Feykir


Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 3
44/2012 Feykir 3 Undankeppni Stíls og Rímnaflæðis í Húsi frítímans í Skagafirði Stíll og rímnaflæði Undankeppni Stíls og Rímnaflæðis haldin í síðustu viku í Húsi frítímans. Til keppni í Stíl komu tvö lið frá hverjum skóla úr 8.-10. bekk; tvö lið frá Varmahlíðarskóla, tvö lið frá Grunnskóla austan Vatna og tvö lið frá Árskóla. Þemað að þessu sinni var framtíðin. Að sögn Sigþrúðar Jónu Harðardóttur frá Húsi frítímans er Stíll keppni á milli félags- miðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fata- hönnun út frá ákveðnu þema en aðalkeppni Stíls 2012 mun fara fram í Hörpu laugardaginn 24. nóvember nk. Hver félags- miðstöð má senda eitt lið til keppni og í hverju liði mega vera 2-4 einstaklingar, þar af eitt módel. Keppt hefur verið í Stíl undir formerkjum Samfés og Keppendur í undankeppni Stíls í Húsi frítímans. Mynd: Varmahlíðarskóli ÍTK frá því á árinu 2000 en löng hefð hefur verið í Kópavogi fyrir sambærilegri keppni. Liðið sem kallaði sig Ísöldin bar sigur úr býtum í Húsi frítímans og voru það Ásrún Jónatansdóttir, Bergþóra Huld Björgvinsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir frá Árskóla. Liðið með frumlegustu hugmyndina var frá Varmahlíðarskóla og kölluðu sig Ruslagellurnar en þær skipuðu Stefanía Malen, Kolbrún Jökulrós, Rósa Björk og Sigríður Vaka. „Í Rímnaflæði var einn þátttakandi sem tók þátt og gerði það með glæsibrag. Það var hann Daníel Logi Þorsteinsson,“ sagði Sigþrúður en Rímnaflæði fer fram í 13. sinn föstudaginn 23. nóvember í sal Hólabrekkuskóla í Breið- holti, kl. 20. Sigþrúður sagði keppnina hafa skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmið- stöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. „Á hverju ári sjáum við nýja og efnilega rappara sem sýna frábæra laga – og textasmíð,“ sagði Sigþrúður í lokin. /BÞ Bændafundir Líflands Fyrirlesarar Gerton Huisman og Henri ter Wijlen frá Trouw Nutrition. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku en verða þýddir jafnóðum á íslensku. Efni 1. Niðurstöður heysýna. a) Samanburður við fyrri ár. b) Mismunandi gæði gróffóðurs með kjarnfóðri. 2. Notkun á heimaræktuðu byggi. a) Samspil byggs og kjarnfóðurs. b) Kostir byggnotkunar og hvað ber að varast. 3. Frá geldstöðu til byrjunar á mjaltaskeiði. a) Afleiðing af doða, neikvæðu orkujafnvægi og mismunandi holdstigi hjá mjólkurkúm. Hvernig fara Hollendingar að í þessum efnum? Boðið verður upp á veitingar. Allir eru velkomnir. www.lifland.is Miðvikudaginn 28. nóvember 11:00 Hvanneyri, Ásgarður. Salur Borg 2. hæð. 20:00 Harmonikkusalurinn, Blönduósi. Fimmtudaginn 29. nóvember 11:00 Hótel Varmahlíð. 20:00 Hótel Kea, Akureyri. Laust starf Starfsmann vantar í þrif hjá Landvinnslu FISK á Sauðárkróki. Starfið er venjulega unnið seinni part dags á tímabilinu 15:00 – 20:00 en getur þó verið breytilegt. Upplýsingar gefur Tómas Árdal í síma 455 4411 eða á staðnum. BOLFISKVINNSLA : FLÖKUN : LAUSFRYSTING : PÖKKUN : ÞURRKUN Stofnfundur svæðisráðs SKOTVÍS fyrir Norðvesturland verður haldinn miðvikudagskvöldið 28. nóvember, kl. 20:00 á Kaffi Krók (neðri sal), Aðalgötu 16, Sauðárkróki. Hvetjum alla þá sem vilja hafa áhrif á framtíð skotveiða á sínu svæði og á landsvísu að mæta, hvort sem viðkomandi er félagsmaður eða ekki. Upplýsingar á www.skotvís.is og/eða senda póst á indridi.gretarsson@skotvis.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.