Feykir


Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 41/2012 Umfangsmikil hópslysaæfing í Skagafirði Hópslys sett á svið Umfangsmikil hópslysa- æfing fór fram í Skagafirði sl. laugardag þar sem stórslys var sett á svið í Sæmundarhlíð. Að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkviliðstjóra og formanns Almannavarnarnefndar Skagafjarðar og gekk æfing- in mjög vel. „Skagfirðingar geta verið mjög ánægðir með sitt viðbragðslið,“ sagði Vernharð í samtali við Feyki. Um 130 manns komu að æfingunni, þ.e. frá Almanna- varnanefnd Skagafjarðar, Björgunarsveitum í Skagafirði, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Sauðárkróki, Almannavarnadeild Ríkis- lögreglustjóra, Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki og Rauðakrossdeild Skaga- fjarðar. Ungliðar í Björgunar- sveitunum sem sáu um leik fórnarlamba slyssins og sagði Vernharð þau hafa sýnt óskarsverðlaunaleik og ættu hrós skilið. Það var úthellis- rigning þennan dag og lét björgunarfólk það ekki á sig fá, enda geta slys átt sér stað við hvaða aðstæður sem er. „Það var ákveðið að keyra æfinguna áfram sama hvað kæmi upp á, það eina sem hefði getað stöðvað hana væri ef það hefði komið neyðarútkall sem við hefðum þurft að sinna,“ sagði Vernharð. Þegar blaðamaður Feykis fór á vettvang blasti við ófögur sjón þar sem slysstaðurinn var afar raunverulegur. Þar átti að hafði orðið alvarlegur árekstur og mátti heyra öskrin í slösuðum ungmennum sem æptu á hjálp. Á staðnum mátti sjá sjúkrabíla, lögreglu- bíla, slökkviliðsbíl, tækjabíl, björgunarsveitarfólk, áfalla- teymi og fleira. Blaðamaður Feykis var vinsamlegast beðin af lögreglunni á vettvangi um að halda sig fjarri slysstað, líkt og um raunverulegt slys væri að ræða. Síðar fengust þær upplýs- ingar að þarna hafði átt að eiga sér stað stórslys þar sem rúta með 30 nemendum úr FNV innanborðs hafði lent saman við fólksbíl. Þegar til- kynning um slysið barst var hópslysaáætlun almannavarna sett í gang og stjórnstöðin var í Slökkvistöðinni á Sauðárkróki. Nokkrir einstaklingar áttu að hafa slasast í slysinu og sumir þeirra talsvert mikið, án þess að hægt væri að fara nánar út í það, og var verið að flytja þá meiri slasaða til aðhlynningar í Reykjavík. Aðstandendum þeirra slösuðu var bent á að fara á fjöldahjálparstöð sem var til húsa í Fjölbrautaskólanum. Lögreglan átti eftir að rann- saka tildrög slyssins. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.