Feykir


Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 7
42/2012 Feykir 7 Svenni var með færri fingur en gengur og gerist eftir brunaslys á yngri árum. En á áfangastað komumst við, og þegar ég fór út úr bílnum á Nesjavöllum var mér litið aftur í og krossbrá. Þar sat konan hans Svenna og hafði verið með okkur alla leiðina, án þess að heyrðist hósti né stuna frá henni. Þú hefur skrifað nokkrar bækur, hvað geturðu sagt okkur um þær? -Þær eru nú bara þrjár sem ég hef tekið saman, ef sú er talin með sem er á leiðinni úr prentun. Ég átti aldrei frumkvæði að þessum skrifum. Ég bara lenti í þessu, eins og einhver sagði. Fyrst var það skólabróðir minn, Kristján Bjarki Jónasson, sem þá vann hjá Forlaginu, sem fékk mig til að skrifa sögu Álftagerðisbræðra. Þetta var árið 2001. Það var erfitt að segja nei, því bræðurnir eru náttúrulega það besta sem fyrir þessa þjóð hefur komið. Það var sannur heiður að fá að vinna með þeim. Síðan hafði Guðjón Ingi hjá Bókaútgáfunni Hólum samband við mig fyrir tveimur árum og bað mig að safna saman skemmtisögum af Skagfirðingum. Ég hugsaði mig um í einhverja daga og ákvað að láta slag standa. Hvernig gekk að safna efni í þá bók? -Það gekk bara mjög vel. Ég byrjaði á að safna saman sögum úr ýmsum prentuðum heimildum en fór einnig á stúfana hjá mönnum sem ég vissi að kunnu sögur. Sú vinna hefur verið sérdeilis skemmtileg og mikið verið hlegið. Þetta tekur hins vegar töluvert lengri tíma en ég reiknaði með og að mörgu að hyggja. Það eru oft til svo margar útgáfur af sömu sögunni að maður reynir að velja þá réttustu eða þá sem hljómar best. Þó að sagnfræðigildið sé vissulega mikilvægt þá má það ekki koma of mikið niður á skemmtanagildinu. Hvernig viðtökur fengu skemmtisögurnar? -Þær fengu mjög góðar viðtökur, miklu betri en ég átti nokkurn tímann von á. Nú eru þetta nokkuð staðbundnar sögur þannig að það kom mér töluvert á óvart hvað fór af bókinni utan Skagafjarðar. Skagfirðingar eru greinilega úti um allt og aðdáendur þeirra víða. Nú er önnur bók væntanleg, Skagfirskar skemmtisögur 2. Verður hún eitthvað frá- brugðin þeirri fyrri? -Nei, hún er með mjög svip- uðu sniði. Núna eru sögurnar heldur fleiri, eða nærri 240, og líklega eitthvað styttri en síðast því blaðsíðurnar eru jafnmargar. Þarna eru sögur af Blöndhlíðingum, Lýtingum, Hofsósingum og Króksurum og mörgum öðrum skemmti- legum Skagfirðingum. Hofs- ósingar og nærsveitamenn eru fyrirferðarmiklir að þessu sinni, enda einstakir húmoristar þarna út með Óslandshlíð og Höfðaströnd. Einhverjir vilja meina að þeir séu stórskrítnir en ég er alls ekki sammála því, enda hálfur Hofsósingur. Fórstu svipaða leið í efnisöfl- un í hana og síðustu bók? -Já, að einhverju leyti hafa þessar sögur áður komist á prent hér og þar en ég náði tali af enn fleiri heimildarmönnum sem sögðu mér sögur sem ég held að hafi aldrei verið birtar fyrr, þó að eflaust hafi þær heyrst einhvers staðar á mannamótum. Þetta er ágætis blanda af gömlum sögum og nýjum, sem eru nær okkur í tíma. Nokkrar gamanvísur fljóta með eins og síðast. Hefur fólk haft samband að fyrra bragði með sögur sem ættu heima í bókinni? -Já, já, það bætist alltaf við og einnig þegar ég hitti gamla sveitunga mína. Fólk er almennt jákvætt fyrir þessu og telur mikilvægt að halda sögunum til haga, þannig að þær glatist ekki. Einnig er fólk duglegt að koma með ábendingar og kann ég því bestu þakkir fyrir, sem og öllum þeim sem hafa aðstoðað við sagnasöfnunina. Er efniviðurinn óþrjótandi? Eru til endalaust sögur af skemmtilegum Skagfirðing- um? -Skagfirðingar eru glaðlyndir að eðlisfari og miklir sagna- menn, þó segja megi að kynlegum kvistum hafi fækkað sem margar sögur voru sagðar af hér áður fyrr. Ég veit um enn fleiri sögur og sagnamenn sem ég hef ekki náð að fanga, þannig að hver veit nema að framhald verði á. Hvenær er bókin væntanleg og hvar verður hægt að nálg- ast hana? -Bókin átti að koma úr prent- smiðjunni þessa vikuna þannig að þetta er alveg að bresta á. Útgefandinn sér um dreifinguna en ég reikna með að hún verði á sömu stöðum og síðast, í verslunum kaupfélagsins í Skagafirði og hjá Bjarna Har, síðan í flestum bókaverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgar- svæðinu og víðar um land. Ein góð saga úr bókinni í lokin? -Það er afar erfitt að velja einhverja eina sögu en ég hef þó sérstakt dálæti á sögum í kaflanum „Maddaman á Miklabæ“, sem fjallar ekki um Agnar á Miklabæ heldur Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur, fyrrverandi eiginkonu Sigfúsar J. Árnasonar, sem þjónaði í Miklabæjarprestakalli á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Einn fjögurra sona þeirra er Pétur Jóhann, sá landskunni skemmtikraftur og leikari. Jóhanna er einhver skemmtilegasta og yndisleg- asta kona sem ég hef hitt og greinilegt hvaðan Pétur Jóhann hefur húmorinn og leikarahæfileikana. Sama ár og hann kom í heiminn, 1972, urðu þau tímamót hjá Jóhönnu, sem var einnig organisti í Miklabæjarkirkju, að hún fékk nýjan orgelbekk í kirkjuna til að sitja á. Pétur var mjög hændur að móður sinni fyrstu árin þar sem hann glímdi við ákveðið máttleysi í báðum fótum og gat ekki gengið fyrr en á þriðja ári. Jóhanna gat hvergi komið honum fyrir á meðan hún þurfti að spila á orgelið í messum og tók hann því með sér. Í einni messunni sat Pétur Jóhann, þá þriggja ára, á orgelbekknum við hlið móður sinnar en hún brýndi alltaf fyrir honum að vera stilltur og prúður. Þetta gekk yfirleitt alveg eftir, og hann snerti aldrei á neinu við orgelið, hvorki nótnahefti né takkana. Í miðri messu gerðist það hins vegar að drengurinn horfði upp til móður sinnar og sagði undurblítt, þannig að nærstaddir kirkjugestir heyrðu ágætlega: „Mamma, kysstu mig!“ Í góðum félagsskap Álftagerðisbræðra en Björn Jóhann skrifaði sögu þeirra um aldamótin. Í frístundum hefur Björn lagt stund á golf og þykir nokkuð liðtækur. Blaðamaður DV við sprungu sem myndaðist í Suðurlandsskjálftanum árið 2000. Skagfirðingurinn Björn Jóhann og Róbert Wessmann ræðast við. Rithöfundarnir Hjalti Páls og Björn Jóhann árita bækur sínar í síðasta jólabókaflóði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.