Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 40/2012 Sunnudaginn 14. okt. bauð Ríkissjónvarpið upp á nýja tegund af sjónvarpsefni. Sýnd var mynd (Fjallkonan hrópar á vægð) þar sem markmiðið var að vekja andstyggð áhorfandans á sauðfjár- bændum og sauðfé. Að vísu var stöku sinnum reynt að hafa einhverskonar fræðilegan blæ á áróðrinum en grímulaus var hann þess á milli. Ósannindi, sem áhorfandanum var ætlað að trúa, voru marg- endurtekin eins og áróðurs- meistara er siður. Þau helstu voru þessi: 1. Allir sauðfjárbændur eru landníðingar. (Líka þeir sem stunda landgræðslu) 2. Öll landeyðing frá landnámi er eingöngu að völdum sauðkindarinnar. (Líka við rætur jökla og eldfjalla sem og á flæðiaurum stórfljóta) 3. Tvö þúsund sauðfjárbændur Sunnudagur á RÚV FRÁ LESENDUM KÁRI GUNNARSSON SKRIFAR fá árlega í sinn vasa 4.000 milljónir af skattfé. (Þó þeir fái 2.000.000 kr. í vasann á mann frá Ríkinu, þurfa flestir að vinna með búskapnum til að endar nái saman, þvílíkt óráðsíufólk) 4. Bændur beita fé á lönd annarra í óleyfi, fái þeir því við komið. (Segir það sig ekki sjálft? Þetta eru jú allt drullusokkar) 5. Hvergi í heiminum eru land- búnaðarvörur niðurgreiddar nema á Íslandi. (Enda er verið að rægja íslenska bændur, ekki erlenda) 6. Sauðfé kann best við sig á eyðismelum og lítt grónu landi. (Svipað og aðrar skepnur, hljóta kindur að sækja þangað sem minnst er að éta, ef þær fá að skemma fágæt blóm í staðinn) 7. Skógrækt er ekki kostuð af skattfé, plöntur né gróður- setning. (Það eru bara sauð- fjárbændur sem eru afætur á samfélaginu) 8. Rollur grafa rofabörð í algróið land. (Jafnvel þó öll rofabörðin snúi mót ríkjandi vindátt, þær bíta bara allar sömu megin í þúfunum) 9. Stór hluti tekna bænda er fyrir að smala eigin fé á annarra landi. (Enda undirstrikar það ágirnd og illmennsku þessa þjóðfélagshóps) 10. Uppgræðsla bænda skiptir ekki máli, því þeir stunda hana eingöngu í gróðaskini á eigin landi. (Þeir eiga hvort sem er eftir að eyðileggja þetta land aftur með ofbeit) Fleiri atriði nenni ég ekki að telja úr þessari einstöku mynd. Upp í hvaða dans er Ríkis- útvarpið að bjóða? Líklega verður mynd um hunda á næsta sunnudag. Þar verða saman teknar allar fréttir um hundsbit, frá því að sögur hófust. Við hæfi væri að taka viðtöl við öll blaðburðarbörn og póstmenn sem orðið hafa fyrir aðsúg hunda. Í lokin væri viðeigandi að sýna allan þann hundaskít sem finnst á strætum og stígum höfuðborgarsvæð- isins. Þessi efnistök væru álíka hlutlaus eins og umrædd mynd og gæfi jafn óhlutdræga mynd af besta vini mannsins. Það væri ekkert við því að segja að sýna áróðursmynd gegn sauðfé og bændum, eða hverju sem er, í bíóhúsum og á myndbandaleigum og auglýsa hana sem slíka. En að senda svona sora inn á heimili fólks, í formi fræðsluþáttar á sunnu- dagskvöldi, er að fara yfir strikið. Einn viðmælandi myndar- innar stakk örlítið í stúf en það var okkar ágæti umhverfisráð- herra, frú Svandís Svavarsdóttir (fyrir utan að sparka í Sjálf- stæðisflokkinn eins og góðum komma er eðlilegt). Í hennar máli kom fram að fólk þyrfti að styðja mál sitt með fræðilegum rökum, eigi að taka á því mark. En athygli vakti að ekki einn einasti þeirra sem fram komu í myndinni gat vitnað til gagna, eða vísindalegar rannsókna, máli sínu til stuðnings. Það var því ákaflega viðeigandi að þeir Þorvaldur Gylfason og Þórólfur Matthíasson skyldu vera fengnir til að leggja málinu lið. Þar sem hráefnið í baksturinn var af uppistöðu til; þröngsýni, fáfræði og hræsni, var framlag þeirra félaga eins og jarðarberið ofan á rjómann. Kári Gunnarsson, höfundur er kennari Menningarkvöld NFNV á Sauðárkróki Stærsti viðburður skólans frá upphafi Menningarkvöld Nemós, Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, hefur verið mikið tilhlökkunarefni