Feykir


Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 11
41/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti að hvíla sig pínu stund! Spakmæli vikunnar Það er miklu auðveldar að líta til hægri og vinstri en að líta í eigin barm. - Sören Kirkegaard Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Kolfinnur Arnormur hefur í starfi sínu hjá möppudýraráði fengið mikið lof fyrir málaflækjuhæfileika. Kolfinnur er einn af þeim sem tekur vinnuna með sér heim og nýtur hann ekki ásta með Rúnríði Silkisif konu sinni nema hún hafi áður undirritað yfirlýsingu í þríriti um aðferðafræði tilvonandi verknaðar Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt en satt þá hefur smokkurinn verið til í ýmsum myndum en árið 1564 kom ítalski líffærafræðingurinn Fallopius með verju fram á sjónarsviðið, slíður úr hör. Fljótlega fylgdu í kjölfarið slíður úr dýragörnum. Upp úr 1840 var svo farið að framleiða smokka úr gúmmíi en um 1930 kom fram nýtt gúmmíkennt plastefni, latex, sem þótti henta betur en annað. Krossgáta AÐFERÐ: Lokið svínalundinni á pönnu í olíu. Setjið inn í 200°C heitan ofn í 10 mín. Sósa: 1 stk skallotlaukur og 4 sveppir svissaðir saman Tímian, rósmarin og pipar 1-2 tsk gráðostur 1-2 tsk rifsgel 2,5 til 5 dl rjómi ½ dl púrtvín eða madeira 1 tsk Season all 1 svínakjötsteningur AÐFERÐ: Gerið sósuna og takið svínalund- irnar út úr ofninum og skáskerið þær. Hellið sósunni yfir og setjið aftur í ofninn í um 2 mín. eða þar til þær eru tilbúnar. Borið fram með kartöflum að eigin vali og salati. EFTIRRÉTTUR Súkkulaðimús 180 g suðusúkkulaði brætt yfir gufu 2 msk sykur og 4 eggjarauður, þeyttar vel saman 4 msk Grand Marnier eða ávaxtasafi 2,5 dl þeyttur rjómi AÐFERÐ: Blandið eggjahrærunni og rjóm- anum varlega saman. Svo vökva og súkkulaði. Setjið í 4 skálar og látið stífna. Gjarnan má nota ávexti eða ber sem skraut með þessu. Verði ykkur að góðu! ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Guðbjörg og Finnur kokka Svínalundir í púrtvíns- sósu og súkkulaðimús Guðbjörg Ólafsdóttir og Finnur Kristinsson frá Skaga- strönd eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. „Við þökkum Siggu og Stebba fyrir áskorunina. Fyrst kom upp í hugann eitthvað gott og fljótlegt. Það eru hrein verkaskipti í okkar eldhúsi. Þar stjórna ég en bóndinn er duglegur að vaska upp og koma með allskonar skemmti- legar og nýstárlegar uppskriftir heim af sjónum, sem hann hefur fiskað upp af netinu eða blöðum. Við skorum á nágranna okkar Guðrúnu Pálsdóttir sem einnig er gamall Króksari og matarkona og mann hennar Ólaf Bernódusson að vera næstu matgæðingar, en hann er mikill veiðimaður á sjó og á landi.“ FORRÉTTUR Laxapate með kavíar 300 g reyktur lax 125 g brætt smjör 2 lítil box sýrður rjómi 3 – 4 blöð matarlím salt og pipar 2 tsk rauður kavíar AÐFERÐ: Skerið laxinn í litla bita og setjið í mixara ásamt bræddu smjöri og maukið. Bætið við sýrða rjómanum. Bleytið matarlímið í köldu vatni og leysið síðan upp í tveim msk. af sjóðandi vatni. Blandið matarlíminu út í laxamaukið í smáskömmtum þar til það hefur blandast vel. Kryddið með salti og pipar. Blandið kavíar varlega saman við. Hellið deiginu í tvö lítil álform sem klædd hafa verið í plastfilmu. Látið standa í kæliskáp, gjarnan yfir nótt. Skreytið að vild. Þetta má frysta. Borið fram með snittubrauði eða volgum smjördeigstíglum. AÐALRÉTTUR Svínalund í púrtvínssósu 1 – 2 svínalundir 2 tsk rósmarin og 1 tsk timian – sett í mortel 1 tsk mulinn pipar Guðbjörg og Finnur. Feykir spyr... Hvernig heldur þú að veturinn verði? [ Spurt á Sauðárkróki ] GUÐRÚN BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR -Ég held að hann verði bara góður. EDDA MARÍA VALGARÐSDÓTTIR -Góður. ANÍTA ÓSK GUÐNADÓTTIR -Kaldur. ÍSAK ÓLI TRAUSTASON -Bara venjulegur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.