar að málinu. Gerði hann grein fyrir sameiginlegu leitarátaki bænda og björgunarsveita sem fram fór þann 29. sept. og ræddi um vinnuhóp skipaðan af Almannavarnarnefnd sem vinnur að aðgerðaráætlun sem unnið verður eftir ef slíkt ástand kemur upp aftur. Engin beiðni barst lög- reglunni í Húnavatnssýslum Vegna frétta um búfjárskaða sökum fyrrgreinds hausthrets sendi Sýslumaðurinn á Blönduósi fréttatilkynningu um gang mála í Húna- vatnssýslum. Í henni kom fram að engin beiðni um aðstoð, eða önnur tilkynning, barst lögreglunni á Blönduósi um alvarlegt ástand búfjár eða önnur atvik þegar hretið gekk yfir, né heldur næstu daga á eftir. Í tilkynningunni kemur fram að lögreglustjórar á Norðurlandi hafi verið boðaðir á fund þann 25. sept. hjá Almannavarnardeild ríkislög- reglustjóra og til umræðu voru fyrirhugaðar leitir helgina 28.- 30. sept. Þann 27. sept. barst tilkynning um að leitirnar myndu fara fram í Skagafirði og Þingeyjarsýslum en ekki var minnst á Húnavatnssýslur. Sýslumaðurinn á Blönduósi hafði þá samband við Almannavarnardeildina og fékk þau svör að það væri niðurstaða „heimamanna“ að aðstoðar væri ekki þörf og því hefðu Húnavatnssýslur verið felldar út. „Með vísan til þess sem að framan greinir þótti ekki ástæða til þess að lýsa yfir almannavarnaástandi í Húna- vatnssýslum en hins vegar hafa björgunarsveitarmenn aðstoð- að bændur dyggilega við leit að búfé í umdæminu,“ segir í tilkynningu. Sýslumaðurinn hefur ákveðið að kalla fljótlega saman Almannavarnanefnd Húnavatnssýslna og helstu aðila sem að þessu ástandi komu. /BÞ SSNV frestar þingi um mánuð Ekki sátt um kynja- kvóta í stjórn Þingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV sem haldið var á Skagaströnd um síðustu helgi var frestað um mánuð þar sem ekki tókst að mynda stjórn eftir að breytingatillaga kom fram um kynjaskiptingu. Stjórnin er eingöngu skipuð karlmönnum, tveimur fulltrúum úr Skagafirði, tveimur úr Austur- Húnavatnssýslu og einum úr Húnaþingi vestra. Sigurjón Þórðarson hvetur Bjarna Jónsson til að sýna gott fordæmi og ganga úr stjórn. -Þing SSNV sl. helgi var mjög gott. Það var mikil eining um ályktun um helstu hagsmunamál íbúa á Norður- landi vestra, m.a. á sviði samgangna og heilbrigðismála og um að auka frelsi til handfæraveiða, segir Sigurjón Þórðarson varaformaður sam- takanna en hann segir að þinginu hafi verið frestað vegna breytingatillögu á samþykktum SSNV um kynjakvóta í stjórn sem ekki náðist samstaða um. Segir hann að tillögurnar hefðu vel að merkja ekki fengið neina kynningu fyrir þingið. -Breytingin á samþykktum hefði falið í sér að Skagfirðingar og A-Húnvetningar þyrftu að hafa jafna kynjaskiptingu á sínum tveimur fulltrúum sem héruðin eiga í stjórn. V-Hún- vetningar sem voru mjög áfram um samþykkt tillögunnar voru hins vegar algerlega óbundnir af henni, segir Sigurjón. Ef breytingatillögurnar hefðu náð fram að ganga, segir Sigurjón að þá hefði það þýtt að annar þeirra karlkyns fulltrúa sem sveitarstjórn Skagafjarðar hafði nú þegar kjörið til stjórnarsetu í SSNV, til fjögurra ára, væri ekki lengur gjaldgengur. Að hans mati lá það í loftinu á tímabili að kjörnefnd legði til að fjarstaddur varamaður í sveitarstjórn Skagafjarðar yrði skipaður, að henni forspurðri, til stjórnarsetu í landshlutasamtökunum, þvert á kjör sveitarstjórnar Skaga- fjarðar! -Stjórnarseta í SSNV er meðal sæta í nefndum og ráðum sem framboðin í Skagafirði skipta með sér í upphafi kjörtímabils í samræmi við kjörfylgi. Þá skipar hvert framboð sinn fulltrúa í viðkomandi nefnd óháð vali annarra framboða sem aug- ljóslega leiðir af sér að kynjaskipting í nefndir getur orðið mjög tilviljunarkennd, segir Sigurjón og bendir á að ef samkomulag verður um að setja umrædda kynjakvóta í stjórn SSNV liggur beinast við að það gildi frá og með næsta kjörtímabili sveitarstjórna þann- ig að ljóst verði í upphafi hvaða leikreglum þarf að fara eftir og þeim ekki breytt á miðju kjörtímabili. -Ef ætlunin er að breytingarnar taki gildi nú þegar liggur beinast við að fulltrúi VG, Bjarni Jónsson, gangi úr stjórninni enda hefur flokkurinn lengi gengið til kosninga undir gunnfána femínisma og ætti að sýna gott fordæmi. Umrædd stjórnarskipan mun örugglega leysast farsællega en vafasamt er að fortakslaus lagaskylda hvíli á frjálsum félagasamtökum sem sveitar- félög standa að, s.s. SSNV, til að uppfylla kynjakvótareglu um að 40% stjórnarmanna verði að vera af öðru hvoru kyninu enda eru víða dæmi um annað. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.