Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 10 Einar Haukur Óskarsson er íþróttagarpurinn Stefnir á atvinnumennsku BLS. 8 Benedikt Lafleur í opnuviðtali í Feyki Ætlar að synda 50 ferðir úr Drangey Söngur, tónlist og ungpíunærföt á Blönduósi Mikil ánægja með menn- ingardagskrá Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 40 TBL 25. október 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air ARGOSY sjónvarpsflakkari Spilar allar tegundir kvikmynda, kemur stakur án disks eða í tveimur stærðum en einnig er hægt að tengja auka USB flakkara við HV373T og spila af þeim flakkara. Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga Sími: 451 2230 / 894 0969 Fax: 451 2890 Netfang: bilbu@simnet.is BÍLA- & BÚVÉLASALAN Við sjávarmálið má sjá brot úr stórum kletti sem hefur klofnað frá neðst í bergstálinu í Illastapagjá í Drangey. Ljósm.: Þorsteinn Sæmundsson Hrun í kjölfar skjálfta Jarðskjálftar á Norðurlandi Eftir jarðhræringar síðustu daga ákváðu nokkrir meðlimir í Drangeyjar- félaginu ásamt Þorsteini Sæmundssyni, forstöðu- manni Náttúrustofu Norðurlands vestra, að gera sér ferð út í Drangey mánudaginn 22. október. Að sögn Þorsteins var tilgangur ferðarinnar að kanna hvort eitthvað hefði hrunið úr eynni í jarð- skjálftunum undanfarna daga. „Ekki var að sjá að mikið hefði hrunið úr eynni, nema í sunnaverðri Uppgönguvík í norðanverðum Lundhöfða, þar sem nefnist Illastapagjá. Þar hafði stór klettur klofnað frá neðst í bergstálinu, en önnur ummerki grjóthruns voru ekki sýnileg,“ sagði Þorsteinn í samtali við Feyki. Oft hefur mikið hrun orðið í Drangey í jarðskjálftum og tekur Þorsteinn sem dæmi Karlinn, drang sem stóð norðan við eyna, sem hrundi í skjálfta árið 1755 en þá hafa nokkrir stórir skjálftar riðið yfir með miklu hruni í eynni. Þeir síðustu árin 1934, (Dalvíkurskjálftinn), 1936, 1963 (Skagafjarðar- skjálftinn) og 1964 en í þessum skjálftum segir Þorsteinn hafi meðal annars verið getið um mikið hrun í norðanverðri eynni, við svokallaðan Gafl og Ólafssig. Hrun úr Þórðarhöfða Þá bárust fregnir af hruni úr Þórðarhöfða en að sögn Símons Gestssonar ráðs- manns á Bæ á Höfðaströnd hafði u.þ.b. 5-10 m breið sneið hrunið úr berginu vestan í höfðanum, syðst. „Þetta vakti ekki athygli okkar hér á Bæ í fyrstu en þetta sést vel héðan af bænum. Bergið er ljósgrátt þar sem fyllan hefur hrunið úr og undir má sjá skriðu,“ útskýrði Símon. Símon taldi líklegt að flagan hafi verið byrjuð að losna og þegar skjálftarnir riðu yfir var það nóg til að skriðan fór af stað. Hann bætir við að hrunið hafi ekki breytt ásýndum á Höfðanum. /BÞ KR. 19.900 (án disks) KR. 29.900 (1TB) KR. 34.900 (2TB)

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.