Feykir


Feykir - 18.10.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 18.10.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 39/2012 ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Nafn: Atli Arnarson. Heimili: Er búsettur í Reykjavík eins og er, en er fæddur og uppalinn á Króknum. Starf: Nemi í Menntaskólanum í Kópavogi, en annars hef ég starfað sem mozzarella sérfræðingur hjá Mjólkursamlagi KS undanfarin þrjú sumur. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Það er Manchester United og ástæða þess er sú að ég var alinn upp í stuðning við liðið, þar sem að pabbi hefur verið stuðningsmaður þeirra síðan hann var krakki og hafa aðrir í fjölskyldunni orðið stuðningsmenn þeirra í kjölfarið. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já, ég hef nú nokkuð oft lent í einhverjum deilum og þá aðallega við þá vini mína sem eru Poolarar. Það hefur þó eitthvað minnkað á síðustu árum þar sem að þeir hafa verið í baráttu á hinum enda töflunnar. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Ryan Giggs og Paul Scholes hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi, en Tom Cleverley er að koma sterkur inn þessa dagana. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Já, ég hef tvisvar sinnum farið og séð þá spila. Fyrra skiptið var árið 2005 þegar við fjölskyldan sáum 1-1 jafnteflisleik á móti Tottenham á Old Trafford. Seinna skiptið var svo á Wembley árið 2007 þar sem ég og Árni bróðir minn sáum United vinna Chelsea í vítaspyrnukeppni í leik um góðgerðarskjöldinn. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, ég á nú eitthvað eins og könnur, flögg, trefla og einhverja búninga. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Ég hef nú ekki þurft að hafa áhyggjur af því þar sem að ég er yngstur af systkinunum og héldu allir í fjölskyldunni með liðinu áður en að ég kom til sögunnar. Við bræður gerðum þó heiðarlega tilraun til þess að fá hundinn til þess að styðja liðið með því að gefa honum hundaól merktri félaginu og tókst það framar vonum, en hann er grjótharður stuðningsmaður/stuðningshundur United í dag. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, það hef ég ekki gert enda ekki ástæða til. Uppáhalds málsháttur? Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn. Einhver góð saga úr boltanum? Þegar ég var á yngra ári í 5. flokki þá fórum við á mót á Akureyri þar sem spilaður var sjö manna bolti. Við vorum að spila við Þór að mig minnir og afi var að sjálfsögðu mættur að horfa eins og alltaf þegar að við spilum á Akureyri. Við vorum að tapa leiknum og lítið hafði gengið upp. Svo í eitt skiptið þegar boltinn fór útaf þá nýtti afi sér tækifærið og kallaði á mig. Ég þóttist nú ekki heyra í honum fyrst þar sem að ég vildi ekki fara í eitthvað spjall í miðjum leik, en afi hélt áfram að kalla svo að ég þorði ekki annað en að líta á hann og þá kallaði hann mig til sín. Ég hljóp þá til hans og hann rölti á móti inn á völlinn og sagði svo við mig að þetta væri engan veginn nógu gott hjá okkur og að það vantaði til dæmis allt kantspil í þennan leik. Ég kinkaði bara kolli enda vissi ég líklega ekki almennilega hvað fólst í kantspili á þessum tíma og hafði allavega ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því áður. Ég dreif mig svo aftur í mína stöðu þar sem að leikurinn var farinn í gang aftur. Spurning frá Óskari Smára.– Hvað hafa mörg rauð spjöld komið inn um dyragættina á Lerkihlíð 1 í gegnum tíðina? Ef ég man rétt þá hefur þessi spurning nú komið áður í „Liðið mitt“ á annan hvorn bróður minn. En þau örfáu spjöld sem við höfum fengið hafa að sjálfsögðu verið ranglega dæmd eða fyrir einhvern misskilning, en ég man þó ekki til þess að einhver okkar hafi verið spjaldaður inni á heimilinu. Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Hilmar Þór Kárason. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Heldur þú að Arsenal verði í einhverri titilbaráttu á næstu árum eða áttu von á því að Wenger haldi áfram að gefa frá sér sína bestu leikmenn? Enginn spjaldaður heima Atli Arnarson heldur með Man. Utd. Fjölmenni í Hamarsbúð Svipmyndir frá Huggulegu hausti Þá er að baki fyrsta Sviða- messuhelgin hjá þeim Húsfreyjum á Vatnsnesi og tókst hún með miklum ágætum. Magnús Magnússon sóknaprestur á Hvammstanga var veislustjóri og söngstjóri var Guðmundur Þorbergsson og fóru þeir alveg á kostum að mati viðstaddra. Mikill og þjóðlegur matur var á boðstólnum, m.a. svið í hinum ýmsu tilbrigðum; söltuð, reykt, heit og köld; sviðalappir og reykt kviðsvið með rófu og kartöflustöppu. Anna Scheving á Hvammstanga gæddi sér á góðmetinu og sagði hún kvöldið hafa verið í alla staði alveg frábært og vel heppnað. Meðfylgjandi eru skemmtilegar myndir frá Önnu. /PF Skemmtileg dagskrá var á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Mynd: Húni.isOpið var í Grettisbóli á Laugabakka Leikið að fornum sið í Grettisbóli Vatnsdæla á refli skoðuð í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sviðamessa á Vatnsnesinu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.