Feykir


Feykir - 18.10.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 18.10.2012, Blaðsíða 3
39/2012 Feykir 3 Söfnun vegna fjárskaða á Norðurlandi Stór hópur velunnara bænda sem koma að söfnuninni Hleypt hefur verið af stokkunum fjársöfnun til stuðnings bændum vegna fjárskaða og tjóna er hlutust af óveðrinu á Norðurlandi í september. Verkefnið var kynnt í húsakynnum Mjólkursamlags KS á Sauðárkróki í tengslum við Bændadaga sem haldnir voru í síðustu viku. Átta milljónum króna var heitið á fundinum frá Kaupfélagi Skagfirðinga og Landsbanka Íslands til söfnunarinnar. Sérstök verkefnisstjórn hefur verið skipuð til að hafa umsjón með söfnuninni og móta reglur um hana og er skipuð þeim Guðna Ágústssyni fv. landbúnaðarráðherra sem jafnframt er formaður, Dag- björtu Bjarnadóttur oddvita Skútustaðahrepps, Jóni Aðal- steini Baldvinssyni fv. vígslubiskupi á Hólum, Friðriki Friðrikssyni fv. sparisjóðsstjóra á Dalvík og Þórarni Inga Péturssyni formanni Lands- samtaka sauðfjárbænda. Fram kom í ræðu Guðna Ágústssonar að vel færi á því að setja söfnunina af stað þar sem skagfirska efnahagskerfið blóm- strar hvað best enda lagði KS fimm milljónir króna í söfnunina. Útibú Landsbank- ans á Sauðárkróki, Akureyri og á Húsavík lögðu hvert um sig eina milljón króna. Þeir sem vilja styðja við bakið á mál- efninu geta lagt framlög inn á reikning nr. 0161-15-380370, kt. 630885-1409, í Lands- bankanum á Sauðárkróki. /PF Laugardaginn 20. október fer fram skoðanakönnun meðal Íslendinga varðandi hug- myndir stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Í raun eru þetta hugmyndir nokkurra einstaklinga, sem flestir eru búsettir á höfuðborgar- svæðinu, um það hvernig stjórnarskrá Íslands eigi að vera að þeirra mati. Ein spurningin í þessari könnun varðar þjóðkirkjuna og hvort það eigi að vera ákvæði um hana í stjórnarskránni, svo sem verið hefur. Ekki er þó ljóst hvernig það ákvæði á að hljóða. Fyrr á þessu ári breyttu frændur okkar Norðmenn sinni stjórnarskrá og þar var ákveðið að nema ekki á brott ákvæði um þjóðkirkju, heldur halda því inni en kveða jafnframt á um frelsi trúar- og lífskoðunarfélaga og er ákvæðið þannig: „Allir þegnar ríkisins skulu njóta frelsis til trúariðkunar. Norska kirkjan, evangelísk- lútersk kirkja er þjóðkirkja og skal sem slík njóta stuðnings ríkisins. Nánar skal það ákvarðað með lögum. Öll trú- og lífsskoðunarfélög skulu njóta stuðnings með ámóta hætti.“ Ég hvet til þess að farin verði sama leið og Norðmenn kusu að gera. Trúfrelsi er tryggt á Norðurlöndum, einmitt þar sem löng hefð er fyrir öflugum þjóðkirkjum. Það felst engin mismunun í því að ákvæði um þjóðkirkju sé AÐSENT GÍSLI GUNNARSSON SKRIFAR Bylgja Guðrún Brynjólfsdóttir skrifar frá Brandsstöðum í Blöndudal Hugleiðing um bókalestur Sæli nú. Amma mín bað mig um að skrifa pistil í Feyki. Ekkert mál, mér finnst svo gaman að lesa og skrifa. Það finnst ömmu líka. Og afa Halldóri sérstaklega. Og bara eldri kynslóðinni yfir höfuð finnst gaman af því að hafa góða bók á náttborðinu sínu til að lesa eftir góðan og annasaman dag. Leiðinlegt hvað það eru margir í dag sem að hafa engan áhuga á því yfir höfuð