Feykir


Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 42/2012 ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Hjalti Árna NAFN: Hjalti Árnason. ÁRGANGUR: 1970. FJÖLSKYLDUHAGIR: Einn og sér eða í smærri hópum. BÚSETA: Á Sauðárkróki. HVERRA MANNA ERTU: Skagfirðinga, svo langt sem Íslendingabók eygir. STARF / NÁM: Lögmaður. BIFREIÐ: Skoda. HESTÖFL: Ekki hugmynd. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Jólabjórsmökkun. Hvernig hefurðu það? Bara ágætt. Hvernig nemandi varstu? Til hálf- gerðrar fyrirmyndar. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Að vera stærstur. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Læknir samkvæmt Feyki. Hvað hræðistu mest? Gamle Oles far. ABBA eða Rolling Stones? Stones. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? The Queen is dead - Smiths Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Ekki séns. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Seinni fréttir. Besta bíómyndin (af hverju)? Monty Pythons Holy Grail – hef líklega aldrei hlegið jafnmikið í Bifröst og man að svo var um fleiri. Svavar Sigurðsson, mjólkurfræðingur með meiru, þurfti t.d. hjálp við að komast niður í hléinu. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Allt. Nema að mala, Pétur köttur malar mig þar. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Mynd af kaffibolla. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamið- ann? Skrifa aldrei tossamiða. Hvað er í morgunmatinn? Skyr- drykkur. Hvernig er eggið best? Over easy. Uppáhalds málsháttur? Oft er tóbak hættulegra en vindlar. Hvaða teiknimyndapersóna höfð- ar mest til þín? Ha? Hver er uppáhalds bókin þín? The Hitchikers Guide to the Galaxy. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til London. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Leti. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Arsenal. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Kalla Jóns. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera og af hverju? Einhver með skáldagáfu. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Dætur mínar. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Pass. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ferkantaðir faranderindrekar. Íslendingar hafa tekið þátt í Menntaáætlun ESB síðan 1995. Áætlunin veitir styrki til menntastofnana á öllum skólastigum. Comeniusar áætlunin var upphaflega sett á laggirnar með það að markmiði að styðja við þjálfun kennara, koma á fót samskiptum á milli skóla í Evrópu og styrkja tvíhliða verkefni á sviðum tungumála, vísinda og umhverfisfræða. Áætlunin hefur breyst í gegnum tíðina og er nú hluti af stærri áætlun sem ber heitið: Menntun frá vöggu til grafar eða ,,Life long Learning“. Í dag gerir Comeniusar áætlunin nemendum og kennurum víðsvegar úr Evrópu fært að hittast og vinna að sameiginlegum verkefnum. Evrópsk ungmenni heimsækja FNV gegnum verkefnið ACDC (Active Concern for Dynamic Change). Verkefnið ACDC er tveggja ára samvinnuverkefni fimm framhaldsskóla í Evrópu. Auk FNV taka skólar frá Ungverjalandi, Slóvakíu, Finnlandi og Tyrklandi þátt í verkefninu. Verkefnið nýtur fulls styrks frá Comeniusar áætluninni, sem gerir FNV kleyft að taka þátt í því. Markmið verkefnisins er að gefa nemendum skólanna tækifæri til að átta sig á mikilvægi vatns fyrir daglegt líf okkar hvar sem við búum frá mismunandi sjónarhornum, s.s jarðfræði, landfræði, sögu, menningu og félagslegum AÐSENT NÍNA ÞÓRA RAFNSDÓTTIR SKRIFAR þáttum. Evrópskt skólaverkefni eins og þetta er ekki aðeins einstök upplifun fyrir nem- endur og kennara heldur hafa slík verkefni líka ávinning í för með sér fyrir skólastarfið í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að verkefni eins og þetta víkkar sjóndeildarhring nemenda, þjálfar m.a. færni þeirra í sjálfstæðum vinnubrögðum, teymisvinnu og tungumálum. Vikuna 20. – 27. október komu 24 nemendur og 8 kennarar frá Ungverjalandi, Slóvakíu, Tyrklandi og Finnlandi til Sauðárkróks á vegum verkefnisins og bjuggu nemendurnir í tæpa viku á heimilum 13 íslenskra nem- enda sem taka þátt í verk- efninu. Nemendur og aðstand- endur höfðu unnið að undirbúningi heimsóknar- innar í samvinnu við kennarana Helga Pál Jónsson, Nínu Þóru Rafnsdóttur og Steinunni Hjartardóttur. Á undirbúningstímabilinu þurfti um margt að hugsa og nemendur að takast á við margskonar hluti. Nemendur útbjuggu kynningu á sjálfum sér, fjölskyldunni og áhuga- málum. Kynningar á skólanum og héraðinu þurfti líka að vinna á erlendu tungumáli. Búnar voru til tvær rafrænar samskiptasíður. Önnur fyrir alla meðlimi verkefnisins erlenda sem íslenska og hin einungis fyrir FNV nemana og kennara þeirra. Haldnir voru samhæfingarfundnir, dagskrá skipulögð, bæði innan skólans og utan. Huga þurfti að því hverjir héldu kynningar á erlendu tungumáli, hverjir skipulegðu móttökur, hver ætti að gista hjá hverjum, hvað ætti að gera og hvað gestirnir ættu að fá að borða því í gesta- hópnum voru nemendur af ólíkum uppruna með mis- munandi hefðir. Auk þessa þurftu nemendur að huga að því í tíma hvernig þeir gætu sinnt sínum hefðbundnu skyldum, s.s skóla og námi á Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra tekur nú um þessar mundir þátt í einu slíku samvinnuverkefni skóla í Hópurinn samankominn fyrir utan Bóknámshús FNV.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.