Feykir


Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 11 Guðrún og Óli eru matgæðingar vikunnar Saltfisklumm- urnar og Rauði kjúklingurinn BLS. 9 Anna Björk, Ástríður og Kristrún heimsækja skóla ásamt hundunum sínum Hundar eru miklir gleðigjafar Róbert Óttarsson sveiflar áskorendapennanum af miklu öryggi Golf-dellan Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 44 TBL 22. nóvember 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 FERSKUR Á NETINU Hér er laust pláss! Feykir er sterkur auglýsingamiðill á Norðurlandi vestra. Hafðu samband Feykir.is Það þykir tíðindum sæta að þrjú hús í Kristjánsklauf á Sauðárkróki skyldu hafa verið rýmd sl. sunnudag vegna snjóflóðahættu en stórar og myndar- legar hengjur höfðu myndast í brekk- unni fyrir ofan efstu hús á Kambastíg. Hluti hengjanna hafði fallið og lent á húsi númer 8 en ekkert tjón hlotist af. Vegna þessa var hættuástandi lýst yfir og húsin númer 4,6 og 8 rýmd. Sólarhring síðar var hættuástandi aflétt og gátu íbúar snúið aftur heim eftir að sérfræðingar Veðurstofunnar höfðu rannsakað vettvang og töldu ekki lengur þörf á rýmingu húsanna. Ekki fara miklar sögur af snjóflóðum á Sauðárkróki gegnum tíðina þótt einhverjar spýjur hafi runnið niður Nafirnar. En þann 6. mars 1973 gerði þó aftaka veður af suðvestri með mikilli snjókomu og lýsti Kári Jónsson fréttaritari Morgunblaðsins ástandinu Gulur borði lögreglunnar var strengdur fyrir framan efstu hús í Kristjánsklauf. Hús rýmd á Sauðárkróki Mikið fannfergi á Norðurlandi Það verður ljósadagur í Tengli föstudaginn 23. nóvember Ívar Björnsson lýsingarsérfræðingur frá Raflömpum/Reykjafelli verður staddur í versluninni hjá okkur og mun veita ráðgjöf um val á ljósum inni sem úti. Sjáumst! á þessa leið: „... í brekkunum fyrir ofan bæinn mynduðust miklar snjóhengjur og á sunnudaginn um hádegið brotn- aði hengja í svonefndri Kristjánsklauf. Skall hún á gripahúsum, sem eru efst í klaufinni, og gjöreyðilagði þau. Var þar um að ræða fjárhús með áfastri hlöðu, svo og lítið hesthús. Í fjárhúsinu voru 36 kindur og náðust 18 af þeim lifandi. Í hesthúsinu voru tvö trippi og björguðust þau naumlega.“ Það voru þrír drengir sem komu snjóflóðinu af stað en sluppu með skrekkinn í það skiptið. Aldrei er of varlega farið enda vill Stefán Vagn Stefánsson beina því til foreldra og barna að hættulegt getur reynst að leika sér við snjóhengjur því hætta er á því að þær kaffæri hvern þann sem undir þeim kunna að verða. /PF Umhleypingar framundan Mesta snjódýpt í Fljótum Þó að fréttir beindust að Sauðárkróki þessa helgina vegna fannfergis er langt frá því að um einhver met sé að ræða. Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 sm við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum 19. mars 1995 enda Fljóta- menn vanir miklum snjó í gegnum tíðina. Ekki er víst að fönnin aukist verulega á næstunni þó Veðurstofan geri ráð fyrir áframhaldandi úrkomu yfir helgina því hún mun falla ýmist í formi rigningar eða snjókomu. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.