Feykir


Feykir - 15.11.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 15.11.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 43/2012 Pardus og Paulsen gjafmildir Veittu gjafir á báða bóga Þeir voru vægast sagt gjafmildir félagarnir Jóhann Haraldsson hjá bifreiða- verkstæðinu Pardus á Hofsósi og Sigurður Júlíus Jónsson hjá Paulsen ehf. er þeir heimsóttu Samgöngu- minjasafnið í Stóragerði í síðustu viku. Þar var Gunnar Þórðarson heimsóttur og honum færð forláta taska sem inniheldur tæki og efni til að hressa upp á lakk gamalla bíla safnsins. Einnig naut björgunarsveitin Grettir góðs af gjafmildi þeirra félaga og fengu í sinn hlut helj- arinnar bónsett sem kemur sér vel fyrir hinn tröllaukna björg- unarbíl sem henni áskotnaðist fyrr í haust. Tilefnið segir Jóhann vera það að Paulsen og Pardus ákváðu á bóndögum sem haldnir voru sl. vor að styrkja Samgönguminjasafnið með bón- og massaefnum og massa- vél. Þá fengu þeir lánaðan gamlan bíl af safninu til að sýna hve vel bónið reyndist sem verið var að kynna og í kjölfarið kviknaði hugmyndin. –Við erum að láta þessa hugmynd verða að veruleika núna og færum safninu þessa gjöf til að snyrta bílana sem hér eru. Þetta eru fallegir gripir, segir Sigurður og útskýrir fyrir blaðamanni að hægt sé að endurnýja lakk á bílum sem orðnir eru kústa- rispaðir og þreyttir með þessum græjum og verða þeir eins og nýsprautaðir á eftir. -Mér líst vel á þetta. Það eru margir bílar á safninu sem þurfa svona meðhöndlun og þetta kemur sér afskaplega vel, segir Gunnar Þórðarson Sam- gönguminjasafnsstjóri sem nú getur massað sem aldrei fyrr. Hingað til hafa bílarnir verið massaðir handvirkt en núna segir Gunnar að verkið verði ekkert mál með nýju græjunni. En það er ekki eins og sjáist Heilir og sælir lesendur góðir. Halldór Gunnlaugsson læknir frétti af forðagæslumanni, sem ekki þótti bráð- gáfaður, vera að skoða nautgripi. Hann orti. Réttvísinnar braut er blaut bót er þó við grandi. Þegar dæmir naut um naut naut hvort sé í standi. Jón Hansson frétti af kostagrip sem mun hafa verið á ferli hér norðanlands. Hann yrkir svo. Í lágu gengi lítils verð lötrar um í rýru standi. Snauturleg í sníkjuferð snemmbæran á Norðurlandi Kannski er við hæfi á þeim illviðrisdögum er þessi þáttur er í smíðum að rifja næst upp þessar harðneskjulegu vísur eftir Kristján fjallaskáld. Krenkt er önd, en kvalið fjör köld eru hjörtu líða. Bregður nornin bitrum hjör brjósti undir svíða. Rænir drembin höfðingshönd og heilagt frelsi deyðir. Í glaumi synda gjálíf önd gulli stolnu eyðir. Klerka þvaðurs heimskuhríð hylur sannleiks ljóma. Þeirra fjötrar lygi lýð lágt í villudróma. Biturt er blessað fjallaskáldið þar, en vel er kveðið. Gaman í framhaldinu að fá eina vel gerða sem mig minnir endilega að sé eftir snillinginn Jón Rafnsson. Þröngt í búi orðið er öfugt snúið flestu. Þráfalt trúað því er ver þeim, sem ljúga mestu. Einhver hefur verið að öfundast er Steingrímur Thorsteinsson orti þessa. Eggjaði skýin öfund svört upp rann morgunstjarna. Byrgið hana, hún er of björt helvítið að tarna. Minnir að Guðmundur Guðmundsson sem kallaður var skólaskáld hafi ort þessa. Oft mig dreymir dagana, dali, gil og bala. Þar sem heima um hagana hljóp ég til að smala. Minnir endilega að þessi sé líka eftir Guðmund. Sárt ég, æska, sakna þín. Sortnar á lífsins göngu. Nú eru gömlu gullin mín gleymd fyrir ævalöngu. Vísnaþáttur 582 Kannski hefur Sveinbjörn Egilsson búið við fótamein er hann orti þesa. Opt það sannast máltak má menn þess allir gæti. Gæfan veltur einatt á óstöðugum fæti. Minn góði vinur Jón Tryggvason bóndi í Ártúnum kenndi mér margar góðar vísu er við áttum spjall saman. Gaman hefði verið á þeim tíma að ná miklu meira efni frá Jóni sem kunni ógrynni af vísum og tildrögum þeirra. Margt sagði hann mér um bóndann Jón Jónsson á Eyvindarstöðum sem orti margar snjallar vísur, en vildi oft á tíðum alls ekki kannast við þær síðar, er þær komust á kreik. Kannski of mikil bjartsýni að biðja lesendur að miðla til mín vísum eftir Jón. Minnir endilega að þessi sé eftir hann, án þess að ég geti eða vilji nafngreina sálnahirðinn. Allt ber vottinn um, þig drottinn sendi. Kærleiks virðir göfgan glans gimbrahirðir skaparans. Trúlega hefur verið ill hríð er Einar M. Jónsson orti þessa. Brást mér nú þín hylli flý, hug þinn fjölmargt lokkar. Tímans fönn er fokin í fornu sporin okkar. Það var minn góði vinur og Vestmanna- eyingur, Ási í Bæ, sem komst eitt sinn svo að orði er rifjaðar voru upp góðar minningar frá fyrri vertíðum. Þegar sígur sólin rauð sundin gulli þekur. Í hjarta mínu á ég auð sem enginn frá mér tekur. Í því illviðri sem geisað hefur nú að undanförnu yrkir Ingólfur Ómar svo ágæta hringhendu. Veldur kvíða vetrartíð veðrin stríðu meður. Þrótt úr níðir þreyttum lýð þrálátt hríðarveður. Einn af mörgum vísnavinum og góður vinur þessa þáttar Erlendur Hansen á Sauðárkróki er nú fallinn frá. Voru þeir góðir vinir hann og Ingólfur Ómar og er gaman að enda þáttinn með þessum fallegu vísum sem Ingólfur Ómar yrkir í minningu hans. Göfug hugsjón glettni blíð gull í hjarta bar hann. Hress í anda alla tíð öðlingsdrengur var hann Hljómar kveðjan hinsta mín hlý með þökk í ljóði. Óðsnilld lengi lifi þín ljóðavinur góði. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) fyrir endann á vinnu Gunnars því alltaf eru fornbílarnir skammt undan sem bíða þess að verða bjargað frá hinni þekktu tönn tíma og eyðingar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. /PF Brynjar Helgi Magnússon og Ævar Jóhannsson ánægðir með bónið sem Sigurður afhenti björgunarsveitinni Gretti. Hinn tröllvaxni björgunarbíll í baksýn. Alveg hreint ljómandi gott og brettið eins og nýtt. Jóhann og Sigurður sýna Gunnari massagræjurnar sem eiga eftir að koma sér vel.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.