Feykir


Feykir - 01.11.2012, Side 1

Feykir - 01.11.2012, Side 1
fff BLS. 6-7 BLS. 11 Myndir frá umfangsmikilli hópslysaæfiingu í Skagafirði Hópslys sett á svið BLS. 10 Ingólfur Sveinsson í opnuviðtali í Feyki Fann hvernig jörðin bankaði í iljarnar á mér Guðbjörg og Finnur eru matgæðingar vikunnar Svínalundir í púrtvínssósu og súkkulaðimús Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 41 TBL 1. nóvember 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Lognið á undan storminum. Varað við slæmu veðri Norðurland vestra Það var fallegt veður í Skagafirði í gærmorgun eftir að vetur konungur hafði breitt hvíta ábreiðu yfir landið. Þegar blaðið fór í prentun hafði Veðurstofa Íslands varað við stormi NV- til á landinu með meðalvindhraða upp á rúmlega 20 m/s og vaxandi ofanhríð um allt norðan- og austanvert landið með skafrenningi og afar litlu skyggni. Veðurhorfurnar á landinu næstu daga eru frekar erfiðar en á föstudag er spáð norðan 18-25 m/s og snjókomu, en úrkomulítið S-lands. Mjög snarpir vindstrengir við fjöll. Frost 0 til 5 stig. Norðanáttin heldur áfram á laugardag með 15-23 m/s og snjókomu, en bjart- viðri S-lands. Lægir V-til um kvöldið og styttir upp. Áfram kalt í veðri. Á sunnu- dag: Norðvestan 13-18 m/s A-lands framan af degi og él, en annars 8-13 og léttskýjað. Frost 0 til 10 stig, mest inn til landsins. Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir suðvestanátt með rigningu S- og V-lands, en annars úrkomulítið. Hlýnar í veðri. Rétt er að taka fram að þessi spá var gerð á miðvikudagsmorgun og kann að breytast er líður frá. /PF Núna á föstudaginn verða sérfræðingar allan daginn í Græjubúð Tengils sem veita ókeypis ráðgjöf um hvernig þú getur lýst upp skammdegið. Við erum með frábært úrval af útiljósum og sérfræðingarnir vaða í hugmyndum varðandi lýsingu utanhúss. Að sjálfsögðu verður afmælisterta á staðnum! í Tengli föstudaginn 2. nóvember Maður handtekinn í kjölfar brunans Eldur í hesthúsi Í kjölfar bruna sem upp kom í síðustu viku í hesthúsi sem staðsett er á Hellulandi í Hegranesi rétt austan Sauðárkróks var einn maður handtekinn þar sem grunur lék á að um íkveikju hefði verið að ræða. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki stendur rannsókn yfir og er einn möguleikinn sem verið er að skoða sá að kviknað hafi í af mannavöldum og er hann skoðaður mjög vel. Ekkert rafmagn var í húsinu. Hesthúsið sem er nýbyggt er illa farið og allt brunnið sem inni í því var, reiðtygi og áhöld en engar skepnur voru í húsinu. /PF

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.