að glugga í góða bók. Það skemmtilegasta sem ég lærði þegar ég var í framhaldsskóla var þegar ég fékk að lesa heila skáldsögu sem var hluti af náminu, t.d. í ensku hjá honum Birni Magnússyni, eða í íslensku hjá Guðbjörgu Bjarnardóttur. Í dag er ein uppáhaldsafþreying mín að glugga í eitt stykki góða bók, þá erum við ekki að tala um Syrpuna gott fólk (Andrés Önd og félaga), þó að það sé nú gaman að glugga í hana líka af og til, heldur góðar skáldsögur. Það er alveg ótrúlegt að segja frá því, en ég sé svo oft á hinni alkunnu samskiptasíðu Facebook hverju fólk hefur gaman af og hefur áhuga á. Hjarðhugsunin kemur vel í ljós þar og fólk hvetur hvort annað, ómeðvitað, til hjarðhugsunar. Þegar fólk er að vekja áhuga annars fólks á einhverju, þá sé ég örsjaldan eða aldrei verið að tala um bækur eða lestur og hversu skemmtilegar bækur eru t.d. að koma út og þess háttar. Ætli þetta sé ekki bara næsta kynslóðin í hnotskurn? Þurfa ekki á bókum að halda, snjallsímar og þess háttar koma í staðinn. Ekki veit ég hvort það sé slæmt eða ekki, sumir segja að það sé alls ekki minna upplýsingaflóð að eiga snjallsíma heldur en að glugga í bækur. Geta jafnvel lesið bækur í snjallsímanum. En mig langaði bara að koma því á framfæri að það sé alls ekki leiðinlegt að lesa bækur, það er svo margt sem maður lærir líka á því. T.d. er hægt að bæta sig í stafsetningu, uppsetningu á texta, fá nýjar skoðanir, nýja þekkingu, virkja heilann betur og láta hann vinna (því að einhvern tímann í framtíðinni þarf maður að láta heilann vinna, maður kemst ekki hjá því gott fólk). Ég er alls ekki að segja það að ég sé ekki sátt með komandi kynslóð, ný kynslóð kemur alltaf með eitthvað nýtt með sér, t.d. nýja þekkingu á ýmsum hlutum og kannski nýja siði og eflaust eitthvað fleira sem að þróar samfélag okkar. Auðvitað eru alltaf rök með og á móti öllum sköpuðum hlutum, en ég er ávallt með því sem er jákvætt og skapandi fyrir alla, það þarf ekki endilega að vera bækur, heldur eitthvað sem lætur mann vera sátta/n með sjálfan sig og samfélagið. Og ég ætla að skora á hann föður minn, Brynjólf Friðriksson, stórbónda á Brandsstöðum í Blöndudal, til að koma með næsta pistil í Feyki. ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is LAUST STARF Í ELDHÚSI HEILBRIGÐISSTOFNUNARINNAR FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Laus er til umsóknar 70% staða starfsmanns í eldhúsi HS. Unnin er önnur hver helgi. Laun samkvæmt kjarasamningi Öldunnar stéttarfélags. Staðan er laus frá 1. nóvember. Allar nánari upplýsingar veita Sigríður eða Ragnheiður í síma 455 4015. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Herdísar Klausen framkvæmdastjóra hjúkrunar. Hægt er að sækja um rafrænt á heimsíðu HS: www.hskrokur.is. Umsóknarfrestur er til 25. október. í stjórnarskrá. Hins vegar felst í því sá yfirlýsti vilji þjóðarinnar að hér eigi áfram að byggja á þeim kristnu gildum og sið sem við höfum hingað til byggt samfélag okkar á. Notum kosningaréttinn, mætum á kjörstað og segjum því já við þessari spurningu. Gísli Gunnarsson Segjum JÁ við þjóðkirkju og trúfrelsi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.