Feykir


Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 41/2012 kost en að vera áfram í steypta húsi þeirra sem stóð á timbur- grunni. „Við tókum bara rúmföt barnsins og hlupum beint yfir í Fyrstaból,“ segir Ingólfur. Hann segist þó ekki hafa komið dúr á auga yfir nóttina. „Það má heita að það hafi verið stöðug hreyfing frá því rétt fyrir miðnætti og fram á morgun. Ég man að ég svaf í fötunum á gólfinu og það marraði og brakaði í gamla timburhúsinu alla nóttina,“ segir Ingólfur. Það voru fleiri andvaka þessa nótt og að sögn Ingólfs var ys og þys í bænum eftir skjálftann líkt og um hábjartan dag væri að ræða. Þegar Ingólfur lá á gólfi timburhússins hlustaði hann á fólk og bílaumferð fyrir utan. Símastaurarnir vinkuðu Dagana og vikurnar eftir skjálftann var varla talað um annað í bænum og kann Ingólfur fjölmargar sögur og lýsingar sem hann heyrði frá vinum og vandamönnum. „Það var ein skrýtin tilviljun sem átti sér stað. Kvöldið áður en þetta allt saman gekk á var Gunnar Helgason heitinn, sem var giftur frænku minni, að lesa bókina Jarðskjálftar á Suðurlandi. Hann var nýbúinn að leggja frá sér bókina og var að sofna þegar skjálftinn gekk yfir, hann hélt náttúrulega að hann hafi bara verið að dreyma,“ segir Ingólfur og brosir. Ingólfur heyrði einnig lýsingar fólks sem var að koma af samkomu í Alþýðuhúsinu, þar sem nú er skemmtistaðurinn Mælifell, en þegar fólkið kom út sá það götuna koma á móti sér í bylgju. Aðra skrýtna lýsingu sagði Svavar Jóhannsson heitinn honum en hann var að koma akandi framan úr sveit þegar stærsti kippurinn reið yfir. „Hann hélt það hefði sprungið á bílnum þannig að hann stöðvaði bílinn til að kanna málið. Hann sá að það var loft í dekkjunum og þegar hann var í þann mund að setjast aftur í bílinn aftur kom eftirskjálfti, þá leist honum ekkert á blikuna þegar símastaurarnir fóru að vinka honum,“ segir Ingólfur og hlær. Ingólfur rifjar upp eina skondna sögu af Guðmundi Sigurðssyni, eða Gvendi Gulla eins og hann var kallaður, gömlum manni sem bjó á Freyjugötu 38. „Kaupfélagið var með vélaverkstæði skammt frá húsi Gvendar og því voru jarðýtur oft og iðulega keyrðar framhjá húsi hans. Oft var VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Í skjálftavirkni síðustu daga hefur Skagafjarðarskjálftinn 1963, sem mældist 7 að stærð á Richterkvarða, rifjast upp fyrir mörgum sem upplifðu. Náttúruhamfarirnar man Ingólfur Sveinsson ljóslifandi eins og þær gerðust í gær, enda ekki auðgleymanleg reynsla er hann flúði hús sitt með barnið í fanginu á meðan jörðin klappaði honum á iljarnar. Ingólfur deildi reynslu sinni skjálftanóttina 28. mars með blaðamanni Feykis og nokkrar af þeim fjölmörgu sögum sem hann kann um fólkið á Króknum þessa minnisstæðu nótt. Fann hvernig jörðin bankaði í iljarnar á mér Samkvæmt Ingólfi var óskap- lega gott veður þetta kvöld og dúnalogn yfir bænum. Ingólfur var rétt nýsofnaður, þá skömmu fyrir miðnætti þann 27. mars, í húsi sínu á Brekkugötu 3, þá kallað Græna Brekka, og eins og nafnið gefur til kynna stendur það í brattri brekku Nafanna. „Ég rumskaði við hávaðann, það var svo óskaplegur hávaði og þungur hvinur sem verkaði illa á mann – virkilega óhugnanlegur og varð til þess að ég fann fyrir óþægindum aftan í höfðinu,“ lýsir Ingólfur og strýkur sér um hnakkann. Hann segir að húsið hafi byrjað að glamra og það fyrsta sem hann hugsaði var að koma fjölskyldu sinni út. „Fyrstu viðbrögð mín voru að ná í barnið. Þegar ég ætlaði að taka hana upp úr rúminu þá gat ég það ekki, svo mikil voru lætin,“ útskýrir Ingólfur en Sigríður dóttir hans var þá 3 ára gömul og rumskaði ekki við öll ósköpin. Þar næst náði hann í eiginkonu sína Önnu Pálsdóttur, sem þá var gengin 8 mánuði með annað barn þeirra hjóna. „Það var alveg furðulegt hve lengi skjálftinn stóð yfir. Hann byrjaði rólega, rauk svo upp og slakaði svo aftur og rauk svo aftur upp í endann,“ segir Ingólfur en talið er að skjálftinn hafi staðið yfir í um 40-60 sekúndur. Ingólfur lýsir hreyfingum skjálftans svo að þær hafi verið lóðréttar en ekki láréttar. „Það var svo stór sveiflan að ég fylgdi ekki eftir gólfinu þegar ég var kominn út með dóttur mína, ég fann hvernig jörðin bankaði í iljarnar á mér,“ útskýrir hann. Ingólfur minnist þess að þegar út var komið sá hann Ford herjeppa í eigu Magnúsar Jónssonar, sem dvaldi í næsta húsi við Ingólf. Jeppanum var lagt við brekkubrúnina og að sögn Ingólfs lét hann öllum illum látum. „Hann lét svo illa að Magnús ætlaði ekki að þora upp í bílinn. Strax eftir að skjálftinn hætti forðaði hann jeppanum, hann var svo hræddur um að hann myndi rúlla fram af,“ segir Ingólfur og hlær. Af því hvernig Anna var á sig komin segir Ingólfur að þau hjónin hafi ákveðið að gista nóttina fyrir neðan brekkuna, hjá föðurbróður Ingólfs Jóni Nikodemusarsyni, í Fyrstabóli sem stendur við Lindagötu. Þar sem Fyrstaból var byggt úr timbri og töldu þau næturgistingu þar öruggari Ingólfur Sveinsson á Lágmúla á Skaga. Ingólfur Sveinsson rifjar upp Skagafjarðarskjálftann 1963

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.