Feykir


Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 44/2012 Fjölgun refa og fjárframlög til refaveiða er dæmi um það mikla skilningsleysi sem ríkir hjá umhverfisráðherra fyrir hönd Vinstri grænna þegar kemur að málefnum landsbyggðar og landbúnaðar. Það er staðreynd að refum hefur fjölgað gríðarlega á land- inu með tilheyrandi nei- kvæðum áhrifum. Víða er orðið lítið mófuglalíf og dýr- bítum fjölgar, líkt og óveðrið í haust sýndi okkur. Þrátt fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar virðist skilningur einstakra stjórnar- liða vera að aukast á mikilvægi þess að efla refaveiðar og endur- skipuleggja þær. Vilja friða ref Fátt bendir til annars en að ríkisstjórnin með umhverfis- ráðherra í stafni vilji friða refi. Í umræðum um refaveiðar á Alþingi nýlega sagði umhverfis- ráðherra að ekkert lægi fyrir um áhrif refaveiða á fuglalíf og dýrbitið fé og rannsaka þyrfti málið frekar. Í ljósi mikillar umræðu um fjölgun refa væri hins vegar búið að skipa sérstaka nefnd til að fara yfir hvort bregðast þyrfti við. Í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á fyrsta ári ríkis- stjórnarinnar hafði umhverfis- ráðherra tekið út fjárveitingar til refaveiða. Fjárlaganefnd ákvað hins vegar að setja aftur inn fjárveitingu til refaveiða. Rökin voru m.a. að virðis- aukaskattur af refaveiðum hefði, vegna mótframlags frá sveitarfélögum, verið hærri en fjárframlag ríkisins. Fjárlaga- nefnd beindi þeim tilmælum jafnframt til ríkisstjórnarinnar að endurskipuleggja refaveiðar á landsvísu og leggja fram tillögur við næstu fjárlagagerð. Ári síðar var umhverfisráðherra aftur búinn að strika þennan lið út úr fjárlögum og hafði þá Refaveiðar – skyn- semi í stað öfga fengið nægilega marga þing- menn í lið með sér. Skynsemin sigrar að lokum Eftir því sem fjallað er meira um málið og fréttum af dýr- bitnu fé og fækkun fugla fjölgar hafa einstakir stjórnarliðar lýst vilja til að endurskoða ákvörð- un umhverfisráðherra. Sem dæmi eru nokkrir stjórnarliðar meðflutningsmenn þingsálykt- unartillögu sem undirritaður hefur lagt fram og snýst um að endurskoða skipulag refaveiða. Í mjög mörgum umsögnum landsbyggðarsveitarfélaga um fjárlagafrumvarp 2013 er fjárlaganefnd hvött til þess að setja inn fjármagn til refaveiða. Formaður fjárlaganefndar lét hafa eftir sér nýverið á Alþingi að þetta mál væri til skoðunar í fjárlaganefnd og hans vilji stæði til að endurskoða málið við afgreiðslu fjárlaga 2013. Á meðan öfgarnar ráða för fjölgar refnum áfram, fugli fækkar og dýrbitið fé verður algengari sjón. Skynsemin mun sigra öfgarnar í þessu líkt og öðru, það er spurning hvort það gerist við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013 eða með alþingiskosningum í apríl á næsta ári. Ásmundur Einar Daðason Alþingismaður Framsóknarflokksins AÐSENT ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON SKRIFAR Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga var haldinn í Safnahúsinu föstudaginn 9. nóvember. Formaður flutti skýrslu þar sem fjallað var um helstu viðfangsefni félagsins síðasta árs þar sem m.a. kom fram að félagið hefði gefið út 33. hefti Skagfirðingabókar á árinu 2011 og einnig VI bindi Byggðasögu Skagafjarðar sem fjallaði um Hólahrepp. Ólöf Sigurðardóttir á Sauð- árkróki hófst á haustdögum handa við að ljúka gerð rafrænnar nafnaskrár yfir þá sem þættir eru um í Skag- firskum æviskrám. Því verki lauk sl. vor. Ragnar Eiríksson sem lést á sl. ári hafði verið með þetta verk í smíðum en tókst ekki að ljúka því. Þetta var kynnt á fundinum sem hluti af heimasíðu félagsins og er nú hægt á augabragði að fletta upp hvort búið er að skrifa ævi- skrárþátt um einhvern tiltekinn Skagfirðing, og þá hvar hann er að finna. Skagfirskar æviskrár eru orðnar 18 talsins og ein- staklingar orðnir 6-7 þúsund talsins sem skrifað hefur verið um í þessum bókum. Menn- ingarráð Norðurlands vestra hefur á undanförnum árum tvívegis styrkt gerð þessarar skráar. Í