Feykir


Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 11
42/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina má stara út í tómið eins lengi og hann kýs! Tilvitnun vikunnar Ég hef aldrei hitt mann, sem var svo fáfróður að ég gæti ekki lært eitthvað af honum. – Galileo Galilei Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Þegar Jón Sigurðsson var á barnsaldri fékk hann stundum að bjóða örfáum vinum sínum í afmælið sitt. Í dag nennir hann ekki að halda upp daginn en öll þjóðin mætir samt, Jóni til mikils ama. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Nárú er landamæralaust land í Suður-Kyrrahafi. Efnahagslíf landsins byggði áður á fosfatnámum sem nú eru búnar. Þá var reynt að skapa nýjan grundvöll með því að gera eyjuna að skattaparadís en því lauk að mestu í júlí 2004. Ótrúlegt en kannski satt þá er fugladrit aðalútflutningur Nárú. Krossgáta ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Kolbrún og Halldór kokka Grillmenningin í hávegum höfð Kolbrún Grétarsdóttir og Halldór Einarsson á Úlfsstöðum eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau skora á Sigurlínu Hrönn og Gunnar Helga í Sólheimum Blönduhlíð að koma með næstu uppskrift. „Á okkar heimili hefur grillmenningin verið í hávegum höfð undanfarin ár. Við eignuðumst gott gasgrill fyrir nokkrum árum og höfum notað það óspart jafnt sumar sem vetur. Að þessu sinni viljum við deila með ykkur grillveislu sem sést æði oft á góðum kvöldum á Úlfsstöðum.“ FORRÉTTUR Beikonvafinn skötuselur 1 flak af skötusel 1 bréf af beikoni sítrónusafi AÐFERÐ: Skerið skötuselinn í u.þ.b. 7 sm þykka bita. Vefjið beikoninu utan um bitana og þræðið á grillspjót. Vætið aðeins í með sítrónu- safanum, penslið með hvítlauks- grillolíu (má vera hvaða olía sem er). Grillið á 200°C heitu grillinu í 4-6 mín á hvorri hlið, eða þar til beikonið er orðið fallega brúnt. Kartöflur í smjörbaði: Afhýðið miðlungsstórar kartöfl- ur. Á meðan verið er að afhýða er gott að láta suðuna koma upp í söltu vatni, sem við sjóðum þær í um 10 mín. Af því loknu tökum við eldfast mót og setjum væna smjörklípu í fatið, setjum kartöflurnar í og bökum við 200°C í um 20 mín. eða þar til kartöflurnar verða fallega gullnar. Munið samt á meðan bakstri stendur að taka mótið út í smá stund og snúa kartöflunum svo allt verði jafn bakað. Að bakstri loknum höfum við saltað þær örlítið. Sósa a la Benni: 1 piparostur 1 peli rjómi Þessa hugmynd af sósu fengum við hjá Benna í Bílabúðinni og höfum eldað hana margoft síðan. Einföld og góð. Skerið piparostinn í teninga, setjið ostinn í lítinn pott, hellið rjómanum yfir og látið malla þar til allir ostateningarnir eru bráðnaðir. Stundum hef ég bætt við smá auka rjóma eða mjólk því hún vill verða svolítið þykk. AÐALRÉTTUR Nauta-file af Úlfsstaða-Bola nauta-file Víkinga-grillolía frá Pottagöldrum salt pipar AÐFERÐ: File-ið er látið liggja í grillolíunni u.þ.b. einn sólarhring. Skerið file-ið í 5 sm þykkar sneiðar og grillið við 200°C hita í 4-5 mín á hvorri hlið (eða eftir smekk). Kryddið aðeins með salti og pipar. Með þessu öllu berum við fram ferskt salat sem við reynum alltaf að bragðbæta með einhverskonar ávöxtum; melónu, eplum eða vínberjum. Frábært að setja smá Balsamik sýróp útá salatið. Að lokum mælum við svo með eftirrétt úr síðustu áskorun (38. tbl.), þar var úr mörgu góðu að velja. Verði ykkur að góðu! Kolbrún og Halldór. Feykir spyr... Finnur þú fyrir auknum kaupmætti? [ Spurt á Sauðárkróki ] SIGURÐUR ÓLASON -Ég hef nú fundið lítið fyrir því. AÐALBJÖRG VALBERGSDÓTTIR -Nei, mér finnst allt orðið miklu dýrara. VILHJÁLMUR SNÆR ÓLAFSSON -Já, en það er nú kannski bara vegna þess að ég hef haft meiri pening á milli handanna. ÓÐINN EYJÓLFSSON -Nei, mér finnst allt búið að hækka í verði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.