Feykir


Feykir - 15.11.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 15.11.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 10 Óli Barðdal Reynisson heldur með Liverpool 18 vitlaus innköst í röð BLS. 4 Dagný Rósa heimilisfræði- kennari á Skagaströnd er í opnuviðtali Gefandi að hafa áhrift á hvað börnin borða Fjölskyldustemning á Blönduósi til styrktar Guðjóni Óla Mikil stemning Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 43 TBL 15. nóvember 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Kvennaskólinn á Blönduósi hélt upp á 100 ára byggingarafmæli skólans sl. mánudag en við tilefnið var einnig undirritaður samningur á milli mennta- og menningarmálaráðu- neytisins og Þekkingarsetursins um rekstur setursins næstu árin. Að sögn Aðalbjargar Ingvadóttur, fyrrum skólastjóra Kvennaskólans og forstöðumanns Vini Kvennaskólans, var samkoman mjög skemmtileg í alla staði og telur hún að um 80 manns hafi verið þarna samankomnir. Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri Blönduóssbæjar stjórnaði viðburðinum og gesti ávörpuðu þau Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, Iðunn Vignisdóttir, sagnfræðingur og Katharina Schneider, framkvæmda- stjóri Þekkingarsetursins, auk Aðal- bjargar. „Mikið verk hefur verið unnið sem ég get ekki talið allt upp hér en t.d. höfum við opnað minjastofu í skól- anum, látið mynda öll skólaspjöld og setja í stafrænt form. Framundan hjá okkur er að hlúa áfram að þeim munum sem eru í skólanum. Einnig ætlum við að stuðla að því að saga skólans verði skrifuð og það þarf að fjármagna það, það er framtíðarverkefnið,“ sagði Aðal- björg. Katharina Schneider, framkvæmda- stjóri Þekkingarsetursins, var afar ánægð með daginn og sagði það ánægjulegt hversu margir gátu mætt. Þekkingarsetrið sjálft var stofnað í febrúar og síðan þá hefur setrið farið vel af stað. Markmið Þekkingarsetursins er að vera miðstöð fyrir rannsókna- og þróunarverkefni á sviði textíll, strand- menningu og laxfiska á Norðurlandi vestra og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsóknar og fræðastarfs. „Starfsmenn setursins eru orðnir fjórir, allir með meistara- gráðu og búsettir á Blönduósi. Að mér meðtaldri eru þau Catherine Chambers doktorsnemi og sérfræðingur í textíl, Dan Govoni sérfræðingur í laxfiskum og Gunnar T. Halldórsson,“ sagði Katharina. Þekkingarsetrið er með ýmis verkefni í gangi en í október sl. var gerður samstarfsamningur við Farskóla NV um námsver sem yrði til húsa í Kvennaskólanum og myndu starfs- menn setursins hafa umsjón með því. Einnig ætla þau að taka að sér ýmis tungumálaverkefni. „Við hlökkum til samstarfs með fólki á svæðinu en það er einmitt tilgangurinn með Þekk- ingarsetrinu,“ sagði Katharina í lokin. /BÞ Kvennaskólinn skartaði sínu fegursta í sólskininu í upphafi vikunnar. Mikið verk verið unnið Kvennaskólinn á Blönduósi 100 ára Það verður inniljósadagur í Tengli föstudaginn 16. nóvember Ertu að breyta? Það er ótrúlegt hvað góð lýsing getur gert gott betra og því veitum við ókeypis ráðgjöf og hönnun ef þú ert að framkvæma eða ert að fara í framkvæmdir. Sjáumst!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.