reikningum félagsins kom fram að félagið er að heita má skuldlaust og var rekið með tæplega 135 þúsund króna hagnaði á síðasta ári. En Byggðasaga Skagafjarðar, sem félagið gefur út, hefur sjálfstætt bókhald og fjárhagur hennar kemur ekki við annan rekstur Sögufélagsins. Hjalti Pálsson og Sigfús Ingi Sigfússon áttu að ganga úr Nafnaskrá æviskránna komin á vefinn stjórn en voru báðir endur- kjörnir. Sigfús Ingi Sigurðsson kynnti heimasíðu félagsins og Unnar Ingvarsson fór sérstak- lega yfir nafnaskrá æviskránna sem nú er öll komin inn á síðuna. Formaður ræddi nokkuð um fyrirhugaðar útgáfur næsta árs. Stefnt er að útgáfu á ævi- minningum Ólafs Jóhannes- sonar f.v. forsætisráðherra sem félagið hefur undirbúið en Ólafur fæddist í Fljótum árið 1913 og verður útgáfan því jafnframt 100 ára minningarrit. Vilji er líka til að gefa út á næsta ári nýtt bindi af skagfirskum æviskrám ef tími og starfs- maður fæst til útgáfunnar. Fleiri hugmyndir voru reifaðar, skemmra á veg komnar. Svo skemmtilega vildi til að 85 ára afmælisdag Egils Bjarna- sonar f.v. héraðsráðunautar bar upp á sama dag og aðalfund Sögufélagsins, 9. nóvember. Á árunum 1996-2007 vann Egill að öflun og úrvinnslu efnis til Byggðasögu Skagafjarðar. Frá 2007 til 2011 vann hann fyrir félagið að ritun æviskrárþátta og er nú fyrirliggjandi efni í 3-4 bækur, sumt fullbúið, annað á vinnslustigi. Að tillögu for- manns samþykkti stjórn og aðalfundur félagsins einróma að gera Egil að heiðursfélaga Sögufélags Skagfirðinga í þakk- lætisskyni fyrir gríðarmikla vinnu í þágu skagfirskra fræða, fyrst við Byggðasöguna en síðar þriggja ára starf við æviskrárn- ar sem var að langstærstum hluta sjálfboðavinna. Sögufélag Skagfirðinga var stofnað 16. apríl 1937 og er því orðið 75 ára. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári. Hana skipa nú eftirfarandi: Hjalti Pálsson formaður. Meðstjórnendur Sigfús Ingi Sigfússon, Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Þor- grímsdóttir og Unnar Ingvars- son. Heimili og starfsvettvangur félagsins er í Safnahúsinu á Sauðárkróki og hefur svo verið í rúmlega 40 ár. Það hefur á starfstíma sínum gefið út hartnær 100 bækur og rit úr sögu héraðsins. Netfang Sögufélags Skag- firðinga er saga@skagafjordur. is en heimasíðan er http// sogufelag.skagafjordur.is/ /Hjalti Pálsson AÐSENT SÖGUFÉLAG SKAGFIRÐINGA Sigfús Ingi Sigfússon kynnir heimasíðu félagsins. Sigríður Þorgrímsdóttir fylgist með. Mynd: Hjalti P. Skagfirðingar á Silfurleikum ÍR í Laugardalshöll Sextán verðlaun Frjálsíþróttadeild ÍR hélt sína árlegu Silfurleika ÍR í Laugardalshöllinni laugar- daginn 17. nóvember. Skv. heimasíðu Tindastóls kepptu 13 Skagfirðingar á leikunum og unnu til 16 verðlauna. Þá sigraði Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 60m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta. Auk þess unnu Skagfirðingar til 12 silfur- verðlauna og 3 bronsverðlauna á mótinu. „Aðrir keppendur UMSS stóðu sig líka með sóma og voru framarlega í sínum greinum,“ segir á heimasíðu Tindastóls. Verðlaunahafar UMSS: Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17): 1. sæti í 60m og 2. sæti í 200m hlaupi. Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14): 2. sæti í 60m, 200m, 60m grindahlaupi og þrístökki. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (15): 2. sæti í 60m, 60m grindahl. og hástökki. Ari Óskar Víkingsson (11): 2. sæti í 60m hlaupi. Berglind Gunnarsdóttir (11): 2. sæti í kúluvarpi. Sæþór Már Hinriksson (12): 2. sæti í þrístökki. Vala Rún Stefánsdóttir (13): 2. sæti í kúluvarpi. Hrafnhildur Gunnarsdóttir (14): 3. sæti í 60m grindahlaupi og kúluvarpi. Elínborg Margrét Sigfúsdóttir (13): 3. sæti í 600m hlaupi. Á heimasíðunni segir að met- þátttaka hafi verið á mótinu að þessu sinni, skráðir keppendur voru 666 talsins og í mörgum greinum voru keppendur á bilinu 40-60 talsins. /BÞFERSKUR Á NETINU Feykir.is Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.