Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 40/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Að loknum kosningum Lýðræðið hefur sigrað, þjóðin hefur valið að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá og Alþingi verður að afgreiða tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar fyrir næstu kosningar. Vitlausar kosningar, illa unnar tillögur stjórnlagaráðs og óþarfi að fara í heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Hefur einhver heyrt þetta eða eitthvað álíka eftir nýafstaðnar kosningar? Pólitíkusar hafa túlkað niður- stöður kosninganna hver á sinn hátt og að sjálfsögðu reynt að kasta rýrð á andstæðinga sína til að upphefja sjálfa sig eða sinn málsstað. Glæsilegar kosningar eða ekki? Stjórn Stjórnarskrárfélagsins lýsir yfir ánægju með skýra og afdráttarlausa niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór þann 20. október sl. Æ,æ,æ! Að mínu mati kaus þjóðin ekki neitt annað en að sitja heima hver svo sem ástæðan var. Meira en helmingur atkvæðabærra manna og þar með þjóðarinnar einnig er slétt sama um þetta stóra mál, mætti ekki á kjörstað og hefur þá gert sig ómarktæka til að taka afstöðu um hvort rétt sé að fá nýja stjórnarskrá eða ekki fyrir okkar litla en dásamlega land, Ísland. Minnihluti þjóðarinnar, meirihluti þeirra sem kaus, ræður að þessu sinni og vonandi er um gott mál að ræða. Svona virkar lýðræðið. Páll Friðriksson ritstjóri Eldur í hesthúsi Milljóna tjón Eldur kom upp í nýlega byggðu hesthúsi á Hellulandi í Hegranesi rétt austan Sauðárkróks um eitt leytið í fyrrinótt. Mikið tjón varð en eldsupptök eru ókunn. Hesthúsið er mjög illa farið og allt brunnið sem inni í því var, reiðtygi og áhöld en engar skepnur voru í húsinu. Ekki var ljóst hver eldsupptök væru þegar blaðið fór í prentun en ekkert rafmagn var í húsinu. /PF Styrktarsjóðsball um helgina Skemmtun og góðgerð- arsöfnun Hið árlega Styrktarsjóðs- ball verður haldið nk. laugardag á Blönduósi þar sem tilgangurinn er bæði að safna fyrir góðum málefnum sem og að skemmta sér og öðrum. Hátíðarkvöldverður hefst klukkan 20:30 þar sem fyrirtækjum og hópum er boðin þátttaka og svo verður dansað fram á nótt með hljómsveitinni Von ásamt Matta Matt. /PF Landeigendur nyrðra hafna stóriðjulínu Leggja fram nýjar hugmyndir Fundur landeigenda og íbúa á áhrifasvæði háspennu- loftlínu sem Landsnet hf. fyrirhugar að leita leyfis til að leggja frá Blöndu til Akureyr- ar, Blöndulínu 3 – 220kV, hafnar hugmyndinni. Fundurinn var haldinn í Engimýri í Öxnadal sl. laugar- dag og þar var ályktun þessa efnis samþykkt og jafnframt voru settar fram nýjar hugmyndir um betri leiðir og kröfur vegna segulsviðs. Hugmynd um 220kV háspennulínu 107 km leið í gegnum þrjú sveitarfélög (Svf. Skagafjörð, Akrahrepp og Hörgársveit) með upphafs- og endapunkt í Húnavatnshreppi og á Akureyri styrkir ekki landbúnað eða annan almennan atvinnu-rekstur á því svæði, að mati landeigenda. Fundurinn ályktaði að slá verði nú þegar útaf borðinu gamla og úrelta hug-mynd um lagningu 220kV loftlínu frá Blöndu til Akur- eyrar og byrja uppá nýtt – með hreint borð. Fyrsta skrefið væri að meta þörfina heildstætt. Næsta skref væri að skoða þá kosti sem opnast hafa undan- farið á alþjóðamörkuðum um lagningu háspennujarðstrengja og máta þá við aðstæðurnar að teknu tilliti til áhrifa á samfélag og umhverfi. /PF SKOTVÍS mótmælir harðlega ákvörðun Húnaþings vestra Sveitarstjórn sýnir hroka SKOTVÍS mótmælir harðlega ákvörðun sveitarstjórnar Húnaþings vestra um að leggja bann við rjúpnaveiðum á ákveðnum svæðum sveitarfélagsins nema gegn greiðslu fyrir hverja byssu