Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 3
40/2012 Feykir 3 FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Skúta liggur nú við bryggju á Hvammstanga og gleður augu bæjarbúa enda sjaldgæf sjón. Hún mun vera frá Írlandi og er einn maður um borð. Anna Scheving hitti Pétur hafnarvörð á bryggjunni og sagði hann að fyrirhugað væri að skútan hefði vetur- setu í Hvammstangahöfn. Myndina tók Anna Scheving. /PF Skúta hefur vetursetu á Hvammstanga Glæsilegt fley við bryggju Gæði og glæsileiki Fjórar stjörnur á besta stað í bænum! Hótel Kea bíður upp á 104 vel búin herbergi, frábæran veitingastað, bar og veislu-, ráðstefnu- og fundasali. Við tökum vel á móti stórum sem smáum hópum og leggjum okkur fram um að bjóða úrvals þjónustu og veitingar sem hæfa tilefninu. Kynnið ykkur tilboðin á heimasíðunni okkar eða hafið samband. Verið velkomin á Hótel Kea, við tökum vel á móti þér! Hótel Kea Hafnarstræti 87-89, 600 Akureyri Sími 460 2000 - Fax 460 2060 kea@keahotels.is - www.keahotels.is Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Vinnueftirlitið og Búnaðarsambönd Lýsing: Námskeiðið veitir bókleg réttindi til að stjórna dráttarvélum í réttindaflokki (I) og lyfturum (J). Námskeiðið er hefðbundið vinnuvélanámskeið en er aðlagað að bændum. Sérstaklega verður fjallað um gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði (áhættumat starfa) á vinnustað og gerð æfing í því. Lagðir verða fram gátlistar fyrir bændur til að gera áhættumat. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og verkefnum. Stund og staður: (2 daga bóklegt námskeið,- verklegt próf samkvæmt samkomulagi á staðnum.) mán. 5. nóv. kl. 10:00-17:00 – þri. 6. nóv. kl.10:00-17:00 í V-Hún. (Nánar síðar) mið. 7. nóv. kl 10:00-17:00 – fim. 8. nóv. kl. 10:00-17:00 í A-Hún . (Nánar síðar) mán. 12. nóv. kl. 10:00-17:00 – þri. 13. nóv. kl.10:00-17:00 í Skagafirði. (Nánar síðar) Allar nánari upplýsingar á www.lbhi.is/namskeid eða hjá viðkomandi Búnaðarsambandi. Hvanneyri Sími 433 5000 www.lbhi.is Sláturtíðinni lýkur á morgun hjá KS Stærri lömb og meiri meðalvigt í ár Nú fer sláturtíðin að líða undir lok hjá sláturleyfis- höfum og hefur gengið mjög vel. Síðasti sláturdagur hjá KS verður á morgun 26. október en þar fengust þær upplýsingar að meðalþyngdin er meiri í ár en í fyrra: 16,08 kg á móti 15,8 kg í fyrra. Í lok seinustu viku var búið að slátra 103.523 á árinu og reiknaði Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurða- stöðvar KS með að slátra um 7.000 kindum í þessari viku og 1000-1500 í desember. Alls verður því slátrað um 112.000 á árinu sem er um 2000 kindum færra en á seinasta ári. Ágúst telur að afleiðingar hretsins í september hafi ekki haft nein áhrif á slátrun meðan á því stóð en hefur trúlega áhrif á loka heildarsláturtöluna. Nokkuð vel gengur að afsetja afurðir á erlenda mark- aði þrátt fyrir að finna megi fyrir rýrnun kaupmáttar á Evrópumörkuðum. Útflutn- ingur er hægari en áður en innanlandssalan ásættanleg að sögn Ágústs. -Sláturtíðin hefur gengið mjög vel og sjálf slátrunin og úrvinnslan hefur aldrei gengið betur og þar ræður mestu hversu frábært starfsfólk við erum með og erum við þakklátir fyrir það. Að lokinni sauðfjárslátrun verður svo farið af krafti í slátrun stór- gripa; nautgripa, hrossa og folalda og hvetjum við bændur til að hafa samband og skrá gripi sem á að slátra, segir Ágúst. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.