Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 40/2012 Vredestein eru hágæða vetrardekk sem til er í flestum stærðum fólksbíla, jepplinga og sendibíla. Leitið tilboða hjá sölufólki okkar Bílaverkstæði Sími 455-4570 Hönnuð til að vernda þig HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI Snowtrac Wintrac ComTrac Ice Arctrac Söngur, tónlist og ungpíunærföt á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi Mikil ánægja með menn- ingardagskrá Söngur, tónlist og ungpíu- nærföt var yfirskrift dagskrár sem Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi stóð fyrir laugardaginn 13. október í tilefni af Sögulegri safnahelgi, sem haldin var þá helgina. Boðið var upp á vandaða dagskrá en mikla ánægju mátti greina á meðal viðstaddra sem klöppuðu þeim sem tóku þátt í dagskránni óspart lof í lófa. Á meðal þeirra sem komu fram var Alexandra Cherny- shova, óperusöngkona og við tilefnið frumflutti hún lagið „Over the Rainbow“, ásamt Sigurdís Söndru Tryggvadóttur sem spilaði undir á saxafón. „Alexandra söng sig inn í hug og hjörtu viðstaddra, klædd í glæsilegum gulum silkikjól,“ sagði Elín S. Sigurðardóttir forstöðukona Heimilisiðnaðarsafnsins. Alexandra söng einnig hið hugljúfa lag „Sofðu unga ástin mín“, þá klædd í kjól sem er varðveittur á safninu. „Þetta var fermingarkjóll Vigdísar Jack, sem áður bjó á Tjörn á Vatnsnesi. Móðir Vigdísar saumaði kjólinn árið 1943 fyrir fermingu dóttur sinnar,“ útskýrði Elín. Þá fluttu þær Margrét Arna Vilhjálmsdóttir og Sigurdís Sandra tónlistaratriði þar sem Margrét lék á gítar og Sigurdís spilaði á saxafón. Undir tónlistinni röltu ungar stúlkur um á meðal gesta og allar spókuð þær sig í nærklæðnaði frá fyrri hluta 20. aldar en stúlkurnar sem tóku þátt heita: Amalía Ósk Hjálmarsdóttir, Guðrún Dóra Sveinbjörnsdóttir, Jóhanna Skagfjörð Jónsdóttir, Kristrún Hilmarsdóttir, og Margrét Rún Auðunsdóttir. Gestum var að vanda boðið upp á kaffi og nýbakaðar kleinur en á meðan söng Margrét Arna og spilaði á gítar. Námskeið og notalegheit framundan Að sögn Elínar var sumar- sýning safnsins „Bútar úr fortíð“ eftir Írisi Ólöfu Sigur- jónsdóttur tekin niður í vik- unni en þess má geta að á forsíðu Feykis má sjá mynd af Elínu skarta annarri sjaltreyju Írisar sem hefur skreytt sýninguna en treyjuna bjó hún til úr litlum dúkum, dúllum, blúndum og milliverkum. „Oft standa Sumarsýningarnar uppi frá ári til árs en þegar það gerist ekki er tínt eitthvað til úr safnkosti safnsins og sett upp í sýningarrýmið fram að næstu sýningu,“ útskýrir Elín. Elín segir ýmislegt vera á döfinni hjá safninu, t.d. verður boðið upp á prjónanámskeið í upphafi nóvember og þá mun Helga Thoroddsen prjónahönnuður leiðbeina þátttakendum með áherslu á prjónatækni. Síðar í mánuðinum verða haldnir Stofutónleikar á safninu en þá mun Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari koma og spila fyrir gesti. Svo kemur aðventan með upplestri og kynningu á nýjum bókum, ásamt heitu súkkulaði, smákökum og tilheyrandi notalegheitum. /BÞ Ungar stúlkur klæddar ungpíunærfatnaði. Margrét Arna og Sigurdís Sandra léku fyrir gesti Heimilisiðnaðarsafnsins. Alexandra frumflutti lagið Over the Rainbow. Sigurdís sá um undirleik.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.