hjá mörgum en viðburðurinn fer fram föstudaginn 26. október nk. Feykir ræddi við Ísak Atla Finnbogason, formann nemendafélagsins og Sigvalda Helga Gunnarsson, skemmtanastjóra um Menningarkvöldið, sem þeir segja að verði stærsti viðburður skólans frá upphafi. „Skipulagningin hefur gengið vel, sérstaklega eftir að það var nýverið staðfest að við fengjum íþróttahúsið undir viðburðinn,“ segir Ísak Atli en fram að því viðurkenna strákarnir að greina mátti nokkurn taugatitring á meðal skipuleggjenda. Fram til þessa hefur Menningarkvöldið verið haldið í húsakynnum Fjölbrautaskólans og á síðasta ári var salur bóknámshússins afar þétt setinn. Þar sem allt útlit er fyrir að enn fleiri gestir láti sjá sig í ár vildu skipuleggjendur gæta alls öryggis, hvað varðar brunavarnir og þess háttar, og sóttu um að fá að halda hann í íþróttahúsinu. „Við buðum nemendum frá tveimur öðrum framhaldsskólum á hátíðina, þ.e. frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og Mennta- skólanum á Ísafirði, en nú þegar hefur mjög stór hópur nemenda skráð sig í ferðina, mun fleiri en við áttum von á,“ segir Sigvaldi. Mun þetta vera annað árið sem MÍ og ME heimsækir Krókinn. „Nú þegar hafa 127 nemendur af 270 nemendum ME skráð sig í ferðina, sem við erum ótrúlega ánægðir með,“ bætir Ísak Atli við. Útlit er fyrir að um 50-60 nemendur komi frá MÍ. Aðspurðir um af hverju þessir tveir skólar hafi fengið boð á Menningarkvöldið svarar Ísak Atli: „Þetta er góð leið til að sameina skólana og kynnast fólki,“ segir hann en hann sjálfur var eitt sinn nemandi í MÍ áður en hann hóf nám við FNV. „Svo erum við mitt á milli,“ bætir Sigvaldi við. Nemendur munu svo njóta samvista hvort við annað yfir helgina en á laugardeginum verður haldið íþróttamót þar sem nemendur skólanna munu keppa sín á milli og sá skóli sem stendur uppi sem sigurvegari hreppir farandsbikarinn. Ekki hægt að sleppa þessu kvöldi! Dagskrá Menningarkvöldsins verður ekki af verri endanum en kynnar kvöldsins verða þeir Arnar Freyr og Helgi Sæmundur úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. „Þeir munu að sjálfsögðu taka nokkur af sínum frægustu og bestu lögum,“ segir Sigvaldi. Funk That Shit!, sem hafnaði í þriðja sæti á Músíktilraunum 2012, og Rock to the Moon ætla líka að taka lagið á Menningarkvöldinu en sú síðarnefnda er skipuð þremur skagfirskum grunn- skólastrákum. Svo munu nemendur úr skólunum þremur; FNV, MÍ og ME flytja tónlistaratriði. „Beggi blindi verður þarna með uppistand en hann er að gera mjög góða hluti á Íslandi,“ segir Ísak Atli. Ómissandi þáttur af Menningarkvöldinu segja strákarnir náttúrulega vera „Dragið“ og „Body Paintið“ en nemendur MÍ og ME munu einnig taka þátt í Drag keppninni og þá bregða keppendur sér jafnan í klæðnað af hinu kyninu, áhorfendum til mikillar skemmtunnar. Þá segja þeir nemendur FNV eina keppa í Body Paint, eða líkamsmálun, en slíkt krefst mikils undirbúnings og oftast fer allur dagurinn í að mála þá sem stíga svo á svið um kvöldið. „Við höfum einnig verið í góðu samstarfi við Exton sem sjá um ljós- og hljóðkerfið og þeir lofa þrusu góðu showi,“ segir Sigvaldi. „Það er engan veginn hægt að sleppa þessu kvöldi!“ bætir Ísak Atli við og beinir þeim tilmælum til allra Skagfirðinga. Menningarkvöldið hefst kl. 20:30 en húsið opnar kl. 19:30, fyrir þá sem vilja tryggja sér sæti á fremsta bekk. Verð er 2000 kr. en 1500 kr. fyrir félaga NFNV og 12 ára og yngri. Strákarnir vilja koma því á framfæri að engin áfengisneysla verður leyfð í húsinu og búið sé að ráða góða gæslu. Hægt verður að kaupa gos og fleira í sjoppu sem Ferðastúdentar verða með á staðnum. /BÞ Sigurvegarar Body Paint-keppninnar 2011. Ísak Atli og Sigvaldi skipuleggja Menningarkvöld Nemó.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.