Feykir


Feykir - 18.10.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 18.10.2012, Blaðsíða 7
39/2012 Feykir 7 Heilir og sælir lesendur góðir. Ef rétt er munað hjá mér er sá mikli kappi Þórður Halldórsson frá Dagverðará höfundur að fyrstu vísunum að þessu sinni. Manna reynist misjöfn gerð í minni og huga festu. Umgangast þá æðstu verð eins og sýkla verstu. Krists eru orðin ennþá skýr engu ríkir fórna. Fátæktin er furðu dýr fyrir þá sem stjórna. Gaman að fá næst eina með alvörusvip, en listilega vel gerða eftir Baldvin Jónsson skálda. Ég er á vöndum villustig veikist önd af trega. Hefur í böndum mæða mig mikið hönduglega. Ágúst Guðbrandsson var eins og margir vita snjall hagyrðingur. Skil vel að honum hafi þótt atómskáldin óþörf. Eins og berist út úr klauf atóm skálda hróður. Er þar að finna ekkert lauf engan nýtan gróður. Önnur vísa, hringhent, kemur hér eftir Ágúst, ort í orðastað ónefndrar stúlku. Þú ert Einar valinn ver vonir í leyni hlýna, angur seinast yrði mér arma að reyna þína. Í upphafi ákveðinnar ferðar yrkir Ágúst svo meitlaða hringhendu. Kossa ótalda kysstu hal klæðis – falda – gerður. Fram í kaldan fjallasal ferðinni haldið verður. Að lokum þessi frá Ágústi. Löngum eru lífsins strönd lélegu eftir korti. Svo er mörgum mislögð hönd menntun þó ei skorti. Sigurjón Friðjónsson sem kenndur var við Sílalæk mun vera höfundur að þessari. Vakir drós við draum og þrá. Dagur rósvef tjaldar. Lygnir ós, og bára blá blæju ljósri faldar. Margir vísnavinir kannast trúlega við þessa kunnu morgunvísu Höllu Eyjólfsdóttur á Laugarbóli. Kastið drunga! Kætist þið! Kafnar þungur hagur. Fjalla bungum blasir við bjartur ungur dagur. Vísnaþáttur 580 Langar á þessu hörmungarhausti að halda áfram með sólarvísur. Hreiðar Geirdal yrkir svo við sólarupprás. Sólin vorsins sæludraum sveipar logabrúnum, lætur gullin geislastraum guða á fjallabrúnum. Falleg sólarhringhenda kemur hér næst. Höfundur Helgi Jónsson á Hólum í Eyjafirði. Sólin steig á himin há húmið seig af láði. Ljóss úr veigum liljan smá lífsafl teyga náði. Falleg morgunvísa kemur hér næst eftir Stein K. Steindórsson frá Írafelli. Rís í austri röðull skær rökkurguðinn völdin missir. Morgundísin muna kær móðurlega fjöllin kyssir. Klaufalegt af mér að muna ekki alveg strax eftir annarri fallegri sólarvísu eftir Helga á Hólum. Himins brunnu björt við ský blessuð sunnu ljósin. Vafin þunnan úða í opnaði munninn rósin. Falleg vísa þar á ferð lesendur góðir, og gaman væri að geta ort svo vel. Rifjum næst upp þessa kunnu vísu Sigurðar Breiðfjörð. Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sér hár hún er að greiða upp úr báru laugunum. Held endilega að Adolf J. Petersen sé höfundur að þessari. Allir dagar eiga kvöld unaðs líða stundir. Roðageisla rósatöld rennur sólin undir. Það er Ingimar Bogason á Sauðárkróki sem yrkir svo í skammdegismyrkrinu haustið 1980. Skammdegi á skugga og ljós skyldur, gleði og sorgir. Fagrar dyggðir, heiður, hrós, hrundar skýjaborgir. Finnst nú aðeins vanta að þið lesendur góðir hafið meira samband við þáttinn og leggið honum lið með efni. Bið ykkur að hugleiða það. Gott að enda þáttinn með vel gerðri hringhentri haustvísu eftir Ingimar Boga. Stormur gnauðar sterkum róm stækkar nauða vandinn. Fölnar hauður, falla blóm fúll og snauður andinn. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á rétt á því að kjósa seint á laugardaginn. Spakmæli vikunnar Maðurinn kýs að trúa því sem hann kýs að sé satt - Bacon Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Í starfi sínu hjá ríkisendurskoðanda hefur Sveinbeinn Geirólfur það verkefni að stinga málum undir stól. Til vinnuhagræðis hefur hann nú fengið stól með innbyggðum pappírstætara. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Fremdardýr er íslenska heitið á prímötum og eru þau dýr sem tilheyra samnefndum ættbálki, þ.e.a.s. allir lemúrar, apakettir, apar og menn. Orðið prímati er komið af latneska orðinu „primas“ sem þýðir m.a. „fremd“ og þannig er orðið fremdardýr til komið. Fremd merkir frami eða vegsauki. En það ótrúlega er að api var einu sinni fangaður og dæmdur fyrir reykja sígarettu í South Bend í Indiana. Krossgáta Feykir spyr... Af hverju klæðist þú bleiku í dag? [spurt í Árskóla] INGA SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR -Út af því að það er bleikur dagur. Þá er verið að styrkja krabbameinssjúka. ANDREA MÆJA -Til að styðja krabbameinsrannsóknir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.