Feykir


Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 9
42/2012 Feykir 9 ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Haukur Freyr Reynisson / svuntuþeysari Sannleiksstundin... Tón-lystar-spekingurinn í þetta skiptið er Haukur Freyr Reynisson, oft kenndur við Bæ á Höfðaströnd. Haukur er fæddur á fyrsta ári áttunda áratugarins, fyrstu árin alinn upp í Hveragerði en síðan í skagfirsku sælunni. Haukur segist spila á svuntuþeysi (gamalt orð yfir hljóðgerfil eða hljómborð) og hans helstu afrek í tónlistinni eru að vinna ekki hljómsveitakeppni í Húnaveri, komast ekki í úrslit í músíktilraunum en spila svo á dansiböllum um allt land. Uppáhalds tónlistartímabil? Ég á nú ekki beint neitt uppáhaldstímabil. Það hafa verið hæðir og lægðir þar eins og í veðrinu. En alltaf verið pínu veikur fyrir 80´s en rokkið á milli 60 og 70 er líka alveg að gefa manni helling. En vel að merkja þá var ég með sítt að aftan! Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Of Monsters and Men eru ofarlega þessa dagana Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Í gamla daga rámar mig eitthvað í Simon og Garfunkel, og jafnvel Cliff Richards og Shadows. Glímt við þjóðveginn með Brimkló var líka tímamótaplata, ég minnist þess að hafa vætt kinnar við það að hlýða á Skólaball, „Ég sá hana á skólaballinu í gær“ ...þvílíka dramagelgjan maður! Hvað var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? -Fyrsta platan var einhver Best of plata með 80´s poppstjörnum, fyrsti diskurinn var Best of DOORS, man ekki eftir fyrstu kasettunni, en ég niðurhalaði svakalega mörgum Rásar 2 vinsældalistum niður á kasettur á sínum tíma og á meira að segja einhverjar ennþá. Hvaða græjur varstu þá með? Glæsilegt, eldrautt Hitatci kasettutæki! Hvað syngur þú helst í sturtunni? Ég hef það fyrir sið að þegja og hugsa frekar um landsins gagn og nauðsynjar þegar ég fer í sturtu. Bítlarnir eða Bob Dylan? Það er bara málið að Dylan er stundum of djúpur fyrir mig en ég elska aftur á móti allar þessar frábæru lagasmíðar þeirra Palla og Jóns, maður getur alltaf uppgötvað eitthvað nýtt á þeim bænum. Uppáhalds Júróvisjónlagið (erlent eða innlent eða bæði)? -Waterloo með ABBA flokknum tvímælalaust og síðan kemur Hubba hulle, með þeim ísraelsku Dattner og Kushnir, sterkt inn. Gleðibankinn hans Magga Eiríks og ekki má gleyma Nínu með Stebba og Eyfa. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? -Það klikkar sjaldan að smella einhverju góðu diskói í gang. Það situr engin kyrr með Gibba gibb í eyrunum eða Mikka Jackson heitinn. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? -Fuglasöng í e-moll fyrir utan gluggann. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? -Mundi skreppa til Ríó í Brasilíu með minni ástkæru og sjá ellilífeyrisþegana í Rolling Stones og taka svo risatónleika með U2 á Wembley á heimleiðinni. Konan gæti verslað á Oxford Street í leiðinni. Gott plan? Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? -Nú kemur stóra sannleiksstundin… Sko, þegar ég var ungur þá veggfóðraði ég herbergið mitt með myndum af gaurunum í Duran Duran, og ég svaf með mynd af Nick Rhodes við höfðagaflinn, svona létt sjúkur! En í stuttu máli þá dreymdi mig um að vera hljómborðsleikarinn í bandinu, vá þetta var erfitt…en miklu síðar fékk ég að upplifa gömlu goðin á tónleikum í Egilshöll, sællar minningar, en þá var ég búinn að skipta Nick út fyrir mynd af konunni, ég segi bara vel valið! Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Nú er valið orðið erfitt, enda mjög huglægt mat á tónlist að segja hvað er nákvæmlega best. Ég er nú svo mikill Ragnar Reykás í þessum efnum en til að nefna eina plötu þá segi ég Sgt. Peppers Lonely Heart Club Band með Bítlunum. Sex vinsælustu lögin á Play- listanum þínum? Því miður á ég ekkert tæki sem gefur mér tækifæri til að gera playlista, þannig að lítið verður um svör enda færi það bara eftir dögum hvað væri vinsælast í það og það skiptið. meðan á dvöl erlendu nem- anna stóð. Erlendu gestirnir komu til Íslands síðla dags laugardaginn 20. október, margir hverjir eftir langt og strangt ferðalag. Í