Feykir


Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 3
41/2012 Feykir 3 SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS-bókin er með 2,25% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,75% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3,50% vextir. Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD Það skiptir máli hverjir stjórna Í stórviðrum reynir á burðarþol mannvirkja og getu manna. Á því kjörtímabili sem senn er á enda hefur hrikt í stoðum samfélags okkar. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir tók við stjórnar- taumum vorið 2009 beið hennar gríðarstórt verkefni: Að bjarga Íslendingum frá örbirgð, endurreisa hrunið fjármálakerfi og hefja nýja samfélagslega uppbyggingu. Hver hefði trúað því haustið 2008 að nú, fjórum árum síðar, væri hagvöxtur á Íslandi orð- inn einn sá mesti sem þekkist í OECD löndum, verðbólgan komin niður fyrir 5% og jöfnuður meiri en á góðæris- tímanum fyrir hrun? Já, batinn er hafinn. Ríkis- stjórn jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks hefur lyft grettis- taki. En verkefninu er ekki lokið. Eftir rústabjörgun undanfarinna fjögurra ára er brýnt að fylgja eftir áherslum jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks við endurreisn samfélagsins. Liður í því er jöfnun skattbyrði og almennra lífskjara, varðstaða um vel- ferðarkerfið og ófrávíkjanleg krafa um að arður af þjóðar- auðlindum renni til fólksins í landinu. Atvinna, samgöngur, umhverfi Undanfarin fjögur ár hef ég notið þess trausts að fá að þjóna kjördæmi mínu á Alþingi Íslendinga. Ég hef beitt mér ötullega fyrir því að endur- heimta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum, með markvissri innköllun og endurúthlutun aflaheimilda og opnari aðgangi að veiðiréttinum með jafnræði og atvinnufrelsi að leiðarljósi, svo komandi kynslóðir njóti arðs og sjávar- byggðirnar fái endurheimt rétt sinn til þess að nýta þá auðlind sem skóp þær. Það mál er enn ekki að fullu leitt til lykta, en stórt skref var stigið með veiðigjaldinu sem mun gera stjórnvöldum kleift að ráðast í stórar samgönguframkvæmdir og styrkingu innviða á næstu árum. Ég er stolt af mörgu sem áorkast hefur. Meðal mála sem ég hef fengið að eiga ýmist aðild eða frumkvæði að vil ég nefna: • Aukinn upplýsingarétt almennings í umhverfismálum (1. flutningsmaður) • Flýtingu Dýrafjarðarganga/ Dynjandisheiðar til ársins 2015 í stað 2022 (Samgönguáætlun) • Veiðigjöld í sjávarútvegi (stjórnarfrumvarp) • Ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðsla um nýja stjórnarskrá • Strandveiðar Þá eru ónefnd allmörg mál sem enn hafa ekki náð fram að ganga en ég hef beitt mér fyrir, stutt eða flutt: • Vestfirðir sem vettvangur þróunar, rannsókna og kennslu á sviði sjávarútvegs (1. flutningsmaður) • Sérgreining landshlutanna í rannsóknum, kennslu og atvinnuþróun (1. flutningsmaður) • Vísindaveiðar (1. flutnings- maður) • Þjóðaratkvæðagreiðsla um fiskveiðistjórnun (1. flutnings- maður) • Samstarf og samskipti AÐSENT ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR SKRIFAR Vestur-Norðurlanda (1. flutningsmaður, ýmsar tillögur) • Samgöngur og flutningar við austurströnd Grænlands (1. flutningsmaður) • Breyting á lögum um nauðungarsölur, aðför o.fl. – réttur húseigenda til að leysa til sín að nýju húseignir vegna ólögmætra lána (meðflutnings- maður) • Persónukjör (meðflutnings- maður) • Breytt skipan strandveiða (1. futningsmaður) • Jöfnun flutnings- og húshitunar- kostnaðar Dagana 12. – 19. nóvember mun Samfylkingarfólk í Norð- vesturkjördæmi velja fram- bjóðendur sína fyrir næstu Alþingiskosningar í skriflegri kosningu. Það skiptir máli hverjir stjórna. Verkefnið framundan er að skapa hér nýtt og betra samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti eru leidd til öndvegis og íbúar landsins njóta arðs af auðlindum sínum. Ég gef áfram kost á mér í forystusveit Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi næsta kjörtímabil. Með hugsjón jafnaðarmanna að leiðarljósi er ég fús að leggja mitt af mörkum til þess að uppskeran verði sú sem til hefur verið sáð. Ólína Þorvarðardóttir Alþingismaður. Sjaldgæfur fjörugestur Ókunnugt sjávardýr í Sauðárkróksfjöru Það er ýmislegt sem rekur upp á fjörur landsins eins og allir vita og margt forvitnilegt. Kona ein á Sauðárkróki fékk sér göngutúr í fjörunni og fann skrýtið kvikindi sem hún kannaðist ekki við. Var það tekið með heim og reynt að finna út hvað þarna var á ferðinni. Á Feyki.is hafa ýmsir velt því fyrir sér hvað þarna er á ferðinni allt frá hálfri bök- unarkartöflu til bertálkna sem að sögn Bjarna Jónssonar fiskifræðings er tegund lin- dýra (Opisthobranchia; undir- ættbálkur: Nudibranchia), þ.e. snigill sem hefur tapað skel- inni. Dýrið var sent á Náttúrustofu Norðurlands vestra og sent til frekari rannsókna vestur á firði þar sem skorið verður úr um það hvaða dýr þetta er. Bjarni segir hins vegar að varla þurfi að senda greyið þangað til að úrskurða um það en eftir því sem Feykir kemst næst liggja krufninganiðurstöður ekki fyrir ennþá. /PF Kartafla eða bertálkni? Hitaveituframkvæmdir á Blönduósi Heitara vatn Ný aðveituæð frá Reykjum til Blönduóss var tengd í vikunni og sú gamla aflögð. Með nýju aðveituæðinni hækkar hitastig vatnsins á Blönduósi um 10 gráður og verður allt að 70 gráður inn í bæinn en í dreifbýli hækkar hitastigið mismikið eftir stöðum, segir á Húna.is. Þrýstingurinn á vatninu í bæjarkerfinu mun hækka um 1,5 bær með tilkomu aðveituæðarinnar en hann hefur þótt heldur lágur. Samkvæmt Húna mun hækkunin ekki hafa neinar breytingar í för með sér hjá viðskiptavinum. /PF Austur Húnavatnssýsla Rútuslys í Langadal Rúta með átta farþega innanborðs fór út af veginum í Langadal upp úr klukkan tvö í gær og hafnaði að hluta ofan í Blöndu. Björgunarfélagið Blanda var kallað á vettvang, ásamt lögreglu og þremur sjúkrabílum. Þegar Feykir fór í prentun voru allir farþegarnir komnir í land en vatn flæddi inn í rútuna. Að minnsta kosti einn var slasaður en meiðsl hans ekki talin alvarleg. Sam- kvæmt Landsbjörg voru að- stæður á slysstað erfiðar, krapi og mjög hvass vindur. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.