Feykir


Feykir - 15.11.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 15.11.2012, Blaðsíða 3
43/2012 Feykir 3 FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is STARFSKRAFTUR ÓSKAST Kraftmikið og áreiðanlegt starfsfólk óskast til starfa á þjónustustöð N1 Staðarskála. Um er að ræða almenna afgreiðslu og þjónustu við viðskipta- vini ásamt öðrum tilfallandi verkefnum á stöðinni. Allar nánari upplýsingar veitir Svanhildur Hlöðversdóttir stöðvarstjóri í síma 861 7756. Áhugasamir geta einnig sótt um á www.n1.is N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐ STAÐARSKÁLI WWW.N1.IS Formleg opnun Framhaldsdeildar FNV á Hvammstanga Góður andi og velvilji Framhaldsdeild FNV á Hvammstanga var formlega opnuð mánudaginn var og þá skrifað undir samstarfs- samning á milli Fjölbrauta- skóla Norðulands vestra og Húnaþings vestra um rekstur og fjármögnun verkefnisins til ársloka 2015. Áætlað er að um 150 manns hafi heimsótt deildina af þessu tilefni. Rakel Runólfsdóttir umsjón- armaður framhaldsdeildarinnar stýrði dagskránni en á mæl- endaskránni voru Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra, Skúli Þórðarson sveitar- stjóri Húnaþings vestra, Ingileif Oddsdóttir skólameistari FNV og Jón Freyr Gíslason sem flutti erindi fyrir hönd nemenda framhaldsdeildarinnar. Gunnar Þórarinsson stjórnarformaður Kaupfélags vestur Húnvetninga greindi frá því að Kaupfélag V-Hún ásamt Sláturhúsi KVH og Kaupfélagi Skagfirðinga hefði gefið deildinni stóla, borð og munaskápa. Guðmundur Haukur Sigurðsson afhenti nemendum 50“ sjónvarp fyrir Frá undirritun samstarfssamningsins. hönd Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga. Ingileif skólameistari sagði mjög góðan anda hafa verið í húsinu. „Það var virkilega gott að finna hve mikil ánægja er með verkefnið og hvað það er mikill velvilji í samfélaginu,“ sagði Ingileif í samtali við Feyki. Hún sagði að von væri á fjölgun í dreifnáminu, en nokkrir krakkar sem höfðu farið suður til Reykjavíkur í skóla eru að flytja aftur heim á Hvammstanga til að fara í dreifnámið. Ingileif sagði ákvörðunina um dreifnámið hafði verið tekin á vorönn og þá hófst skipu- lagningin. „Það var lykilatriði að allir myndu stefna að þessu verkefni saman, þ.e. skólinn, samfélagið og krakkarnir sjálfir. Því var haldinn vinnudagur með krökkunum og höfðu þeir mikið að segja um hvernig fyrir- komulagið yrði - ég tel að það hafi verið mjög mikilvægt,“ útskýrði Ingileif. „ Þar sem dreifnámið var nýtt fyrir okkur bjóst ég við að upp myndu koma allskonar vandamál, en raunin varð allt önnur, það hefur allt runnið svo ljúft,“ sagði hún. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.