ferðinni skoðuðu erlendu nemendurnir ýmsar íslenskar náttúruperlur er tengjast vatni, s.s Gullfoss og Geysi, fóru í Bláa Lónið, skoðuðu náttúru og jarðhitasvæðin við Mývatn og heimsóttu ýmis fyrirtæki á Sauðárkróki auk þess að flytja og bera saman þau sam- eiginlegu verkefni er allir nemendur hafa unnið að undanförnu. Verkefni nemend- anna sneru öll með einum eða öðrum hætti að vatni. T.d. hvaðan vatnið kemur, hversu mikið vatn við notum og hver gæði og magn vatnsins eru. Erlendu gestirnir fóru síðan heim laugardaginn 27. október. Samkvæmt könnun sem gerð var í lok heimsóknarinnar voru gestirnir mjög jákvæðir í garð FNV, íslensku nemend- anna og aðstandenda þeirra. Þeim þótti hlýja fólks mikil og vel tekið á móti þeim hvar sem þau fóru. Margt þótti þeim merkilegt í heimsókninni en segja má að íslensk náttúra hafi verið sigurvegarinn í þessari heimsókn, en allir nemendurnir og kennararnir voru undrandi yfir hversu fallegt landið er. Eina sem þau söknuðu var að sjá ekki Norðurljósin, sem er augljóslega meira undur en flestir Íslendingar gera sér í hugarlund. Heimsóknin tókst því vel í alla staði og nemendur sýndu áhuga á að taka áfram þátt í verkefninu. Íslensku nemendurnir voru sælir og ánægðir með það hvernig heimsóknin tókst til og kvöddu gesti sína á miðnætti föstudagskvöldið 26. október. Það sem eftir situr er afar viðburðarrík vika jafnt fyrir nemendur, kennara og að- standendur íslensku nemend- anna þar sem allstór hópur nemenda náði að stilla saman strengi sína á undrastuttum tíma. Íslensku nemendurnir nefndu nokkur atriði sem stóðu upp úr í heimsókninni. Til dæmis eignuðust þau vini, sem þau munu hafa samband við eftir að verkefninu líkur, fengu þjálfun í að tala ensku og í að kynna landið fyrir útlend- ingum. Allir nemendurnir hlakka til að fara í heimsókn til hinna skólanna, fá að gista inn á heimilum og kynnast menn- ingu og siðum nemendanna frá hinum löndunum. Þrátt fyrir að gestirnir séu farnir heldur verkefnið áfram með vinnu að margvíslegum verkefnum og kynningum er tengjast vatni á sögulegan, landfræðilegan og menningar- legan hátt sem undirbúningur undir næstu heimsókn sem er til Finnlands vikuna 19. – 25. janúar 2013. Undirrituð þakkar öllum þeim fyrirtækjum og aðilum sem tóku á móti þessum hópi með kynningar á starfsemi sinni en þó ekki síst aðstand- endum þeirra nemenda FNV sem taka þátt í verkefninu fyrir mikilvægan stuðning vikuna 20.-27. október. Nína Þóra Rafnsdóttir Framhaldsskólakennari FNV Gaman saman. Umhverfi Sauðár kannað. Fréttatilkynning: Blönduós Til styrktar Guðjóni Óla Fjölskylduskemmtun verður haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi 10. nóvember nk. frá kl. 15:00-17:30. Meðal þeirra sem koma fram má nefna Ingó veðurguð, Gísla Einarsson úr Landanum auk tónlistarfólks úr Húna- vatnssýslu. Treyjuuppboð verður á staðnum, m.a. árituð treyja Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham, árituð treyja frá Aroni Pálmasyni hand- boltamanni í Kiel og Íslands- meistaratreyja FH í knatt- spyrnu með áritun allra leikmanna liðsins og margar margar fleiri. Þá verður boðið uppá kökuhlaðborð þannig að enginn þarf að fara svangur heim. Skemmtunin er haldin til að sýna samstöðu í verki með Guðjóni Óla og fjölskyldu hans en hann veiktist alvarlega fyrr á þessu ári, aðeins nokk- urra vikna gamall. Allur ágóði af þessari skemmtun rennur því óskertur til fjölskyldu hans. Miðaverð er aðeins kr. 2.000 fyrir fullorðna (16 ára og eldri) og frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Forsala að- göngumiða fer fram í íþrótta- miðstöðinni á Blönduósi og í íþróttahúsinu á Skagaströnd miðvikudaginn 7. nóvember frá kl. 16:00-18:00. Einnig er hægt að gera miðapantanir á netfangið eysteinnp@simnet.is frá og með kl. 16:00 sama dag. Þá hefur verið opnaður bankareikningur í tilefni fjöl- skylduskemmtunarinnar og geta þeir sem ekki komast en vilja sýna stuðning lagt inná eftirfarandi reikning: 0307-13- 2012 kt. 110280-4249. Gerum okkur glaðan dag saman og vonandi sjáum við sem flesta. Ungmennafélagið Hvöt ásamt vinum og ættingjum!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.