fyrir hvern dag. Í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér segir að þessi árlega tilkynning sveitarfélagsins tengist úrskurðarmáli sem brátt verður tekið fyrir af óbyggðanefnd. „Sveitarstjórn sýnir al- menningi mikinn hroka með því að skapa óvissu meðal veiðimanna um réttarstöðu þeirra með þessum hætti,“ segir í fréttatilkynningu frá SKOTVÍS. Svæðið sem um ræðir er annarsvegar Víðidalstungu- heiði ásamt Króki, Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi og Öxnatungu, og hinsvegar Arnarvatnsheiði og Tvídægra (sem nær niður í Borgarbyggð). „Það sem gerir aðgerð Húnaþings vestra einstaklega óskammfeilna gagnvart almenningi þetta árið, er að nú hefur ríkið einnig gert kröfu á þetta sama landsvæði sem jafnframt eykur réttaróvissuna og breytir réttarstöðu skot- veiðimanna meðan málið er tekið fyrir af óbyggðanefnd,“ segir í fréttatilkynningunni. /BÞ Áskriftarleikur Feyki Þeir sem duttu í lukkupottinn voru... Dregið var í áskriftarleik Feykis á dögunum en þar var til mikils að vinna. Í fyrsta vinning er gisting fyrir tvo á Hótel KEA og miðar á leiksýningu að eigin vali á yfirstandandi leikári hjá Leikfélagi Akureyrar. Allir áskrifendur Feykis áttu möguleika á þeim vinningi og var það Sigríður Magnúsdóttir frá Hvammstanga sem datt í lukkupottinn. Aðeins nýir áskrifendur Feykis áttu möguleika á að vinna annan og þriðja vinning. Annar vinningur er frábær snjallsími úr Galaxy seríu Samsung en síminn hefur allt sem flottur sími þarf í dag. Það var Fjóla Björnsdóttir frá Sauðárkróki sem hreppti vinn- inginn. Þriðji vinningurinn er bráðsmart NexTime veggklukka frá Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki en það var Agnes Hulda Agnarsdóttir sem hlaut veggklukkuna. Feykir óskar vinningshöfum innilega til hamingju og býður nýjum áskrifendum velkomna í áskrift. /BÞ Byggðarkvóti úthlutaður í vikunni 636 þorskígildistonn á Norðurland vestra Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur úthlutað 6.707 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Alls er byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélaga og í þeim fengu 49 byggðarlög úthlutun, þar af fengu sveitarfélög á Norðurlandi vestra 636 þorskígildistonn. Samkvæmt heimasíðu ráðu- neytisins byggir úthlutun byggðakvótans á upplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla, botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2002/2003 til fiskveiðiársins 2011/2012. Hámarksúthlutun til byggð- arlags er 300 þorskígildis-tonn og fá sex byggðarlög það hámark, þar á meðal Svf. Skagaströnd. Lágmarksúthlut- un er 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar og fá fjögur byggðar- lög þá úthlutun. Húnaþing vestra fékk úthlutuð 70 þorskígildistonn í gær, Blönduósbær fékk 140, Svf. Skagaströnd 300 og Svf. Skaga- fjörður 126, þar af Sauðárkrókur 70 og Hofsós 56. /BÞ Sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs Mælt með Indriða Þór Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að Indriði Þór Einarsson verði ráðinn sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs sveitarfélagsins. Indriði er innfæddur Króksari sonur Einars Gíslasonar og Soffíu Þorfinnsdóttur á Sauðárkróki. Alls sóttu 15 um starfið en sex umsækjendanna upp- fylltu menntunarkröfur og fjórir þeirra voru boðaðir í viðtöl. Einn þeirra dró umsókn sína til baka og Indriði Þór talinn þeirra hæfastur. Tillaga um ráðn- ingu Indriða Þórs var lögð fyrir sveitarstjórn í gær en ekki var komin niðurstaða þegar blaðið fór í prentun en búast má fastlega við að hún hafi verið samþykkt þar. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.