Feykir


Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 42/2012 sama, að afla frétta og koma upplýsingum til skila við lesendur á mannamáli. En viðfangsefnin eru frábrugðin og eðlilega staðbundnari hjá blöðum eins og Feyki, á meðan verið er að fást við fréttir í Mogganum sem snerta alla landsmenn. En landsmálin hafa ekki beint verið upplífgandi eða skemmtileg eftir hrunið, þannig að oft saknar maður Feykisáranna, sem og tímans þegar ég vann á Degi. Það ágæta blað var lengst af staðbundið fyrir Norðurland en það var líka gaman að vinna á Degi þegar það varð landsblað, með skrifstofur á Akureyri og í Reykjavík. Þaðan var ég ráðinn yfir á Moggann haustið 2000 og tíminn þar hefur verið afar lærdómsríkur og tíðindamikill, svo ekki sé meira sagt, bæði á fjölmiðlamarkaðnum og í landsmálunum. Breytingarnar á þjóðfélaginu bara frá alda- mótum eru með ólíkindum, svo ekki sé nú talað um árin eftir hrun. Einhver góð saga úr blaða- mannabransanum? -Góð saga, segirðu. Það er svosem af ýmsu að taka, margir eftirminnilegir sam- starfsmenn gegnum tíðina og atvik sem maður hefur lent í. Að vísu myndi ekki allt þola dagsljósið, bíð kannski með þar til síðar ef ske kynni að æviminningar yrðu einhvern tímann skráðar. Oft hefur starfið gengið út á langa bið eftir því að ná fréttum. Þannig biðum við Dagur B. Eggertsson, sem þá vann með mér á DV eitt sumarið, heila kvöldstund í kulda og trekki fyrir utan Ráðherrabústaðinn eftir ráðherrum á mikilvægum ríkisstjórnarfundi. Sátum þá fyrir Jóni Baldvin, Sighvati Björgvins og fleirum sem reyndu að lauma sér út bak- dyramegin gegnum trjárunna í skjóli myrkurs. Þeim tókst það ekki, við skiptum liði. Eina sunnudagsvakt á DV fór ég með Sveini Þormóðssyni ljósmyndara á krísufund Kvennalistans á Nesjavöllum um framboðsmál. Þetta var að vetri til, komið kvöld og fljúgandi hálka á leiðinni. Þegar Sveinn rann niður bratta og flughála brekkuna og krappar beygjurnar Nesjavallamegin fór ég með allar þær bænir sem mér höfðu verið kenndar, hélt að þetta yrði okkar síðasta stund þar sem Sveinn var með aðra höndina á handbremsunni og hina á stýrinu, en fyrir ókunnuga skal þess getið að VIÐTAL Páll Friðriksson Björn Jóhann Björnsson blaðamaður Morgunblaðsins er um þessar mundir að senda frá sér bók númer tvö um skemmtilega Skagfirðinga en fyrsta bókin í þeim flokki leit dagsins ljós fyrir ári. Naut hún mikilla vinsælda lesenda enda alltaf gaman að geta hlegið að sér og sínum. Feykir sendi Birni línu og forvitnaðist um Skagfirskar skemmtisögur og blaðamannaferilinn en Björn hefur lengi unnið við blaðamennsku m.a. hjá Feyki. Var hann fyrst spurður um hvenær og hvernig sá ferill hafi byrjað. Skemmtileg vinna og mikið hlegið -Ef farið er alveg aftur til Feykisáranna þá eru þetta orðin alla vega 25 ár. Sumarið 1987 vann ég á Feyki við fréttaskrif og leysti einnig ritstjórann af, sem þá var Ari Jóhann frá Holtsmúla. Blaðamaður með mér var Haukur Hafstað í Vík. Þetta var einstaklega skemmtilegt sumar og frábær vinnuandi þarna í gamla barnskólahúsinu, þar sem SÁST var einnig til húsa. Við fengum mannlífsstraumana á Króknum og í Skagafirði beint í æð frá fólki sem leit reglulega inn á sameiginlega kaffistofu SÁST og Feykis. Þarna fæddust margar góðar hugmyndir og stundum gat vinnufriður orðið lítill. Annars var það forveri Ara, Jón Gauti Jónsson, kennari í Fjölbraut, sem fékk mig fyrst til að skrifa eina og eina frétt í Feyki árið 1986, aðallega um íþróttir. Þá voru kappar á borð við Hemma Sæm, Skúla Þórðar og Inga Vaff farnir að skrifa líka fyrir blaðið. Árið 1988 fékk ég vinnu sem blaðamaður á Degi á Sauðárkróki og var síðar á Akureyri á sumrin og í Reykjavík á veturna á meðan ég var í háskóla. Sumarið 1992 var ég ráðinn á DV og var þar í ein sex ár í margs konar frétta- og greinaskrifum, sá einnig um skoðanakannanir blaðsins um tíma og helgarblaðið. Hafðir þú stefnt á að gerast blaðamaður? -Já, það má segja það. Ég tel mig hafa fengið bakteríuna í starfskynningu á Morgun- blaðinu vorið 1983, þegar það var til húsa í Aðalstræti 6. Heillaðist af þeim heimi sem ég kynntist þar, og er núna að vinna með nokkrum blaðamönnum og ljósmyndurum sem þá voru á blaðinu. Þegar ég fór í Fjölbrautaskólann á Króknum starfaði ég mikið að útgáfumálum og ritstýrði skólablaðinu Molduxa sem dagblaði í þemaviku vorið 1986. Það eru eftirminnilegir tímar. Hver er helsti munurinn á því að starfa á litlum landsbyggðamiðli norður í landi og stórum miðli sem Morgunblaðið er? -Að grunni til er starfið það Björn Jóhann segir frá blaðamannaferlinum og tilurð Skagfirskra skemmtisagna Björn Jóhann við tölvuna. Skagfirskar skemmtisögur ekki langt undan.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.